Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Lausnin er augljós

Þjóðgarðinn á Þingvöllum vantar fé til nauðsynlegra framkvæmda. Hann rekur stór bílastæði og þarf enn að bæta við þau en það er ókeypis að leggja í bílastæðin á Þingvöllum.

Lausnin er einfaldlega að láta notendur bílastæðanna borga sanngjarnt gjald fyrir að leggja bílum og rútum í bílastæðin á Þingvöllum.

Skapa þarf umgjörð utan um þetta og banna með lögum eða samþykkt að bílum sé lagt annarsstaðar en í merkt bílastæði innan marka þjóðgarðsins. Gjaldtakan á þessum merktu bílastæðum er stillt af með tilliti til eftirspurnar. Það má vera ókeypis að leggja í malarstæði fjarst fjölmennustu stöðunum en gjaldið á vinsælustu stöðunum gæti verið 2-300 kr. á klukkutímann.

Þannig væri hægt að fara langt með að leysa úr fjárhagsvanda Þjóðgarðsins. Þó það sé ókeypis að heimsækja þjóðgarðinn þarf ekki að vera ókeypis að nýta þá þjónustu og aðstöðu sem er útbúinn á staðnum.


mbl.is Bílastæðaskortur á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki við öðru að búast

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hlýtur að vera hærri en af verðtryggðum lánum vegna hraðari endurgreiðslu. Þegar almennir vextir hækka á ný munu vextir á óverðtryggðum lánum líka hækka til samræmis og þyngja greiðslubyrðina enn frekar þar sem greiða þarf vextina jafnharðan en þeir safnast ekki ofan á höfuðstólinn að hluta eins í verðtryggðum lánum. Það er varla von til þess að eigendur fjármagns eins og lífeyrissjóðirnir vilji lána það út til að tapa á því.

Það virðist mörgum erfitt að skilja að efnahagslögmál gilda á þessu landi eins og öðrum. Ef lánsfé eykst  í umferð eða verður ódýrara eykst eftirspurnin eftir húsnæði og það hækkar í verði og eftir sitja lántakendur með hærri greiðslubyrði að öllu óbreyttu þegar aðstæður breytast.

Það þarf að finna jafnvægi milli framleiðslukostnaðar á nýju húsnæði og greiðslubyrði almennings til langframa. Byggja þarf fjölbreyttari íbúðir en hefur verið gert og af öllum stærðum. Mun meiri áherslu þarf að leggja á ódýrari minni íbúðir á þéttingarsvæðum nálægt allri þjónustu til að gera auðveldara fyrir yngra fólk að kaupa sína fyrstu íbúð, eða leigja þær.

 


mbl.is Óverðtryggt of dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki rányrkja?

Þetta hlómar nú meira eins og rányrkja heldur en sjálfbær nýting að mínum dómi.

Er það ekki tómt rugl að leyfa þessum fyrirtækjum að virkja áfram ef þetta er svona skammsýn nýting?


mbl.is Hverahlíð ber af sem lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki sammála þessu

Mér finnst borgin alls ekki líta illa út að þessu leyti. Umhirða og rusl er alls ekki verra en áður að mínum dómi.

Hvað varðar grassláttinn finnst mér það til fyrirmyndar að slá sjaldnar. Mér finns óslegnar grasflatir fallegri en slegnar og fjölbreyttari. Það ætti frekar að draga úr slætti og leyfa framvindunni að eiga sér stað. Borgin yrði fallegri og fjölbreyttari fyrir vikið. Menn hafa síðustu áratugi sífellt verið að teygja sig lengra í umhirðu opinna svæða og það er miður. Ég bloggaði um svipaða frétt fyrir nokkru.


mbl.is Óska eftir átaki í grasslætti og umhirðu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband