Jafnræði samgöngumáta tryggt?

Þetta er gott framtak hjá Umhverfisráðuneytinu og vonandi á það eftir að stíga frekari skref í sömu átt.

Meðal annarra orða.

Veit einhver hvort skatturinn sé hættur að skattleggja samgöngustyrki eins og strætókort? Síðast þegar ég vissi var samgöngustyrkur fyrir hjól eða strætó (um 40.000 kr) skattlagður eins og venjulegar launatekjur meðan ökustyrkir uppá 2.500 km = 250.000 kr og bílastæði uppá ca. 40.000 - 200.000 kr á ári voru ekki skattlögð.

Bíleigandinn gat fengið allt að 400.000 kall skattfrjálst en þeir sem notuðu hjól eða strætó fengu í besta falli 40.000 kall sem var skattlagður.

Umhverfisráðuneytið og Fjármálaráðuneytið þurfa greinilega að tala saman. Mér finnst lágmark að hætt sé að skattleggja þennan smápening sem þeir sem nota vistvæna samgöngumáta geta fengið í örfáum fyrirtækjum og stofnunum.

Svo má spyrja sig. Er jafnræði samgöngumáta tryggt með þessu?


mbl.is Starfsfólki gefið strætókort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Þetta er ennþá þannig, þ.e. ég var með bílastæðiskort sem var greitt af vinnuveitanda, en var svipt því nýlega vegna lélegrar notkunar.  Þurfti ekki að greiða skatt af því.  Ég er náttúrulega alltaf á reiðhjóli og vinnuveitandi þurfti að greiða fastagjald af bílastæðiskortinu sem ég var ekki að nota.  Ég reyndi ekki einu sinni að kría út strætókort eða reiðhjólastyrk í staðinn, því yrði bara neitað.  Það hentar mér best að hjóla, þess vegna geri ég það.

Hjóla-Hrönn, 23.9.2010 kl. 15:37

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Athyglisvert að vinnuveitandi greiði bílastæðakort og það er skattlaust. Veistu hvað þetta var há upphæð?

Árni Davíðsson, 24.9.2010 kl. 00:02

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

5800 á mánuði, ég fékk ekki peninginn, heldur var okkur afhent kort til notkunar, þess vegna skráist þetta sem kostnaður hjá fyrirtækinu, en ekki laun eða fríðindi.  Strætókort og reiðhjólastyrkur yrði hins vegar skráð sem slíkt.  Ekki nema ég myndi biðja um bremsupúða og keðjuolíu, það gætu þeir skráð sem kostnað.

Hjóla-Hrönn, 24.9.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband