Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Nýlega lögðu 6 þingmenn fram frumvarp um að leyfa hægri beygja á móti rauðu ljósi. Þetta eru þingmennirnir Árni Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Pétur H. Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson.
Samskonar frumvarp hefur marg oft verið lagt fram og alltaf hafnað. Hægt er að skoða umsagnir við frumvörpin með því að velja "Þingskjal", "Ferill málsins" og síðan "Innsend erindi". Flestir umsagnaraðilar sem mark er á takandi hafa lagst gegn þessum frumvörpum vegna þess að líklegt er að þessi breyting myndi fjölga umferðarslysum, eignatjónum á bílum og meiðslum gangandi og hjólenda vegaferenda. Það hafa niðurstöður bent til þar sem þessi breyting hefur verið skoðuð.
Athygli bílstjóra sem beygir til hægri er jafnan á umferð sem kemur frá vinstri og honum hættir því til að taka ekki eftir gangandi og hjólandi á gangbraut sem er hægra megin við hann. Ef þar er gangbrautarljós eru vegfarendur þar á grænu ljósi og búast ekki við umferð úr þessari átt þegar þeir fara yfir.
Þetta er því sannkallað frumvarp um fjölgun umferðarslysa fyrir lítin ávinning því oftast nær myndi þetta aðeins hleypa einum bíl fram í hægri beygju en síðan kæmi annar sem ætlar beint áfram og hindrar þá aðra fyrir aftan að taka samskonar beygju. Tímasparnaður yrði hverfandi og hann yrði keyptur með fjölgun umferðarslysa.
Það læðist að manni sá grunur að ofantaldir þingmenn hafi litla von um brautargengi frumvarpsins en eru fyrst og fremst að slá sig til riddara í augum sumra kjósenda. Væri tíma Alþingis betur varið eftir hrun í eitthvað annað en að flytja aftur og aftur sama frumvarpið sem hefur hlotið neikvæðar umsagnir í þeirri von að einhvern tímann sofni menn á verðinum og gleymi að andmæla vitl.. úr þingsölum?
Bílar og akstur | 11.1.2011 | 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ríkisháskólarnir hafa farið fram á 20.000 kr. hækkun innritunargjalda úr 45.000 í 65.000 en ekki fengið heimild til þess frá menntamálaráðherra og í kjölfarið boða þeir niðurskurð á skólastarfi. Innritunargjöld eru samkvæmt orðanna hljóðan gjöld til innritunar og eiga því að standa undir kostnaði við ýmiskonar utanumhald í tengslum við skráningu og umsýslu við hvern nemenda. Ef kostnaðurinn við það er hærri en 45.000 kr er ekki nema sjálfsagt að skólarnir fái leyfi til að hækka innritunargjöldin. Vandséð er þó að það ætti að hafa áhrif á kennslu eða skólastarf. Það er eitthvað annað sem útaf stendur þar. Skólana vantar e.t.v. hærri framlög á fjárlögum, leyfi til að taka upp skólagjöld eða þeir þurfa að sníða sér stakk eftir vexti og takmarka aðgang að skólunum. Það kemur semsagt ekki allt fram í fréttinni.
Ýmislegt bendir þó til að skólana vanti ekki peninga. Þeir veita til dæmis allir nemendum og kennurum ókeypis bílastæði. Þó getur engin haldið því fram að þessi stæði séu ókeypis né landið sem fer undir þau. Þau hafa öll verið borguð af skólunum eða af fasteignapeningum þeirra og leggja þar með fjárhagslegar byrðar á rekstur skólanna. Undantekningin er kannski HR en þar kostaði Reykjavíkurborg gerð bílastæðanna á lóð HR. Þar liggja bestu upplýsingarnar fyrir um kostnaðinn sem af bílastæðum hlýst. Þau munu hafa kostað um 300 milljónir króna skv. áætlun. Til viðbótar var reistur heill vegur fyrir um 500 milljónir króna til að koma umferð í skólann. Lífsstíll þeirra sem mæta á bíl í HR var niðurgreiddur um 300 milljónir fyrir stæðin og er það skattlaus og gjaldfrí niðurgreiðsla á einum ákveðnum samgöngumáta umfram aðra samgöngumáta. Þá mætti telja Nauthólsveg með í dæminu og nemur þá niðurgreiðslan allt að 800 milljónum króna.
Sjaldan launar þó kálfurinn ofeldið. Nemendur (og kennarar?) þökkuðu fyrir sig með því að leggja á gróðureyjum milli bílastæðanna þannig að menn neyddust til að reisa moldargarða til að hindra að bílum yrði lagt þar.
Niðurgreiðslur á lífsstíl þeirra sem mæta á bíl í ríkisháskólana er samskonar en tölurnar liggja ekki uppi á borðinu þar.
Við erum flest sammála um að borga að langmestu leyti fyrir skóla og sjúkrahús með skattgreiðslum okkar og það er talið það sjálfsagt að það hefur meira segja verið sett í lög. Þó borgum við komu- og innritunargjöld og talað er um kostnaðarhlutdeild notenda þar. Hafið þið heyrt talað um kostnaðarhlutdeild þeirra sem nota bílastæði?(1) Það sem virðist skipta skólana meira máli en jafnræði til náms er jafnræði til bílastæða. Þó kveða engin lög á um skyldu til að útvega mönnum ókeypis bílastæði, hvorki fyrir nemendur eða kennara.
Hvernig væri að hætta að niðurgreiða þennan lífsstíl, að mæta á bíl í skólann? Það er einfaldlega hægt að taka 15.000 kr. gjald á hverri önn fyrir bílastæði og þar með gætu skólarnir fengið sömu upphæð og þeir fengju með hækkun innritunargjalda. Sennilega er sanngjarnt gjald fyrir einfalt bílastæði til að standa undir landverði, gerð og rekstri í langtímaleigu í kringum 30.000 kr. á ári. Í miðborginni er dæmi um að starfsmenn fái 68.000 kr. á ári í skattlaus hlunnindi til að þeir geti greitt fyrir bílastæði.
Þurfa skólar sem ákveða að niðurgreiða lífsstíl nemenda og kennara um 30.000 kr. á ári að hækka innritunargjöld um 20.000 kr. á ári? Ég held ekki. Úr því skólarnir geta sólundað þessum peningum í bílastæði sem þeir afhenda endurgjaldslaust þurfa þeir varla að hækka innritunargjöld.
Stæðin í HR kosta 300 milljónir króna.
En hvað kosta stæðin í Háskóla Íslands?
Svona launar kálfurinn ofeldið.
Og svona líka
Það er langt að ganga fyrir lúin bein.
Þannig að það er best að leggja alveg við skólann.
Til að koma í veg fyrir að bílum sé lagt á graseyjum þarf að reisa garða næst skólanum.
Hvað skyldi hvert stæði kosta fyrir reiðhjól?
1. Á höfuðborgarsvæðinu eru talin vera nokkur hundruð þúsund bílastæði sem ekki eru við heimili. Um 1% þessara stæða eru með gjaldskyldu. Þau eru í miðborginni og skammtímastæði við Landspítalann og í boganum við Háskóla Íslands. Hvers vegna er sjálfsagt að niðurgreiða bílastæði á Íslandi? Áætla má að niðurgreiðslur með bílastæðum nemi nokkrum milljörðum króna á ári.
Skráningargjöld mun lægri en skólagjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 7.1.2011 | 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu