Ruglandi notkun hugtaka?

Skemmtileg grein um bíla í pressunni. 

Þar sem ég hef áður skrifað um bifreiðaeign og aðallega fólksbílaflotann velti ég því fyrir mér hvort hugtök séu notuð í greininni eins og þau eru skilgreind í umfjöllun Samgöngustofu. Það skiptir máli að menn noti skilgreind hugtök með réttum hætti og finnst mér ýmislegt ekki ganga upp í talnefninu m.v. uppgefnar tölur hjá Samgöngustofu.

Ökutæki er mun viðfeðmara hugtak en bifreið. Er ekki átt við bifreiðar þarna? Um síðustu áramót voru 244.842 bifreiðar í umferð, bifreiðar á skrá voru 298.588. Er átt við bifreiðar í umferð? Fólksbifreiðar í umferð voru síðan 213.855 en á skrá voru 257.100, þannig að varla er átt við fólksbifreiðar.
Hvað varðar meðalaldur bíla kemur ekki fram hvort það er meðalaldur bíla á skrá eða í umferð og hvort það eru fólksbifreiðar eða allar bifreiðar. Það er um tveggja ára munur á meðalaldri fólksbíla í umferð og fólksbíla á skrá.
Með flotans er þá átt við flotans í umferð eða á skrá og er átt við bifreiðar eða fólksbifreiðar?

Úrvinnslu­sjóður áætl­ar að allt að 12 þúsund öku­tækj­um verði skilað til förg­un­ar í ár. Það yrði met­fjöldi. Fyrra metárið var 2017. Þá var um 9.500 ökutækjum skilað til förg­un­ar, sem var tæp­lega 50% aukn­ing frá ár­inu 2016.

Eft­ir efna­hags­hrunið jókst hvat­inn til að halda göml­um bíl­um leng­ur gang­andi. Með aukn­um kaup­mætti og meira fram­boði notaðra bíla, þ.m.t. bíla­leigu­bíla, virðist sem marg­ir hafi nýtt tæki­færið í ár og látið farga göml­um bíl­um.

Töl­ur Úrvinnslu­sjóðs benda til að meðal­ald­ur bíla sem fara til förg­un­ar hafi náði há­marki 2016. Guðlaug­ur G. Sverris­son, rekstr­ar­stjóri Úrvinnslu­sjóðs, seg­ir stytt­ast í að gjald sem bíla­eig­end­ur greiða fyr­ir förg­un­ina verði hækkað.

Um 245 þúsund öku­tæki voru skráð hér á landi um síðustu ára­mót. Förg­un 12 þúsund öku­tækja sam­svar­ar því 5% flot­ans, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Með fyrirvara um að ég er bara búin að sjá Mbl útgáfu blaðsins hefði verið gaman að sjá umfjöllun um úrvínnslukerfi bifreiða, uppbyggingu úrvinnslugjalds, önnur úrvinnslugjöld á bifreiðum, fyrirhugaða hækkun á úrvinnslugjaldi (ef það stendur til), tölur um bifreiðaeign, hlutfall bifreiða á skrá sem er í umferð, muninn á meðalaldri bifreiða á skrá og í umferð og vangaveltur um hversvegna aðeins 82% bifreiða á skrá er í umferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband