Atvinnurekendur
Í máli atvinnurekanda er oft notaður frasinn "Störfin sem íslendingar nenna ekki að vinna". Með því meina þeir störfin sem erfitt hefur verið að ráða íslendinga í. Með þessarri orðanotkun eru þeir að gefa í skyn að það sé íslenskum almenningi að kenna að ekki fáist íslendingar í þessi störf. Atvinnurekendur vilja ekki sjálfir axla ábyrgðina af því að þeir greiða allt of lág laun.
Lágmarkslaun duga ekki til
Íslenskur almenningur býr við mikla dýrtíð í samanburði við önnur lönd. Fólk þarf talsverðar tekjur til að geta skuldað húsnæðið sem það býr í, keypt í matinn, átt bíl og haft það sem lífsgæðakapphlaupið krefst. Þegar láglaunastörf eru að borga frá u.þ.b. 120.000 kr. á mánuði gefur það augaleið að útilokað er að lifa af þeim tekjum og halda venjulegt heimili. Til að fólk geti unnið slík störf og lifað af þarf einhver að niðurgreiða vinnuafl þess. Oftast er það maki sem hefur hærri tekjur og getur þannig framfleytt fjölskyldunni. Ríkið niðurgreiðir einnig vinnuafl með mikilli tekjutengingu barnabóta og vaxtabóta. Sveitarfélögin koma að þessu með því að útvega félagslegt húsnæði og ýmsan stuðning. Unglingar sem búa á heimili foreldra geta unnið láglaunastörf þvi þeir þurfa ekki að framfleyta sér sjálfir. Sumir eiga skuldlaust húsnæði eða búa í húsnæði sem ættingi á eða þeim er hjálpað meðan þeir eru í námi eða eitthvað slíkt. Eftir stendur að fólk þarf að búa við sérstök skilyrði í samfélaginu til að geta framfleytt sér af launum á bilinu 120-190.000 kr. Auðvitað eru margir í þeirri aðstöðu. Hinir sem ekki eru í þeirri aðstöðu eða hafa orðið fyrir áföllum s.s. skilnaði geta átt erfitt með það. Að bæta við sig vinnu getur verið slæmt sérstaklega fyrir einstæða foreldra og það er ekki æskilegt að börn eigi engan að lungann úr deginum ef foreldri þarf að vinna mikla yfirvinnu.
Íslendingar sækja í betur launuð störf
Íslendingar neyðast því til að yfirgefa ílla launuð störf til að hafa í sig og á. Það er ekki þannig að íslendingar nenni ekki að vinna þessi störf. Flest störf eru ánægjuleg þegar vinnufélagar eru til staðar og móralinn á vinnustaðnum er góður. Þegar fólk í fjárhagskröggum kemur í öngum sínum og leitar eftir fjárhagsaðstoð á félagsmálastofnun sveitarfélags getur "féló" lítið gert fyrir fólk sem er með þessi laun. Féló bendir því á að skipta um vinnu og fara í betur launað starf. Með því að skipta um starf getur fólk hækkað brúttólaun sín um kannski 50-60% á einu bretti án þess að kollvarpa vinnutíma né flytja sig um set. Skyldi þá engan undra að fólk ákveði að skipta um starf og að erfitt sé að ráða fólk í láglaunastörf. Því miður verður þetta fólk af um 55-60% af launabótinni vegna skattastefnu stjórnvalda. Skattarnir og jaðarskattarnir, sem eru vegna tekjutengingar barnabóta og vaxtabóta, hafa þessi áhrif.
Útlendingar koma í staðinn
Útlendingar eru ráðnir í stað íslendinga í störfum þar sem hægt er að komast af án þess að tala íslensku. Við Kárahjúkavirkjun var horfið frá því að borga mönnum almennilega uppbót fyrir að vera fjarri heimili eins og við fyrri virkjanaframkvæmdir. Þess í stað voru borguð lágmarkskjör. Afleiðingin var sú að íslendingar sáu sér engan hag í að ráða sig hjá Impregilo í verkamannastörf fjarri heimilum með öllu því óhagræði sem fylgir fyrir fjölskyldur með tvær fyrirvinnur. Þegar vinnuveitendur og opinber fyrirtæki uppgötva að hægt er með lágum tilkostnaði að kenna útlendingum íslensku munu útlendingar einnig verða fjölmennir í láglaunastörfum þar sem íslenska er talin nauðsynleg.
Hættan á einangrun
Útlendingar á Íslandi eru í litlu frábrugðnir íslendingum, eiga kannski færri bíla en sem komið er en þeir þurfa líka að komast af við íslenskt verðlag. Ef þeir festast í láglaunastörfunum sem við ætlum þeim er hætt við félagslegum skakkaföllum. Líklegt er að þeir setjist fremur að þar sem húsnæði er ódýrast og fái úthlutað félagslegu húsnæði. Þannig verði hlutfall útlendinga hátt í ákveðnum hverfum og í ákveðnum sveitarfélögum. Ekki er ólíklegt að þetta verði í Breiðholti og í úthverfum höfuðborgarsvæðisins, Akranesi, Selfossi og Reykjanesbæ. Þessu getur fylgt félagsleg einangrun og bág félagsleg staða.
Ráðstöfunartekjur sem duga til framfærslu
Til að draga úr þessu tel ég að þjóðin þurfi að ná samfélagssátt um að lyfta lægstu ráðstöfunartekjum fullorðins fólks upp í þau mörk að þau dugi fyrir lágmarksframfærslu. Fara má margar leiðir að því marki. Hækka má ráðstöfunartekjur t.d. með breytingum á skattleysismörkum, minnka tekjutengingar í skattkerfinu, hækka lágmarkslaun, lækka leikskólagjöld, lækka verðlag, byggja ódýrt húsnæði og lækka vexti. Í nágrannalöndum okkar hafa yfirvöld þurt að taka á honum stóra sínum til að bregðast við samþjöppun útlendinga þar. Ég held að við vitum hvað gera skal. Það vantar bara viljann hjá yfirvöldum.
Grein skrifuð fyrst árið 2007 en ekki birt.
Meginflokkur: Óbirtar blaðagreinar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | 8.1.2009 | 23:33 (breytt 5.11.2010 kl. 09:21) | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.