Niðurgreiða Kópavogsbúar vatnið fyrir Garðbæinga?

Eins og menn muna fór meirihlutinn í Kópavogi með fyrrverandi bæjarstjóra Gunnar Birgisson í broddi fylkingar út í það að byggja vatnsveitu í landi Kópavogs í Heiðmörk.

Það var partur í þeirri fléttu að flytja hesthúsin úr Glaðheimum. Til að geta komið hesthúsahverfinu á nýtt svæði á vatnsverndarsvæði þeirra Garðbæinga þurfti að létta af vatnsvernd og leggja niður vatnsból Garðabæjar við Dýjakróka við Vífilstaðavatn. Í samningum við Garðabæ var samið um sölu á vatni til Garðabæjar til næstu 40 ára á verði sem var langt undir kostnaði við vatnsöflun Kópavogs. Gera má ráð fyrir að verð við vatnsöflun í Kópavogi sé vel yfir 10 kr/tonnið, sennileg ágiskun er 12-16 kr/tonnið. Þetta vatn selur Kópavogur síðan Garðabæ á 5 kr/tonnið og hluta af þessu vatni selja Garðbæingar síðan Álftnesingum á 18 kr/tonnið.

Vatnsgjald sem íbúarnir borga í fasteignagjöldum er þjónustugjald og óheimilt að hafa þetta gjald hærra en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna. Í þessu tilviki virðist þó sem á Kópavogsbúar greiði fyrir vatnsnotkun Garðbæinga með vatnsgjaldi sínu. Hvernig getur það staðist lög?

Þeir sem niðurgreiða þetta dæmi eru skattgreiðendur í Kópavogi sem með þessu fá en og aftur að njóta fjármálasnilli Gunnars og meirihluta sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks.

Árið 2007 skrifaði ég grein um Glaðheimamálið og fleira. Útkomunni úr því hefur ekki verið gerð fullnægjandi skil en það virðist ljóst að bærinn hefur lagt í um 5 milljarða kostnað við að koma hesthúsunum burt. Hinsvegar hefur hann ekki fengið þá rúmlega 6 milljarða sem byggingaraðilarnir ætluðu að greiða fyrir landið. Þarna átti að rísa gríðarlegt byggingarmagn með um 100.000 bíla umferð á sólarhring á Reykjanesbraut.

Og hestarnir? Þeir eru en í Glaðheimum!


mbl.is Vatnið margfaldast í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Og hvernig ætlar Kópavogur að redda þessum misheppnuðu (ólöglegu) fjárfestingum?

Jú, með því að skerða nám grunnskólabarna í Kópavogi í nafni niðurskurðar.

Sigurður Haukur Gíslason, 8.12.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband