En það virðist engin vilja beita henni hér á landi. Í staðinn er leitað langt yfir skammt að töfralausnum, náttúrupassa, gjaldtaka landeigenda o.s.frv. o.s.frv. Allt lausnir sem sennilega eru dæmdar til að mistakast eða vera í ósátt við almenning og ferðamenn og landeigendur.
Lausnin var fundinn upp 1935 og felst í því að notendur bílastæðana og í þessu tilvik annarar þjónustu á ferðamannastaðnum greiði fyrir þjónustuna sem slíka með gjaldskyldu á bílastæðum. Bílastæði sem þurfa hvort eð er að vera til staðar því nánast allir koma akandi annaðhvort í einkabílum eða rútum.
Ég hef áður fjallað um hvað þarf að koma til að þetta verði framkvæmanlegt hér og hér.
Bílahjörðinni beitt á gróið land við Víti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 22.7.2014 | 10:22 (breytt kl. 10:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni af síðustu sveitarstjórnarkosningum er ekki úr vegi að birta aftur grein, sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 14. desember 2012.
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið þann 28. nóvember s.l. og spyr hvort á Íslandi séu verstu stjórnmálamenn í heimi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé nú varla en að íslenskir stjórnmálamenn séu almennt undir meiri smásjá en erlendir starfsbræður þeirra. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við málflutninginn hvað varðar stjórnmálamennina en hnýt um það sem hann segir um kjósendur. Orðrétt segir hann:
... eru gerðar miklar kröfur til stjórnmálamanna af kjósendum þeirra. Þeim er falið mikið vald í okkar umboði og við ætlumst til þess að þeir fari vel með það. Ef þeir gera það ekki er það óviðunandi þó að mismikið sé gert af þvi að veita þeim aðhald í þeim efnum sem er í raun hlutverk kjósenda í lýðræðislegu þjóðfélagi ...
Ég er alls ekki viss um að þetta sé rétt, þ.e., að kjósendur geri miklar kröfur til stjórnmálamanna og að kjósendur ætlist til þess að þeir fari vel með vald. Mér finnst ýmislegt benda í þveröfuga átt. Margir kjósendur virðast fremur ætlast til þess að stjórnmálamenn misfari með vald, hygli ákveðnum öflum, fari í manngreinarálit við úthlutun gæða og moki undir einstaklinga og fyrirtæki að geðþótta. Svona framkoma stjórnmálamanna vekur jafnvel meiri aðdáun heldur en hitt, a.m.k. í ákveðnum hópi og er sá hópur ekki alltaf lítill. Það sem virðist skipta marga meira máli er að geta þegið greiðana og að fíla sig sem buddies í þessu kerfi, vera partur af klíkunni eða vinningsliðinu. Þegar upp um svona háttalag kemst vekur það yfirleitt litla athygli og enn minni hneykslan almennings sem tekur því með jafnaðargeði og finnst þetta bara eðlilegt. Með vandaðri skoðanakönnun væri svo sem auðvelt að kanna hug almennings til þessarar íslensku gerðar af spillingu til að komast að hinu sanna um hvaða kröfur almenningur gerir til stjórnmálamanna. Það væri áhugaverð könnun.
Spillingin íslenska er sennilega mest á sveitarstjórnarstiginu, sem er það svið stjórnmálanna sem er minna undir smásjá fjölmiðla og almennings. Þrátt fyrir það má benda á mýmörg dæmi úr stóru bólunni sem litla athygli fékk og vakti enn minni hneykslan. Ég held það séu ekki ýkjur ef því er haldið fram að mörg mál, sem upp komu á þessum árum, hefðu í nágrannalöndum okkar leitt til afsagnar viðkomandi stjórnmálamanns og rannsóknar lögreglu. Þar kemur sennilega til að engin aðili telur sig hafa frumkvæðisskyldu að rannsókn svona brota hér á landi og laga umhverfið er of veikt að þessu leyti. Til dæmis hefur það engar afleiðingar þó stjórnsýslulög séu brotin við úthlutun gæða sem hlaupa á milljónum eða milljónatugum.
Þá er þáttur fjölmiðla stór því þeir virðast forðast það eins og heitan eldinn að taka þessi mál upp, hugsanlega vegna tengsla við stjórnmálaöfl og auglýsendur.
Birtar blaðagreinar | 6.6.2014 | 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grein í Morgunblaðinu sem birtist 6. ágúst 2013.
Ókeypis matur í boði þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Á Mbl.is birtist merkileg frétt 16. júlí s.l.[1].
Sagt var frá því að um 500.000 manns heimsæki Þingvelli á ári hverju og þiggi þar ókeypis máltíð en maturinn dugi ekki fyrir alla. Því var sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að bjóða öllum áfram upp á ókeypis mat en umsókninni var hafnað. Lausnin hjá þjóðgarðinum er að óska eftir fjárveitingu frá ríkisstjórninni af fjáraukalögum til að hægt sé að bjóða öllum ókeypis að borða áfram.
Gestir ættu að borga sjálfir fyrir matinn.
Ég er með miklu einfaldari lausn á málinu. Láta fólkið sem kemur þarna borga sjálft fyrir matinn sem það borðar. Stjórnvöld ættu að reka af sér slyðurorðið og rukka gesti fyrir veitta þjónustu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það á ekki að senda þennan reikning á almenning.
Ókeypis fyrir notandann en greitt af samfélaginu.
Glöggir lesendur átta sig því að máltíðir og matur er hér notað í staðinn fyrir bílastæði. Af einhverjum óskýrðum ástæðum hafa bílastæði orðið að sjálfkrafa gæðum sem öllum er boðið uppá ókeypis og að því er virðist í takmarkalausu magni. Það eru ekki stjórnarskrárvarinn réttindi að fá ókeypis bílastæði, né heldur stendur það í lögum.[2] Upphæð gjalds fyrir bílastæði á Þingvöllum getur verið jafngildi ódýrrar máltíðar á skyndibitastað og hversvegna ætti það að vera ókeypis?
Fyrirkomulag gjaldtöku.
Til að koma á gjaldskyldum stæðum á Þingvöllum þarf að banna bílastöðu nema í merktum stæðum t.d. í lögum um þjóðgarðinn. Gjaldtaka fyrir bílastæði á Þingvöllum ætti að vera í samræmi við eftirspurn, þ.e. ókeypis í malarstæðum fjærst vinsælustu stöðunum en dýrast við vinsælustustu staðina. Timagjald mætti lækka með lengri stöðu bíls t.d. við tjaldstæði. Taka ætti hátt aukastöðugjald til að koma í veg fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða. Gjaldtaka fyrir bílastæði ætti að lágmarki að standa undir gerð og viðhaldi bílastæða í þjóðgarðinum en mætti vera hærra til að standa undir öðrum framkvæmdum eins og stígagerð. Margskonar tæknibúnað er hægt að nota við gjaldtökuna sem er öruggur og þægilegur í notkun.
[1] http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/07/16/bilastaedaskortur_a_thingvollum/
[2] http://tiny.cc/hhgd0w, http://tiny.cc/qigd0w
Birtar blaðagreinar | 6.6.2014 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef mjög góða reynslu af að fara með hjólið í strætó og hef aldrei lent í vandræðum eða verið rekinn út. Það er eins og segir í fréttinni að "oftast vinna farþegar saman að því að allir komist á áfangastað". Það hefur undantekningarlaust verið góð samvinna við aðra farþega í strætó og sérstaklega þá farþega sem eru með hjól eða barnavagna. Flest hafa verið fjórir farþegar með reiðhjól í strætó þegar ég hef verið á ferð.
En hver er ykkar reynsla?
Fleiri hjólreiðamenn í strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 5.6.2014 | 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það kom fram að kostnaður við að bæta aðstöðuna væri líklega um 45 milljónir kr. í frétt í júli 2013. Hver á að borga það, skattgreiðendur eða notendur bílastæðanna?
Ég bloggaði um fréttina í fyrra og sagði að það væri eðilegt að notendur bílastæðanna borgi framkvæmdina með stöðugjöldum fyrir bíla á bílastæðum þjóðgarðsins á ÞIngvöllum. Vona að það verði gert sem fyrst.
Þó það sé ókeypis að heimsækja þjóðgarðinn þarf ekki að vera ókeypis að nýta þá þjónustu og aðstöðu sem er útbúinn á staðnum.
80 stæða bílaplan við Almannagjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 4.6.2014 | 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst rétt að kæra svona ummæli.
Þeir sem láta þau falla þurfa að sæta ábyrgð.
Kærir hatursfull ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 3.6.2014 | 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það kemur á óvart hvað þessi hugmynd er framsækin um betri nýtingu lands. Það er sjáfsagt að skoða það á Melunum eins og í öðrum hverfum borgarinnar hvort hægt sé að nýta land betur en nú er gert. Það sem kemur á óvart er að frumkvæðið virðist koma frá borginni um að íbúar á þessum lóðum geta bætt nýtingu á lóðum sínum og væntanlega haft fjárhagslegan ávinning af því fyrir sig. Þeir gætu þá selt byggingarréttin á þessum hluta af lóðinni sinni undir þéttari byggð og komið bílastæðum í meira mæli fyrir í bílakjöllurum. Ég sé ekki eftir því þótt bílskúrar eða bílastæði hverfi og íbúar græði. Það er hið besta mál.
Þessa leið mætti fara mun víðar í borginni þar sem eru lítið nýttar lóðir og bílastæði. Þétta byggð, láta bílastæði taka minna pláss og búa til betri garða við blokkir í borginni sem eru fýsilegri til útivistar. Allir græða, þeir sem flytjast í nýjar íbúðir, þeir sem eiga (eða leigja) lóðirnar, verktakarnir sem byggja og borgin sjálf. Þetta er tækifæri til að endurnýja hverfin og nýta betur innviði eins og skóla og leikskóla og styrkir verslun og þjónustu í hverfunum.
Ráðist á rótgróið hverfi Vesturbæjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 25.4.2014 | 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarna hefði verið eðlilegt af blaðamanni að leita álits forsvarsmanna annarra fyrirtækja og almennings og rekja nokkrar staðreyndir, frekar en að láta duga að láta einn óánægðan blása. Mig grunar að þeir sem eru óánægðir með breytingarnar í Borgartúni séu hávær minnihluti. Flestir við götuna eru líklega ánægðir með breytingarnar enda lyfta þær henni upp og gera hana mun eftirsóknarverðari og þar með verðmætari. Af staðreyndum má benda á að akreinum var ekki fækkað í Borgartúni og þetta voru örfá stæði sem voru tekin undir gangstétt og hjólastíg og þau stæði voru ekki við Borgartún 6.
Það er skiljanlegt að það sé óþægilegt að hafa ekki stæði fyrir viðskiptavini en það er þó fyrst og fremst vandamál Ámunda og annara í Borgartúni 6 en ekki samfélagsins. Fyrirtækin í Borgartúni 6 þurfa einfaldlega að skipuleggja sín bílastæði þannig að þau nýtast viðskiptavinum og stýra notkun þeirra. Það er nóg af þeim bakvið húsið en ef þau eru alltaf full af bílum starfsmanna gagnast þau ekki viðskiptavinum.
Stofnanir og fyrirtæki í Borgartúni ættu að taka upp samgöngusamninga á vinnustað og hvetja starfsmenn til vistvænni samgangna. Þau gætu líka tekið upp gjaldskyldu fyrir bílastæðin og þar með myndu þeir starfsmenn sem búa skammt frá hætta að keyra í vinnuna, og ganga, hjóla eða taka strætó í staðinn. Húsfélög við Borgartún gætu þess vegna tekið sig saman um að reka bílastæðin á sínum lóðum sameiginlega og með því bæta nýtingu þeirra og stjórna betur framboði á bílastæðum.
