Mikið hefur verið rætt og ritað um Sundabraut síðustu áratugi um leiðina sem brautin á að fara og hvernig kosta eigi gerð hennar. Minna hefur farið fyrir umræðum um hvaða markmiði vegurinn eigi að þjóna. Nefndar hafa verið upphæðir í kringum 70 milljarða fyrir gerð allrar brautarinnar frá tengingu við Sæbraut að tengingunni við Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Það er ansi mikill peningur fyrir veg sem við höfum ekki skýra mynd af hvað hlutverki eigi að þjóna, sérstaklega ef hún verður gerð í einkaframkvæmd og notendur eiga að borga veggjöld fyrir. Að mínu mati gæti þessi vegur þjónað mörgum hlutverkum eftir því hvaða hluta hans er um að ræða. Það er að:
- Tengja hverfið Grafarvog við vestari hluta Reykjavíkur með brú yfir Elliðaárvog.
- Skapa skilyrði fyrir þéttingu byggðar í Grafarvogi og í Gufunesbæ með brú yfir Elliðaárvog.
- Skapa skilyrði fyrir uppbyggingu í Geldinganesi og síðar á Álfsnesi með tengingu yfir Eiðsvík og Leirvog og tengja atvinnusvæðin á Esjumelum og Leirvogstungumelum.
- Tengja Vesturland betur við höfuðborgarsvæðið með tengingu yfir Kollafjörð.
- Skapa samfellt hafnarsvæði í Elliðaárvogi frá Sundahöfn að Gelgjutanga.
- Tengja yfir Elliðaárvog í plássfreka starfsemi á gömlu sorphaugunum í Gufunesi. Geymslusvæði fyrir hafnarsvæði gæti verið þar og líka endurvinnsla jarðefna á höfuðborgarsvæðinu.
- Skapa betri tengingu fyrir þungaflutninga tengdum höfnunum á Vesturlandi.
- Sundabraut myndi bara að litlu leyti draga úr umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu og þá fyrst og fremst á töfum úr Grafarvogshverfi og fyrir umferð af Vesturlandi.
Ekki er óeðlilegt að framkvæmdin öll yrði í þróunarfélagi sem tæki veggjöld til að standa undir byggingu og rekstri brúa og vegtenginga. Fyrsta brúin yrði yfir Elliðaárvog. Gjaldtaka gæti verið lág þar vegna mikillar umferðar. Ef miðað væri við 20.000 bíla meðalumferð á sólarhring og 100 kr. á ferð væri það um 730 millj. á ári. Það færi sennilega létt með að borga fyrir gerð þeirrar brúar á viðunandi árabili. Síðar meir kæmi brú yfir Eiðsvík í Geldinganes og síðar frá Geldinganesi yfir í Gunnunes og að lokum brú yfir Kollafjörð á Kjalarnes.Gjaldtaka yrði aðlöguð að þessum framkvæmdum en að líkindum þyrfti 2-3 gjaldstöðvar með ólíku gjaldi, sem væri innheimt með tæki í hverjum bíl eða sjálfvirkum myndum af bílnúmerum. Meðfylgjandi mynd sýnir legu Sundabrautar.
Að mínu mati þarf kostnaður við gerð Sundabrautar ekki að vera eins hár og fyrri áætlanir hafa ætlað. Sennilega hafa þær gert ráð fyrir talsvert stærri framkvæmdum en raunhæft er og þörf er á næstu öld eða svo. Það virðist alveg nóg að byggja Sundabraut upp með 2+2 veg yfir Elliðaárvog og með 1+2 veg yfir Eiðsvík, Leirvog og Kollafjörð, þ.e. með ráðstöfunum fyrir framúrakstur. Ef þarf að bæta við síðar má einfaldlega bæta nýjum brúm yfir seinni vogana við hlið hinna fyrri. Þá má nota hringtorg frekar en mislæg gatnamót þar sem pláss er litið eða til að gera framkvæmdin ódýrari. Víða er þó ekki erfitt að koma fyrir mislægum tengingum t.d. við Gufuneshöfða, í Geldinganesi og í Álfsnesi ef menn nota það að sprengja vegin niður eða í gegnum klettahöfðanna.
Umhverfisþátturinn við lagningu Sundabrautar er talsvert umfangsmikill og verður að forðast að skerða leirur og fuglasvæði með því að hafa brýr nægilega langar og forðast uppfyllingar til að skerða ekki sjávarföll. Það er í sjálfu sér tæknilega mögulegt og sennilega ekki of dýrt ef brýrnar standa á stöplum sem ganga ofan í leirurnar.
Í annarri grein ætla ég að fjalla um hugmyndir mínar um hvernig hægt er að byggja fyrsta áfanga Sundabrautar með brú yfir Elliðaárvog sem að mínu mati gæti verið ódýrari en fyrri hugmyndir.
Greinin birtist fyrst í Stundinni 8. september 2018.
Endurskoða þarf Sundabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Blogg um fréttir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.9.2018 | 11:10 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Það er mikið umferðarálag í Mosfellsbæ við núverandi aðstæður og það álag myndi minnka mikið með Sundabraut.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2018 kl. 12:59
Ég held að umferðin muni vaxa hægar en ég efast um að hún minnki raunverulega frá því sem nú er. Umferðin í Mosfellsbæ mun líklega vaxa áfram á næstu árum með aukinni íbúðabyggð í bænum sjálfum og með byggingu iðnaðarhverfa á Leirvogstungumelum og Esjumelum. Mosfellsbæingar hafa tekið ákvörðun um að byggja upp úthverfabílabæ og þá fá menn umferð í samræmi við það.
Árni Davíðsson, 27.9.2018 kl. 13:27
Ef taka á gjald á tveim til þrem stöðum á Sundabrautinni, er ljóst að hún mun seint borga sig. Fáir þeirra sem aka til borgarinnar af Vesturlandi myndu sætta sig við slíka gjaldtöku og færu frekar gegnum Mosfellsbæ.
Gjaldtaka á einum stað, mun sennilega verða til að of fáir munu nýta þessa framkvæmd, svo hún megi borga sig. Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að um 8000 bílar aka á dag milli Reykjavíkur og Vesturlands. Síðustu tuttugu ár hafa ökumenn þessara bíla þurft, einir allra á Íslandi, að greiða gjald um Hvalfjarðargöng. Á morgun losnum við loks undan þeirri gjaldheimtu og fjarri því að við sættum okkur við að þurfa að taka hana upp aftur.
Þessi tuttugu ár sem við Vestlendingar höfum greitt aukaskatt, hefur ríkið sparað sér gífurlega peninga vegna viðhalds á veginum fyrir Hvalfjörð. Ef ekki væru göng, hefði þurft að byggja þann veg upp allan, byggja þar nýjar brýr og síðan að halda veginum við.
Það sem ríkið hefur sparað síðastliðin tuttugu ár, vegna Hvalfjarðargangna, dugir örugglega fyrir nýrri Sundabraut og vel það. Því er allt tal um skattlagningu þeirra sem um þann veg munu aka, næsta barnalegt!!
Gunnar Heiðarsson, 27.9.2018 kl. 13:28
Sæll Gunnar Heiðarsson. Þetta er sjónarmið. Ég mundi þó ætla að Grafarvogsbúar yrðu ósáttir við að standa undir Sundabraut allri með hærra gjaldi á Elliðavogsbrú. Manni sýnist að það muni ekki vera til peningar fyrir Sundabraut án gjaldtöku en það má ætla að gjaldtakan þurfi ekki að vera há á hverjum stað vegna mikillar umferðar. Kannski duga tvær gjaldstöðvar ein á Elliðavogsbrú og hin á Leirvogsbrú.
Árni Davíðsson, 27.9.2018 kl. 13:37
Ef ekki eru til peningar, á auðvitað ekki að byggja Sundabraut. Einfalt.
Það þýðir þá auðvitað að bæta þarf veginn gegnum Mosfellsbæ og ekki síður þaðan og vestur. Sennilega eitthvað ódýrari lausn en þó ekki ef þær vegabætur fælu í sér alvöru endurbætur, þar sem hringtorgum yrði skipt út fyrir mislæg gatnamót, svo umferð geti gengið greiðlega fyrir sig, með mun minni mengun og minna dekkjasliti.
Hitt er að mínu viti arfa vitlaus lausn að leggja aukaskatta á einhverja tiltekna landsmenn, meðan aðrir sleppa. Við greiðum í dag gjöld til vegabóta í gegnum eldsneyti. Þannig greiða þeir sem nota. Því miður hafa misvitrir stjórnmálamenn valið að nýta hluta þeirra gjalda til annarra verka og þannig búið til skort og verra vegakerfi.
Auðvitað má hugsa sér að breyta tilhögun skattlagningar vegna vegabóta, að taka upp kílómetra gjald. En þá þarf auðvitað að afnema skattlagninguna í gegnum eldsneytið.
Staðbundin skattlagning getur aldrei gengið í okkar dreifbýla landi. Slík aðferðafræði leiðir alltaf af sér mismunun borgaranna. Slíka mismunun hef ég þurft að búa við í rúm tuttugu ár, hef þurft að greiða aukaskatt í hvert sinn er ég hef þurft að heimsækja mína höfuðborg!!
Gunnar Heiðarsson, 27.9.2018 kl. 14:02
Þetta þekkist samt í flestum löndum í kringum okkur og þykir sjálfsagt.
Árni Davíðsson, 27.9.2018 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.