Þar er sjálfsagt mál að hafa gjaldskyldu á bílastæðum við HÍ, HR og Landsspítalann. Notendur ættu auðvitað að greiða fyrir þá þjónustu sem bílastæðin eru. Það er ekki ókeypis að byggja bílastæði og þau taka verðmætt pláss sem væri hægt að nýta undir byggingar eða garða.
Staðsetning bílastæðana skiptir líka máli. Núna eru bílastæðin látin umkringja byggingar eða höfð miðsvæðis og lengja þar með oft aðkomuleiðir fyrir aðra sem sækja þjónustuna sem þessar stofnanir veita. Betra væri að hafa bílstæðin á jaðrinum og helst samsíða stofnbrautunum sem bílarnir nýta. Þannig væri greiðari aðgangur að byggingunum og umferð væri mest við stofnbrautirnar en þyrfti síður að leita alveg upp að húsunum.
Upphæð gjaldsins þyrfti í raun ekki að vera há til að hafa afgerandi áhrif á ferðavenjur margra. Lágt gjald myndi mjög draga úr akstri þeirra sem búa í um 500 m til 3 km fjarlægð frá þessum stofnunum. Þótt mörgum þyki það galið að keyra 500 m eru samt margir sem gera það vegna þess að á endastöð bíður ókeypis bílastæði. Aðrar hvatir geta líka ráða einhverju um að þeir keyra í vinnuna eins og að sýna þjóðfélagslega stöðu sína með bílnum sínum. Lágt gjald myndi líka hafa talsverð áhrif á þá sem búa fjær og hlutfalll þeirra sem sleppa bílnum og hjóla eða taka strætó eða fá far myndi aukast umtalsvert jafnvel á lengri vegalengdum.
Menn mundu halda að það væri mjög sterkt samband milli ferðamáta og fjarlægðar frá vinnustað. Ég þekki það á frekar fjölmennum vinnustað í Reykjavík að það var ótrúlega lítið samband milli fjarlægðar frá vinnu og vals á ferðamáta. Þeir sem hjóluð í vinnuna voru í raun ekki mikið líklegri til að búa nálægt vinnustaðnum. Það er, menn hjóluðu jafnt þótt fjarlægðin væri 1 km eða 10 km í vinnuna.
Ég mundi því endilega hvetja til þess að gjaldskylda væri tekin upp sem fyrst en að hún mætti alveg vera lág, segjum t.d. 50 kr/klst.
Munum það að sjaldan launar kálfurinn ofeldið og virðing fæst með verði.
Vilja nemendur greiða 700 krónur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2013 | 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það væri líkast til einfalt mál að taka gjald á bílastæðinu við Geysi og láta það standa undir viðhaldi svæðisins. Það er ekki 100% í eigu ríkisins.
Það væri líka sanngjörn leið því auðvitað eiga þeir sem koma og skoða svæðið að standa undir rekstri þess. það er ekki hlutverk skattgreiðenda að niðurgreiða upplifun ferðamanna á Geysisvæðinu.
Ég hef frekar takmarkaða trú á náttúrupassa. Það er eðlilegra að það sé tekið gjald fyrir þjónustuna á hverju svæði fyrir sig og það gjald sé látið standa undir rekstrinum við bílastæði, klósett, sorphirðu, göngustíga og svo framvegis.
Ekkert gjald án samþykkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 30.10.2013 | 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í meðfylgjandi samantekt er fjallað um fjölda fólksbíla á landinu, fjölda fólksbíla á hverja 1.000 íbúa og meðalaldur fólksbílaflotans. Allt eru þetta hugtök sem stundum heyrast í almennri umræðu og eru hluti af opinberri tölfræði sem stundum er hent á lofti og borin saman við útlönd.
Á Íslandi eru tölur um fólksbílaeign miðaðar við fjölda skráðra fólksbíla. Evrópusambandið og aðildarlönd þess og kannski flest lönd gefa hinsvegar upp tölur um bílaeign sem fjölda bíla í umferð. Það gerir og ACEA, Samtök Evrópskra bílaframleiðanda.
Nauðsynlegt er að útskýra tvö lykilhugtök.
Bíll á skrá: er bíll sem hefur verið skráður í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu (Umferðarstofu) og hefur ekki verið afskráður. Fjöldi fólksbíla á skrá eru allir fólksbílar sem eru í ökutækjaskrá.
Bíll í umferð: er bíll sem er á ökutækjaskrá og er á númerum og má vera í umferð. Hægt er að taka bíl af númerum og er hann þá áfram í ökutækjaskrá en ekki þarf að greiða af honum tryggingar né flest opinber gjöld og hann er þá ekki talinn í umferð.
Í greininni er komist er að þeirri niðurstöðu að vegna þess að fólksbílaeign á Íslandi hefur verið miðuð við bíla á skrá en ekki bíla í umferð hefur fjöldi fólksbíla á Íslandi verið ofmetinn um að lágmarki 15%. Fjöldi fólksbíla var sennilega um 550 en ekki 646 á hverja 1.000 íbúa árið 2011. Af sömu ástæðu er meðalaldur fólksbílaflotans líklega ofmetin um u.þ.þ. 2 ár. Meðalaldur fólksbíla á skrá var 11,95 ár í lok árs 2012 en í könnun í september 2013 var meðalaldur fólksbíla í umferð áætlaður 8,94 ár. Samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu var meðalaldur fólksbíla skrá 12,5 ár en meðalaldur fólksbíla í umferð 10,6 ár, þann 31. okt. 2013. Í samanburði við bílaeign í EB færist Ísland úr 2. sæti í 6. sæti hvað varðar fjölda fólksbíla á 1.000 íbúa (merkt 2. mynd að neðan). Í samanburði við meðalaldur fólksbíla í EB færist Ísland úr 2. sæti yfir hæstan meðalaldur fólksbíla niður í nálægt meðaltali yfir meðalaldur fólksbíla í EB (merkt 3. mynd að neðan).
Greinina geta menn skoðað með að hala hana niður og þar er vísað í heimildir.
Bílar og akstur | 19.10.2013 | 00:35 (breytt 4.4.2014 kl. 16:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kannski ætti Snorri Waage eigandi skrifstofuhúsnæðis í Brautarholti bara að skaffa bílastæði á eigin lóð fyrir sína viðskiptavini og starfsfólk?
Ef málið er að hann og aðrir húseigendur í Brautarholti hafa áhyggjur af því að óviðkomandi leggi í stæði við þeirrra hús ættu þeir kannski að huga að bílastæðastjórnun fyrir sig og koma þannig í veg fyrir að óviðkomandi leggi í stæðin.
Nú ef stæðin eru í götu og tilheyra Reykjavíkurborg er lítið mál að setja gjaldskyldu á þau stæði til að koma í veg fyrir að stúdentar fylli þau allan daginn. Þeir stúdentar sem fá þarna leigðar íbúðir í framtíðínni verða einfaldlega að bera ábyrgð á sínum bílum og greiða fyrir stæði undir þá.
Það á að hjálpa stúdentum með íbúðir ekki bílastæði.
Segja borgina skapa skort á bílastæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.8.2013 | 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðgarðinn á Þingvöllum vantar fé til nauðsynlegra framkvæmda. Hann rekur stór bílastæði og þarf enn að bæta við þau en það er ókeypis að leggja í bílastæðin á Þingvöllum.
Lausnin er einfaldlega að láta notendur bílastæðanna borga sanngjarnt gjald fyrir að leggja bílum og rútum í bílastæðin á Þingvöllum.
Skapa þarf umgjörð utan um þetta og banna með lögum eða samþykkt að bílum sé lagt annarsstaðar en í merkt bílastæði innan marka þjóðgarðsins. Gjaldtakan á þessum merktu bílastæðum er stillt af með tilliti til eftirspurnar. Það má vera ókeypis að leggja í malarstæði fjarst fjölmennustu stöðunum en gjaldið á vinsælustu stöðunum gæti verið 2-300 kr. á klukkutímann.
Þannig væri hægt að fara langt með að leysa úr fjárhagsvanda Þjóðgarðsins. Þó það sé ókeypis að heimsækja þjóðgarðinn þarf ekki að vera ókeypis að nýta þá þjónustu og aðstöðu sem er útbúinn á staðnum.
Bílastæðaskortur á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 17.7.2013 | 00:37 (breytt kl. 00:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hlýtur að vera hærri en af verðtryggðum lánum vegna hraðari endurgreiðslu. Þegar almennir vextir hækka á ný munu vextir á óverðtryggðum lánum líka hækka til samræmis og þyngja greiðslubyrðina enn frekar þar sem greiða þarf vextina jafnharðan en þeir safnast ekki ofan á höfuðstólinn að hluta eins í verðtryggðum lánum. Það er varla von til þess að eigendur fjármagns eins og lífeyrissjóðirnir vilji lána það út til að tapa á því.
Það virðist mörgum erfitt að skilja að efnahagslögmál gilda á þessu landi eins og öðrum. Ef lánsfé eykst í umferð eða verður ódýrara eykst eftirspurnin eftir húsnæði og það hækkar í verði og eftir sitja lántakendur með hærri greiðslubyrði að öllu óbreyttu þegar aðstæður breytast.
Það þarf að finna jafnvægi milli framleiðslukostnaðar á nýju húsnæði og greiðslubyrði almennings til langframa. Byggja þarf fjölbreyttari íbúðir en hefur verið gert og af öllum stærðum. Mun meiri áherslu þarf að leggja á ódýrari minni íbúðir á þéttingarsvæðum nálægt allri þjónustu til að gera auðveldara fyrir yngra fólk að kaupa sína fyrstu íbúð, eða leigja þær.
Óverðtryggt of dýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 11.7.2013 | 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta hlómar nú meira eins og rányrkja heldur en sjálfbær nýting að mínum dómi.
Er það ekki tómt rugl að leyfa þessum fyrirtækjum að virkja áfram ef þetta er svona skammsýn nýting?
Hverahlíð ber af sem lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 4.7.2013 | 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mér finnst borgin alls ekki líta illa út að þessu leyti. Umhirða og rusl er alls ekki verra en áður að mínum dómi.
Hvað varðar grassláttinn finnst mér það til fyrirmyndar að slá sjaldnar. Mér finns óslegnar grasflatir fallegri en slegnar og fjölbreyttari. Það ætti frekar að draga úr slætti og leyfa framvindunni að eiga sér stað. Borgin yrði fallegri og fjölbreyttari fyrir vikið. Menn hafa síðustu áratugi sífellt verið að teygja sig lengra í umhirðu opinna svæða og það er miður. Ég bloggaði um svipaða frétt fyrir nokkru.
Óska eftir átaki í grasslætti og umhirðu í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 4.7.2013 | 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það virðist næsta auðvelt að leysa þetta vandamál og það er jafnvel í hendi Þingvallanefndar. Ólafur vill 160 milljónir til að stækka bílastæði og bæta aðstöðuna. Afhverju ekki að láta notendur borga fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt með því að taka gjald fyrir bílastæðin?
Í bílastæðasamþykkt þarf að banna stöðu bíla utan merktra stæða í þjóðgarðinum á Þingvöllum og síðan að taka gjald fyrir stæði á stóru bílastæðunum þar sem aðsóknin er mest. Ef menn leggja utan stæða eða greiða ekki fyrir stöðuna má láta þjóðgarðsverði leggja á aukastöðugjald. Til að eiga við bílaleigubíla og útlendinga sem reyna að losna við gjaldtökuna má læsa á bílana með dekkjalásum þannig að engin keyri burt án þess að greiða aukastöðugjaldið.
Öngþveiti framundan á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 19.3.2013 | 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er frekar óhuggulegt hversu margir sem hafa verið sviptir ökurétti halda áfram að aka. Þessi hópur virðist vera mun líklegri til að lenda í slysum og árekstrum en meðalökumaðurinn. Ég veit m.a. um hjólandi sem var ekið á af manni sem var sviptum ökuréttindum og var bílstjórinn í órétti.
Undarlegt að engum skuli hafa dottið í hug í "eftirlitsþjóðfélaginu" að hafa ökuskirteinislás í bifreiðum þannig að ekki sé hægt að ræsa bifreið nema sett sé gilt ökuskirteini í lásinn. Það gæti að mestu útilokað akstur þeirra sem ekki hafa ökuréttindi og vonandi aukið ábyrgðartilfinningu ökumanna þegar þeir setjast undir stýri.
Tæknilega ætti þetta að vera frekar auðvelt og þetta gæti verið skyldubúnaður í nýjum bílum. Þeir sem væru sviptir ökuréttindum ættu þá að vera skyldaðir til að koma svona búnaði fyrir í sínum bíl. Hann gæti og verið þannig forritaður að ekki væri hægt að aka bíl nema með ákveðnum ökuskirteinum í.
Gat vart gengið vegna ölvunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 7.12.2012 | 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu