Hjólað 2011

 Ég hef verið latur að setja inn tölur yfir hjólreiðarnar 2011. Nú skal gerð smá bragarbót á og romsað upp tölum fyrir síðasta ár.

 Ég notaði fjögur hjól árið 2011. Sagt er frá þremur af hjólunum hér. Nýjasta hjólið í safninu er Trek 3900Trek 3900 sem ég fann ónýtt úti í móa og gerði upp. Rétti gjarðir, lagaði legur, skipti um stýri, dekk, slöngur, bremsupúða, keðjur, kassettu, víra og barka. Eftir það var það eins og nýtt.

Tölurnar fyrir árið 2011 eru þessar.

  • Gary Fisher Wahoo     1.082 km
  • Mongoose Sycamore    854 km
  • Trek 2200                       376 km
  • Trek 3900                       463 km
  • Samtals 2011             2.775 km

Þetta er ívið minna en árið 2010 en þá hjólaði ég 4.100 km.

Eftir árið 2010 var ég með frekari umfjöllun um meðalhraða eftir tegund hjóls og árstíma og samanburð við meðalhraða bíla. Þá var umfjöllun um orkuna sem fór í að hjóla og samanburð við bensíneyðslu bíla. Það er ekki ástæða til að endurtaka það hér.

Af öðrum hjólabloggurum sem setja inn tölur fyrir árið veit ég um Bjarneyju Halldórsdóttir. Hún heldur líka skráningu yfir fjöldanum sem hún mætir í hverjum mánuði og hefur þannig besta yfirlit landsins yfir árstíðabreytingar í fjölda hjólandi. Þar toppar hún alla opinbera aðila á Íslandi.

Ágúst Ásgeirsson er annar bloggari sem hefur líka sagt frá sínum tölum síðustu árin á bloggi sínu.

Markmiðið fyrir árið 2012 er auðvitað að hjóla meira en á síðasta ári.


Ætti að refsa fyrir svefnakstur?

Akstur sofandi er sennilega eitt hættulegasta umferðarlagabrotið.

Ætti að refsa fyrir það í samræmi við alvarleikann og dæma menn til sektar og t.d. samfélagsþjónustu?


mbl.is Sofnaði undir stýri og lenti utan vegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg réttur samanburður

Þarna er ekki tekið tillit til fjárbindingar í húsnæðinu hjá þeim sem eiga húsnæðið sjálfir.

Ef maður á t.d. 30 milljóna húsnæði skuldlaust gætu tapaðar vaxtatekjur af þeirri upphæð verið 1,5 milljónir á ári m.v. 5% raunvexti. Forsendurnar skipta auðvitað máli s.s. raunvextir, breytingar á fasteignaverði, kostnaður við viðhald og skattar.

Það er a.m.k. ljóst að eign sem engum vöxtum skilar kostar líka þótt sá kostnaður sé ekki tíundaður hér.

Það væri áhugavert að skoða byggingakostnað íbúðarhúsnæðis og hvernig væri hægt að lækka hann. Líka hvort fasteignaverð endurspegli byggingarkostnað og hvernig best væri hægt að ná jafnvægi milli byggingarkostnaðar og fasteignaverðs þannig að hægt sé að byggja íbúðir sem landsmenn hafi efni á. 


mbl.is 18% af ráðstöfunartekjum í húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færa þarf bílana

Erlendis eru götur víða hreinsaðar reglulega af sópurum. Sérstakar reglur eru um að bíleigendur þurfa að færa bíla sína og hafa götustæði auð þannig að sópararnir komist um.

Væri ekki ástæða fyrir sveitarfélög að setja þannig upp hér á landi? Þá sætum við ekki uppi með möl og sand allt sumarið þar sem bíll stóð í stæði þegar sóparinn átti leið hjá um vorið. Það myndi draga úr svifryki en það er ein tegund loftmengunar sem hefur verið yfir mörkum hér á landi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.


mbl.is Sópa götur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skyldi sorphirða og sorpförgun kosta?

Skyldi vera erfitt að reikna út hvað sorphirða og sorpförgun kostar og láta íbúa borga kostnaðarverð eins og þeim ber? Það virðist vera samkvæmt þessu. Er gjaldtakan ekki miðuð við kostnaðarútreikninga og þarf þá eitthvað að deila um gjaldtökuna?

Það væri gaman ef borgin myndi láta reikna út raunverulegt verð og taka gjöld í samræmi við kostnað. Núna er sorphirða og sorpförgun sennilega niðurgreidd með öðrum sköttum og öðrum gjöldum. Ef ég ætti að giska myndi ég halda að íbúar greiddu ekki meira en u.þ.b. 50% af kostnaði við sorpið með sorphirðugjöldunum. Að sama skapi er sennilega vatnsgjald á íbúðir um 100-200% of hátt miðað við kostnað við vatnsöflun og dreifingu en það að sama skapi líklega niðurgreitt til stórnotenda.


mbl.is Gjaldskrá fyrir sorphirðu hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega Mossad

Þetta vekur spurningar um hvort allir megi myrða þá sem þeir vilja eða bara sumir?
mbl.is Íranskur vísindamaður myrtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Armeni

Nú er Armenía loks sjálfstæð eftir fall Sovétríkjanna.

Vera Armeníu í Sovétríkjunum varð þjóðinni kannski til meira happs en flestra annara þjóða sem þar lentu undir því að öllum líkindum hefðu Tyrkir klarað þjóðarmorðið á Armenum ef þeir hefðu ekki komist í skjól.


mbl.is Sögufrægur sovéskur njósnari látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur blettur í sögu Finlands

 Finska borgarastríðið sem stóð frá 27. janúar til 5. maí 1918 er svartur blettur í sögu Finlands.

Í stríðinu og í fangabúðum eftir lok stríðsins dóu tæplega 37.000 manns. Flestir voru teknir af lífi af aftökusveit eða dóu í fangabúðum hvítliða eftir striðið. Börnin sem hérna er sagt frá eru hluti þeirra sem dóu í fangabúðunum. Konur voru einnig teknar af lífi af aftökusveitum og settar í fangabúðir þar sem börnin þeirra dóu með mæðrum sínum. Aftökusveitir hvítliða drápu um 5 sinnum fleiri en aftökusveitir rauðliða.

Í töflunni hér að neðan er samantekt yfir fjölda þeirra sem dóu í stríðinu og eftir að því lauk, tekin af Wikipediu.

Tafla  

 

 

 

 

 

Þess má geta að um 75.000 rauðliðar voru settir í fangabúðir. Af þeim dóu 12-13.000 manns af slæmri meðferð, hungri og vosbúð. Um 16% fanganna dóu því í fangavist sem var ekki lengri en 6-12 mánuðir. Þetta er svakaleg dánartíðni og jafnast á við margar alræmdar fangabúðir á öðrum tímum og öðrum stöðum.

Það má líka geta þess að stríðsárið 1941 þegar finnar réðust á Sovétríkin í samvinnu við þjóðverja settu þeir um 64.000 rússneska stríðsfanga í fangabúðir og af þeim létust 15.000 á fyrsta árinu. Það er um 23% fanganna eða tæplega fjórði hver fangi.

Hvít aftökusveit skýtur rauðliða i Länkipohja.

 Hvít aftaka í finska borgarastríðinu

 

 

 

 

http://commons.wikimedia.org/wiki/File:FiringsquadLankipohja.jpg

 



mbl.is Þúsund börn létust í finnskum fangabúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sennilega rétt hjá Ögmundi

Það þarf samt ekki að útiloka það að einkaframkvæmdir séu notaðar eða að fjármögnun komi frá einkaaðilum eða lífeyrissjóðum.

Það er einfaldlega hægt að ná til baka kostnaði við framkvæmdina með gjaldtöku. Ef framkvæmdin er arðbær, nauðsynleg og uppfyllir þörf fólks fyrir t.d. samgöngur ætti það að vera lítið mál að innheimta gjöld fyrir notkunina.

Vandinn við sumar þær framkvæmdir sem nefndar hafa verið virðist vera að þær eru ekki arðbærar, nauðsynlegar né uppfylla þörf. Til dæmis virðist ýmsar vegaframkvæmdir með 2+2 vegum vera algjörlega óþarfar og hægt að leysa öryggisþáttin með vegriði í miðjunni og breikkun vegarins til að fá fullnægjandi vegaxlir og vegfláa. Þar sem ekki er hægt að koma við fullnægjandi vegfláa þarf vegrið meðfram veginum.

Lækkun ökuhraða niður í t.d. 70-80 km til samræmis við hönnunarhraða vegarins og umferðareftirlit til að fylgja því eftir væri svo líka til bóta.


mbl.is Einkaframkvæmd dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott verkefni

Fræðsla til ökumanna er af hinu góða og þessum peningum vel varið.

Ég sakna þess samt að lögreglan sé ekki duglegri við umferðareftirlit á þessum götum þar sem er mikil umferð gangandi, hjólandi og akandi. Lögreglan er eini aðilinn sem má sinna umferðareftirliti og meðan hún stendur sig ekki er engin sem getur staðið vaktina.

Koma þarf í veg fyrir of hraðan akstur, að talað sé í síma í akstri og að ökumenn aki yfir stöðvunarlínur á rauðu ljósi og stöðvi ofan á gangbrautum.


mbl.is Ökumenn hvattir til að aka hægar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband