Það er til fyrirmyndar þegar fjölmiðlar flytja okkur sögur af daglegu lífi fólks, sem allajafna fer ekki hátt í opinberri umræðu. Fjölmiðlar velja venjulega sama fólkið sí og æ til að tjá sig. Fólk sem er viðurkennt og hefur leyfi til að tjá sig um viðkomandi málefni í fjölmiðlum. Ég vil hvetja fjölmiðla til að gera meira af þessu og flytja okkur fréttir af aðstæðum fólks af öllum stéttum.
Morgunblaðið flytur slíka frétt á opnu sinni þann 27. mars, sem varpar ljósi á samgönguvandann á höfuðborgarsvæðinu. Þar er lýst dæmigerðri daglegri ferð mæðgna til og frá vinnu á bíl. Þær eiga heima í Áslandshverfinu í Hafnarfirði en vinna í Verslunarskólanum og á Suðurlandsbraut. Þær eyða talsverðum tíma í ferðir til og frá vinnu líkt og margir úthverfabúar í þessu L.A., sem hefur verið skapað á höfuðborgarsvæðinu. Þær leggja af stað kl. 7:20 og eru gjarnarn 35-45 min á leiðinni í vinnuna á sínum einkabíl. Á leiðinni eru umferðartafir á hringtorgum og gatnamótum og ef færð er slæm eða árekstrar á leiðinni tekur þetta allt lengri tíma. Greinilegt er að mæðgurnar fá þarna ágætis samveru og veitir svo sem ekki af þegar kynslóðirnar lifa meira og minna aðskildar. Gallin er, að þetta tekur tíma, er stressandi, kostar mikið í rekstri á bíl og rýrir umhverfi okkar allra. Þessu fylgir slysahætta, loftmengun, hávaði og hreyfingarleysi.
Í þessu sambandi langar mig að benda þeim mæðgum á að gerast vinir einkabílsins og taka strætó! Ef slegið er inn í Ráðgjafa, leitarvél Strætó b.s. á vefnum www.bus.is, kemur í ljós að ferðin úr Áslandshverfinu með strætó í Verslunarskólann tekur um 33 min. Þá er miðað við ferð kl. 7:37 frá Vörðutorgi í Áslandi með vagni nr. 22, skipt í vagn nr. 1 í Firði kl. 7:46 og farið úr honum á Kringlumýrabraut kl. 8:05 við Kringluna og gengið í Verslunarskólann. Ef farið er á Suðurlandsbraut er sama leið farin en skipt úr vagni nr. 1 í vagn nr. 2 í Hamraborg kl. 8:00 og komið á Suðurlandsbraut um kl. 8:10. Þess má geta að skiptingin í Hamraborg kemur ekki upp í Ráðgjafanum enda er hann ekki alveg 100% þótt hann gefi góðar vísbendingar.
Ferðalag þeirra mæðgna í strætó mundi að öllu jöfnu ekki taka lengri tíma á annatíma en ferðalag í bíl og yrði ódýrara fyrir þær yfir árið með skólakorti Strætó. Fyrir þær tvær kostar skólakortið: 2 * 27.900 kr = 55.800 kr á ári. Ferðalag í bíl árið um kring kostar miðað við eftirtaldar forsendur u.þ.b.: 13 km * 60 kr/km * 200 dagar = 156.000 kr. á ári. Þær gætu sem sagt sparað sér 100.000 kall yfir árið. Þær myndu líka sleppa við aftanákeyrslurnar og gætu gluggað í blöðin eða skólabækurnar á leiðinni heim en spjallað saman á leiðinni í bæinn.
Í opnunni er einnig lýst núverandi og fyrirhuguðum framkvæmdum við umferðarmannvirki á leið þeirra mæðgna sem eiga að leysa úr teppunni. Því miður mun það ekki stytta ferðatíma þeirra nema tímabundið því það er við því að búast að með meiri byggð í úthverfunum verði þetta ástand viðvarandi í fyrirsjáanlegri framtíð. Að bæta við umferðarmannvirkin endalaust er einfaldlega eins og að pissa í vettlingin þegar manni er kalt á höndunum. Það er skammgóður vermir. Ef flestir vilja búa í einbýlishúsi í úthverfi og aka langa leið í einkabíl á vinnustað og í matvörubúðina verður til samfélag sem fáum finnst áhugavert að búa í sbr. lýsingin á ferð mæðgnanna. Getum við en snúið við blaðinu hjá okkur?
Grein í Mogganum 5. apríl 2007
Meginflokkur: Birtar blaðagreinar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 8.1.2009 | 22:39 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.