Ég hjólaði í vinnuna í morgun í mótvindi og var um 55 mín. á leiðinni, meðalhraði var 18.1 km/klst og hámarkshraði 36.8 km. Áttin hélst allan daginn þannig að á leiðinni heim var meðvindur. Heimferðin tók um 34 mín., meðalhraði var 28.9 km/klst og hámarkshraði 58.9 km. Þetta er nærri því að vera met hjá mér á heimleiðinni. Hjóluð var sama leið fram og tilbaka hér um bil. Leiðin heim var Mosfellsbær-Vesturlandsvegur-Höfðabakki-Smiðjuvegur-Nýbýlavegur-Kársnes en á leiðinni í vinnuna hjólaði ég Álfhólsveginn í staðinn fyrir Nýbýlaveginn.
Að meðaltali er maður jafn oft með meðvind og mótvind þannig að það jafnar sig út. Þetta verður hinsvegar frekar strembið í miklum mótvindi þegar komið er út í auðnirnar í úthverfunum.
Við gætum verið búin að skapa skjólsælt umhverfi fyrir mörgum áratugum, ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hefðu haft nægilega framsýni, og ræktað tré á auðum svæðum í þéttbýlinu. Þess í stað var ræktaður skógur uppi á heiðum þar sem enginn býr eða ferðast til og frá vinnu. Það er auðvitað ekki of seint að rækta tré til að skapa skjól í þéttbýlinu en því miður virðist ekki vera unnið skipulega að því hjá sveitarfélögunum. Nema kannski hjá Mosfellsbæ þar sem mikið hefur verið gróðursett af trjám á auðum svæðum í bænum.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 25.11.2009 | 23:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Þú segir: "Að meðaltali er maður jafn oft með meðvind og mótvind þannig að það jafnar sig út."
Það er ágætt að trúa þessu. En í rauninni er það þannig að loftmótstaða vex með vindhraða í öðru veldi. Því "tapar" maður alltaf á því að hjóla í vindi miðað við að hjóla í logni, þó að maður fari fram og til baka í sömu vindátt.
T.d. er meðalhraði þinn í gær c.a. 22,2 km/klst og meðalferðatími 44,5 mín. Ég myndi giska á að það þætti ekkert spes á góðum degi, eða hvað?
Varðandi trjágróðurinn er ég algjörlega sammála þér. Það er mikill skortur af trjágróðri (og runnum), sérstaklega í nýjum hverfum (skiljanlega segja sumir). Mér hefur líka fundist að tré og runnar veiti mikið meira skjól en sléttmúraðir kassar (lesist: hús) sem þjappa bara vindinum saman í vindstrengi.
Jens Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 15:12
Það þarf ekki hávaxinn gróður til að skapa skjól, runnar henta vel, t.d. eru margar víðitegundir mjög fljótar að vaxa og komnar í 2-3 metra hæð á 2 árum. Ætti ekki að kosta nein ósköp, er til prýði, sérstaklega ef litríkum runnum, svo sem rósum eða muru er plantað með. Gleður augað og skapar skjól fyrir hjólandi og gangandi umferð.
Þó að það sé auðveldara að hjóla í logni, þá fær maður svo mikið kikk við að hjóla á góðum hraða í stífum meðvind, það vegur upp á móti puðinu á móti vindi.
Hjóla-Hrönn, 26.11.2009 kl. 18:25
Sæll Jens, reyndar er ég oft með svipaðan tíma og meðalhraða á þessari leið og þú reiknaðir. En þetta er breytilegt auðvitað og ég fer ekki alltaf nákvæmlega sömu leið og það eru brekkur á leiðinni og sjaldnast er alveg logn. Á sumrin er stundum mótvindur báðar leiðir því þótt austan átt sé ríkjandi tekur hafgolan oft völdin síðdegis á góðviðrisdögum. Þegar er vont veður tek ég líka oftast strætó uppeftir á morgnanna og kem þar með ferskur og sprækur enda engin sturta í vinnunni.
Ég hef aldri skilið af hverju er ekki löngu búið að trjávæða þessi auðu og óbyggðu svæði og þá sérstaklega auðnirnar í kringum stofnbrautirnar. Hvað er þetta með íslendinga og risastórar umferðareyjar. Eru umferðarmannvirki eitthvað fyrir augað? Og þó ég skilji að menn vilji hafa eitthvað útsýni finnst mér óþarfi að útsýnið sé allstaðar til allra átta.
Það er rétt að trjágróðurinn getur verið fjölbreyttur. Vegna þess að þetta er á berangri borgar sig að byrja með fljótsprottnar tegundir sem mynda skjól og láta seinvaxnari og viðkvæmari tegundir vaxa upp í skjólinu. Síðan má einfaldlega höggva þau tré sem verða of fyrirferðarmikil með tímanum.
Árni Davíðsson, 27.11.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.