Eins og sjá má á mynd af Borgartúni er fátt annað þar en hús, bílastæði og gata. Er verra að hafa líka góða gangstétt, hjólastíg og tré?
Íhuga flutning úr Borgartúninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.4.2014 | 16:07 (breytt kl. 16:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er augljóst mál að það hefði verið hægt að byggja þessar brýr með ódýrari hætti en það hefði líklega ekki munað mjög miklu ef þetta er borið saman við kostnað við aðrar framkvæmdir. Það var líka lagt upp með að brýrnar yrðu flottur "arkítektúr" og minnisvarði og þeir sem hafa skoðað brýrnar líst vel á þær og þær eru mikil samgöngubót á þessarri leið.
Nýjasta skýrsla Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar er frá 2011 og þar má sjá raunkostnað eða kostnaðaráætlun við hin ýmsu verk. Til dæmis kostar göngubrú yfir Vesturlandsveg með stuttum stígbútum um 104 milljónir króna. Undirgöng fyrir akandi og gangandi undir Reykjanesbraut við Straumsvík kosta um 305 milljónir króna. Það er þá á verðlagi þess árs býst ég við þannig að bæta þarf um 4% verðbólgu á ári upp á núvirðið. Svona geta menn skoðað kostnað við hinar ýmsu framkvæmdir ef áhugi er fyrir hendi.
Af einhverjum ástæðum hefur þó kostnaður við þessa framkvæmd vakið sérstakan áhuga ýmissra aðila en þeir virðast ekki hafa jafn mikin áhuga á að fjalla um kostnað við aðrar framkvæmdir.
Göngubrýrnar kostuðu 264 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 8.1.2014 | 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það kostar mikið að eiga og reka bíl og því kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Þetta er flott ritgerð hjá þessum nemanda. Þarna koma allar forsendur fram og þannig geta menn skoðað hana í þaula og metið forsendurnar.
Það mætti auðvitað bæta við fleiri stærðum eins og áhrif hjólreiða á heilsufar og lífslíkur og sparnaði við aðra líkamsrækt og þá yrði það enn hagstæðara að hjóla. Dönsk langtímarannsókn sýndi t.d. fram á að að danir sem hjóluðu úr og í vinnu lifðu að meðaltali um 5 árum lengur, að mig minnir, en þeir sem ekki hjóluðu til vinnu. Þá er ekki nóg með að þessi hreyfing bæti árum við lífið heldur bætir hún líka lífi við árin því þeir sem hjóla eru að jafnaði virkari og hraustari fram eftir aldri en sambærilegur hópur sem keyrir allra sinna ferða.
Því miður er sá hópur ansi stór sem fær ríkulegan stuðning við rekstur á bíl í formi ökustyrkja og bílahlunninda, sem ekki eru skattlagðar eins og aðrar launatekjur. Sá hópur missir hreinlega spón úr aski sínum ef hann hættir að keyra í vinnuna. Ekkert er eins sterkur hvati til aksturs eins og að fá borgað fyrir aksturinn! Frí bílastæði er ekki eins sterkur hvati enda fá menn ekki beinlinis greitt fyrir þau þótt sumir fái skattlausar greðslur til að greiða fyrir bílastæði í miðbænum. Maður gæti spurt sig hvort ekki myndu fleiri hjóla ef þeir fengju skattlausa jafn háa hjólastyrki og bílastyrkir eru, sem á þessu ári eru yfir 300.000 skattfrítt samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra.
Það væri mjög áhugavert ef skattmat ökustyrkja og bílahlunninda væru skoðað af nemendum í viðskipta- og hagfræði með það í huga hvaða áhrif þessir skattalegu hvatar hafa á samgönguval og kostnað við samgöngur.
Tímafrekara að keyra en að hjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.11.2013 | 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu