Eins og menn muna fór meirihlutinn í Kópavogi með fyrrverandi bæjarstjóra Gunnar Birgisson í broddi fylkingar út í það að byggja vatnsveitu í landi Kópavogs í Heiðmörk.
Það var partur í þeirri fléttu að flytja hesthúsin úr Glaðheimum. Til að geta komið hesthúsahverfinu á nýtt svæði á vatnsverndarsvæði þeirra Garðbæinga þurfti að létta af vatnsvernd og leggja niður vatnsból Garðabæjar við Dýjakróka við Vífilstaðavatn. Í samningum við Garðabæ var samið um sölu á vatni til Garðabæjar til næstu 40 ára á verði sem var langt undir kostnaði við vatnsöflun Kópavogs. Gera má ráð fyrir að verð við vatnsöflun í Kópavogi sé vel yfir 10 kr/tonnið, sennileg ágiskun er 12-16 kr/tonnið. Þetta vatn selur Kópavogur síðan Garðabæ á 5 kr/tonnið og hluta af þessu vatni selja Garðbæingar síðan Álftnesingum á 18 kr/tonnið.
Vatnsgjald sem íbúarnir borga í fasteignagjöldum er þjónustugjald og óheimilt að hafa þetta gjald hærra en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna. Í þessu tilviki virðist þó sem á Kópavogsbúar greiði fyrir vatnsnotkun Garðbæinga með vatnsgjaldi sínu. Hvernig getur það staðist lög?
Þeir sem niðurgreiða þetta dæmi eru skattgreiðendur í Kópavogi sem með þessu fá en og aftur að njóta fjármálasnilli Gunnars og meirihluta sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks.
Árið 2007 skrifaði ég grein um Glaðheimamálið og fleira. Útkomunni úr því hefur ekki verið gerð fullnægjandi skil en það virðist ljóst að bærinn hefur lagt í um 5 milljarða kostnað við að koma hesthúsunum burt. Hinsvegar hefur hann ekki fengið þá rúmlega 6 milljarða sem byggingaraðilarnir ætluðu að greiða fyrir landið. Þarna átti að rísa gríðarlegt byggingarmagn með um 100.000 bíla umferð á sólarhring á Reykjanesbraut.
Og hestarnir? Þeir eru en í Glaðheimum!
Vatnið margfaldast í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Blogg um fréttir | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 8.12.2009 | 09:56 (breytt kl. 23:31) | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
- Landsliðskonan öflug í tapi
- Slóveninn að glíma við meiðsli
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
Athugasemdir
Og hvernig ætlar Kópavogur að redda þessum misheppnuðu (ólöglegu) fjárfestingum?
Jú, með því að skerða nám grunnskólabarna í Kópavogi í nafni niðurskurðar.
Sigurður Haukur Gíslason, 8.12.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.