Að dæma mann í 2 mánaða fangelsi fyrir að drepa annan mann og valda öðrum líkamstjóni er ótrúlega vægur dómur að mínu áliti.
Nú er svo sem óvisst hvort harðir dómar muni breyta miklu um atferli manna með langan sakaferil sem aka undir áhrifum og af fullkomnu ábyrgðarleysi á ofsahraða. Samfélagið virðist ansi vanmáttugt til að taka á svona málum.
Miðað við aðra dóma sem menn hljóta fyrir manndráp væri þó æskilegt að dæma þá til lengi fangavistar. Kannski væri 2-5 ár eðlilegri dómur fyrir að bana annari manneskju þar sem ökutæki er notað sem banavopn.
Líklega væri samfélagsbreyting þannig að menn fara að líta á ofsaakstur, vímuefnaakstur og akstur yfir hámarkshraða sem brot sem ekki er hægt að afsaka kannski fyrsta skrefið í þessum málum.
Ástandið fyrir norðan virðist vera sérstaklega slæmt að þessu leyti. Ég man eftir barni á Siglufirði og skokkara sunnan við Akureyri sem var ekið á af vafasömum karakterum. Man ekki hvort dæmt var í þeim málum en þetta virðist gerast hlutfallslega oft miðað við íbúafjölda fyrir norðan.
Fangelsi fyrir ofsaakstur sem olli dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 12.2.2018 | 13:41 (breytt kl. 16:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Réttast væri að taka þennan glæpahund af lífi. En til vara læsa hann inni ævilangt í lofttæmdum klefa. Ég hef oft mælt fyrir því að brezka leiðin verði farin í svona málum. Um leið og einhver verður tekinn í fyrsta sinn undir áhrifum fíkniefna, þá á að dæma hann í fangelsi og taka bílinn hans og setja samdægurs í bílapressuna. Það versta er að það eru ekki nægilega margar götulöggur til að stöðva þá alla saman.
En það er enginn á Alþingi sem vil styggja þessa helvítis ræfla. Ekki fyrr en það er einhver úr þeirra eigin röðum eða fjölskyldum þeirra sem verða fyrir barðinu á þessum kvikindum.
Ég vona að ég hafi gert nægilega grein fyrir skoðunum mínum.
Pétur D. (IP-tala skráð) 12.2.2018 kl. 16:15
Mér finnst þetta ekki óeðlileg viðbrögð. Það er samt ólíklegt að dauðarefsingar eða ævilangt fangelsi verði samþykkt.
Sennilega ættum við að ganga mun lengra og hraðar fram í því að láta menn finna fyrir refsivendinum þegar menn eru teknir ítrekað fyrir svona brot. Taka bílinn af mönnum t.d. við annað eða þriðja brot.
Margir sem brjóta svona af sér eru hinevegar það langt leiddir að þeir eru á lánsbílum eða stolnum bílum sem þeir aka án ökuskirteinis. Til varnar því væri hægt að hafa tæknibúnað í bílum sem leyfa mönnum ekki að ræsa bíla án gildra ökuskirteina.
Árni Davíðsson, 12.2.2018 kl. 16:27
Já, ég tek undir það. Eftir að tölvur voru settar í bíla, þá er nær ómögulegt að stela þeim án þess að hafa lykil með flögu í.
Þessi búnaður sem þú talar um yrði þá að vera gegnum tölvuna svo ekki sé hægt að fara framhjá kerfinu. En hvernig veit þá skynjarinn að ökuskírteinið sé í nafni ökumannsins en ekki farþega í bílnum?
Það er auðvitað hægt að rannsaka það EFTIR að bíllinn hefur verið stöðvaður. En ég er hræddur um að aðeins 10% af ökumönnum undir áhrifum eða án ökuskírteinis séu stöðvaðir. Auðvitað ágizkun út frá líkum. Því miður er engin tölfræði til um það.
Pétur D. (IP-tala skráð) 12.2.2018 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.