Málum snúið á haus

Þessi umfjöllun um púðana er tilkomin vegna sveitarstjórnarkosninganna núna í vor og er partur af baráttu Olafs Guðmundssonar tæknistjóra Eurorapp fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn. Hér og í hinum greinunum er rætt um hraðahindranir eins og þær séu eingöngu í Reykjavík en ekki öðrum sveitarfélögum. Þetta er gamalkunnugt ráð. Mogginn er hér í hlutverki sínu sem kosningavél Sjálfstæðisflokksins. Það eru auðvitað alveg jafn margar hraðahindranir í öðrum sveitarfélögum í sambærilegum götum og strætópúðarnir eru líka notaðir þar.

Enn hér er málum snúið á haus eins og svo oft í málflutningi þeirra sem vilja að einkabílinn njóti forgangs fram yfir alla aðra samgöngumáta. Afhverju eru hraðahindranir settar? Þær eru aðallega settar af tveimur ástæðum.

Í fyrsta lagi vegna þess að íbúar biðja um þær vegna þess að þeir vilja ekki að óábyrgir bílstjórar sem aka of hratt drepi börnin þeirra á næstu gangbraut.

Í öðru lagi eru þær oft settar að áliti lögreglan sem neitar að samþykkja lægri hámarkshraða nema að það séu settar hraðahindranir.

Í þessari frétt er líka notað myndefni frá stað í Ánanaustum sem er með þriðju ástæðuna. Hraðahindranirnar í Ánanaustum voru settar til að koma í veg fyrir kappakstur og spyrnur að nóttu til sem olli bæði hættu og hávaðatruflun hjá íbúum í nágrenninu.

Ef bílstjórar mundu aka undir hámarkshraða og af ábyrgð mundi ekki þurfa neinar hraðahindranir. Málum er að því leyti snúið á haus að í stað þess að agnúast út í orsökina sem er of hraður akstur er sjónum beint að afleiðingunum sem eru hraðahindranirnar. Ef þær væru ekki væri afleiðingin ekki skemmdir á bílum sem aka of hratt í hraðahindranir heldur látnir og alvarlega slasaðir vegfarendur. Í þessari umfjöllun sem og margri annarri er ekki minnst á ábyrgð bílstjóra.

 

Það er svo sem hægt að fækka hraðahindrunum með endurhönnun og þrengingu gatna og væri það að mínum dómi oft betri kostur en vissulega mun dýrari. Síðan gæti ríkið auðvitað girt sig í brók og haft alvöru umferðareftirlit. Ríkið vill það hinsvegar ekki. Síðustu ráðherrar samgöngumála hafa allir staðið gegn hækkun sekta og ekki viljað leggj aaukið fé í umferðareftirlit og því er það rekið sem fjársvelt afgangstærð. 


mbl.is Skapa hættu og hafa lítinn tilgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband