Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Hvað skyldi sorphirða og sorpförgun kosta?

Skyldi vera erfitt að reikna út hvað sorphirða og sorpförgun kostar og láta íbúa borga kostnaðarverð eins og þeim ber? Það virðist vera samkvæmt þessu. Er gjaldtakan ekki miðuð við kostnaðarútreikninga og þarf þá eitthvað að deila um gjaldtökuna?

Það væri gaman ef borgin myndi láta reikna út raunverulegt verð og taka gjöld í samræmi við kostnað. Núna er sorphirða og sorpförgun sennilega niðurgreidd með öðrum sköttum og öðrum gjöldum. Ef ég ætti að giska myndi ég halda að íbúar greiddu ekki meira en u.þ.b. 50% af kostnaði við sorpið með sorphirðugjöldunum. Að sama skapi er sennilega vatnsgjald á íbúðir um 100-200% of hátt miðað við kostnað við vatnsöflun og dreifingu en það að sama skapi líklega niðurgreitt til stórnotenda.


mbl.is Gjaldskrá fyrir sorphirðu hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega Mossad

Þetta vekur spurningar um hvort allir megi myrða þá sem þeir vilja eða bara sumir?
mbl.is Íranskur vísindamaður myrtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Armeni

Nú er Armenía loks sjálfstæð eftir fall Sovétríkjanna.

Vera Armeníu í Sovétríkjunum varð þjóðinni kannski til meira happs en flestra annara þjóða sem þar lentu undir því að öllum líkindum hefðu Tyrkir klarað þjóðarmorðið á Armenum ef þeir hefðu ekki komist í skjól.


mbl.is Sögufrægur sovéskur njósnari látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur blettur í sögu Finlands

 Finska borgarastríðið sem stóð frá 27. janúar til 5. maí 1918 er svartur blettur í sögu Finlands.

Í stríðinu og í fangabúðum eftir lok stríðsins dóu tæplega 37.000 manns. Flestir voru teknir af lífi af aftökusveit eða dóu í fangabúðum hvítliða eftir striðið. Börnin sem hérna er sagt frá eru hluti þeirra sem dóu í fangabúðunum. Konur voru einnig teknar af lífi af aftökusveitum og settar í fangabúðir þar sem börnin þeirra dóu með mæðrum sínum. Aftökusveitir hvítliða drápu um 5 sinnum fleiri en aftökusveitir rauðliða.

Í töflunni hér að neðan er samantekt yfir fjölda þeirra sem dóu í stríðinu og eftir að því lauk, tekin af Wikipediu.

Tafla  

 

 

 

 

 

Þess má geta að um 75.000 rauðliðar voru settir í fangabúðir. Af þeim dóu 12-13.000 manns af slæmri meðferð, hungri og vosbúð. Um 16% fanganna dóu því í fangavist sem var ekki lengri en 6-12 mánuðir. Þetta er svakaleg dánartíðni og jafnast á við margar alræmdar fangabúðir á öðrum tímum og öðrum stöðum.

Það má líka geta þess að stríðsárið 1941 þegar finnar réðust á Sovétríkin í samvinnu við þjóðverja settu þeir um 64.000 rússneska stríðsfanga í fangabúðir og af þeim létust 15.000 á fyrsta árinu. Það er um 23% fanganna eða tæplega fjórði hver fangi.

Hvít aftökusveit skýtur rauðliða i Länkipohja.

 Hvít aftaka í finska borgarastríðinu

 

 

 

 

http://commons.wikimedia.org/wiki/File:FiringsquadLankipohja.jpg

 



mbl.is Þúsund börn létust í finnskum fangabúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband