Varúð - kosningar í nánd

Ólafur Guðmundsson er sjálfstæðismaður og rekur nú harðan áróður gegn meirihlutanum í borginni í aðdraganda kosninga vegna umferðarmála.

Þessar strætópúðar eru víða notaðir í öðrum sveitarfélögum. Í fljótu bragði man ég eftir svona hindrunum á Seltjarnarnesi og Kópavogi og eru þær betri fyrir bæði strætó og einkabíla heldur en venjulegar hraðahindranir. Þær gefa góða raun í að hægja á umferð og auka öryggi skólabarna og annarra sem fara yfir götur. Það er rétt að margir ökumenn sveigja á milli þeirra en það virðist litlu máli skipta. Að strætópúðarnir valdi auknum útblæstri eða aftanákeyrslum meira en aðrar hraðahindranir er alveg ósannað og fjarskalega ólíklegt. Þvert á móti þá virðast þær betri en flestar aðrar hraðahindranir fyrir alla vegfarendur, nema kannski Ólaf. wink

Hraðahindranir eru settar niður vegna þess að bílstjórar aka hraðar en leyfilegur hámarkshraði. Þær eru nær alltaf settar niður að kröfu íbúa í grenndinni sem vilja ekki að óábyrgir bílstjórar keyri niður börnin þeirra eða aðra gangandi vegfarendur.

Það er alveg rétt að fræðilega séð væri hægt að halda ökuhraða ökumanna innan marka með auknu hraðaeftirliti en ríkið vill ekki leggja lögreglunni til fjármagn til að sinna hraðaeftirliti þannig að það er tómt mál um að tala að nefna það sem lausn. Það væri náttúrlega hægt að taka þennan kaleik af lögreglunni og láta það í hendurnar á eftirliti sem mundi vinna vinnuna sína og ná árangri með færanlegum hraðamyndavélum en það er ekki pólítískur vilji til þess. Áhugi stjórnvalda á að framfylgja umferðarlögum á landinu virðist satt að segja næsta lítill. Því til sönnunar má benda á að sektir eru hlægilega lágar fyrir flest umferðarlagabrot og hafa ekki hækkað áratugum saman. Lögreglan hefur ítrekað tjáð sig um lágar sektir og sagt að það taki því ekki að standa í þessu sektar veseni fyrir klink. cry


mbl.is Sveigja á milli hraðahindrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband