Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Spilltasta sveitarfélag landsins?

Sjálfstæðismenn settu Ármann í fyrsta sæti og Gunnar í þriðja sætið. Hvað segir þetta okkur um þennan flokk og kjósendur hans? Ég hef skrifað um ástandið í Kópavogi í fyrri færslum og fjallað þar mest um þátt Gunnars.

Ármann er maðurinn sem fannst það vera málefnalegt sjónarmið í fjármálum sveitarstjórnar að tryggja hesthúsaeigendum Land Cruiser með því að borga þeim einbýlishúsaverð fyrir gömul hesthús. Hestarnir eru ennþá í hesthúsunum og eigendur þeirra vilja ekki borga Kópavogi leigu þótt þeir hafi selt hesthúsin sín á einbýlishúsaverði. Samkvæmt kjaftasögum á hann að hafa notið auglýsingasamninga við ráðherra sjálfstæðismanna þegar hann var með auglýsingafyrirtækið sitt Nonna og Manna.

Sjálfstæðismenn vilja að við fáum áfram að njóta starfskrafta þessarra manna.

Nei takk segi ég. Það er bara alls ekki gott að búa við spillingu í Kópavogi.

Fyrri færslur:

Niðurgreiða Kópavogsbúar vatn fyrir Garðbæinga

Spilltasti bæjarstjórinn?

Um Glaðheima og fleira


mbl.is Rannsóknarnefnd fari yfir stjórnsýslu í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta kínverska eða hvað?

„Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða  króna  láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. "

Er árið ennþá 2007. Hvað merkir þetta bull; „endurhverf viðskipti", „handveð", „skuldatryggingu vegna 8 milljarðar króna láns"? Ég er viss um að það sé til íslenska yfir þetta. Það hefði einhver þurft að segja Guðrúnu að það yrði henni ekki til framdráttar að skrifa þennan texta. Hún virðist gjörspillt og ekki vill maður sjá hana komast til áhrifa í borginni með þetta á bakinu og fyrirtæki sem heitir „Miðbæjareignir".

Mbl.is hefði síðan átt að búa til frétt þar sem bakgrunnur málsins er útlistaður og bullið þýtt yfir á mannamál úr þessu fjármálamandarín ársins 2007.


mbl.is Segir sig af lista Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðar eru félagslegar

Um daginn þegar ég fór niður í bæ ætlaði ég á gleðskap i klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins vegna þess að endurbótum á efri hæð hússins var lokið. Því miður var hætt við og gleymdist að láta mig vita.

Úr því ég var komin niður í bæ ákvað ég að kíkja á kaffihús. Fór austurúr eftir Vesturgötu og niður í Kvosina. Þar rakst ég á Gísla hjólamann sem stofnaði ÍFHK með Magnúsi Bergssyni. Hann var á leiðinni í klúbbhúsið að gera við. Við spjölluðum saman um færðina og hjólreiðarnar nokkra stund. Héldum síðan í gagnstæða átt.

Hélt áfram í grænt te í Mál og Menningu á Skólavörðustíg. Þar hitti ég fyrir gamla (ehh. unga) bekkjarsystur úr líffræðinni með dóttur sinni. Þær voru á bæjarrölti. Hef ekki hitt hana lengi.

Það er svona. Þegar maður heldur að eitthvað sé misheppnað þá gerist eitthvað skemmtilegt og óvænt. Það er að vísu meiri líkur á að hitta lifandi fólk sem maður getur átt samskipti við því nær sem maður er miðbænum. Þótt oft geti verið gaman að spjalla við bílstjóra á ljósum þegar maður er á hjóli eru alltof fáir sem gefa sig á tal við mann þannig. Maður kann ekki alveg við að banka á gluggann hjá þeim en kannski ætti maður að gera það?

Ég fer oftar um austurhluta borgarinnar á leið til og frá Mosfellsbæ og heim  á Kársnes. Oft hef ég veifað hjólreiðamönnum hinum megin á Vesturlandsveginum en það er óhægt um vik að hjóla yfir fjórar akreinar og miðeyju til að tala við fólk á leiðina í gagnstæða átt. Kannski dálítið "nöttað" líka. Það eru örugglega einhverjir á sömu leið og ég en þeir eru líka á svipuðum hraða þannig að líkurnar á að sjá þá eru ekki miklar. Það gerðist samt um daginn að ég hitti konu á Stórhöfða (þ.e. götunni ekki veðurathugunarstöðinni) sem var að koma frá MATÍS sem er nýflutt á Vínlandsleið. Það var hálfgerður stormur og ég með þennan fína meðvind þannig að ég náði henni. Við fylgðumst að þar til leiðir skildu í Elliðaárdal. Það var mjög skemmtilegt að ræða við þessa ágætu hjólakonu.

Það er um að gera þegar maður er á ferð, að spjalla við þá sem maður hittir. Það gerir lífið svo miklu skemmtilegra. Maður á að minnsta kosti að nikka, veifa eða segja góðan daginn við samferðamenn sína sem maður hittir á förnum vegi.


Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband