Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Hvað er hæfileg refsing fyrir svona hálfvita? Ekki má hýða hann, setja í gapastokk eða í þrælkunarbúðir. Í besta falli fær hann smá sekt og og missir prófið í nokkra mánuði. Vegna þess að hann er hálfviti gortar hann af þessu rugli sínu í hópi álíka vitleysingja og hann er sjálfur.
Ef hann hefði ekið yfir manninn og drepið hann hefði hann fengið 1 ár skilorðsbundið fyrir manndráp af gáleysi.
Persónulega er ég hrifin af því að dæma menn í útlegð í segjum svona 20 ár.
Keyrði nánast á höfuð tjaldbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 26.7.2009 | 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað með að færa umferðareftirlit frá lögreglu til sjálfseignarstofnunar?
Lögreglan hefur varla sinnt þessu að neinu marki og það væri hægt að reka þetta á sektargreiðslum að mestu leyti. Það gekk ágætlega að láta bílastæðasjóð sjá um sektir en áður sá lögreglan um það.
Með raunverulegu umferðareftirliti væri hægt að fjarlægja hraðahindranir og þrengingar og annað sem gerir umferð óþægilegri fyrir bíla, strætó og reiðhjól en samt halda umferðarhraða í skefjum og tryggja viðunandi umferðaröryggi.
Engar töfralausnir í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 24.7.2009 | 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það má fara margar leiðir til að fjölga farþegum hjá strætó á höfuðborgarsvæðinu. Skipta má þeim gróflega í þrjá hluta og gefa þeim einkunn með léttum sleggjudómum eins og vera ber.
Fyrsti hlutinn beinist að strætó sjálfum. Hér á eftir fer mín upptalning á þessum ráðstöfunum (skáletrað) ásamt skýringum og einkunn (feitletrað) á skalanum 0-10 á því hvar strætó stendur í dag.
- Gera auðvelt að greiða í vagnanna. Nútíma greiðsluaðferðir og sjálfsala. 4
- Hafa lág fargjöld. Lág fargjöld hjá fastakúnnum og lágt miðað við nágrannalönd. 8
- Hafa góða þjónustu við hverfi. Þjónusta góð við ákveðin svæði á höfuðborgarsvæðinu og við stofnleiðir en mjög léleg annarstaðar. Vantar norður-suður tengingu um Reykjanesbraut og ferðir til Reykjanesbæjar. 8 fyrir Reykjavík og stofnleiðir, 3 fyrir hverfi og bæi byggða fyrir bílinn í Reykjavík og suður af Reykjavík.
- Hafa tíðar ferðir. Breytilegt eftir sumri og vetri. 6
- Hafa örugga þjónustu. Að strætó komi á tilskildum tíma og sleppi ekki úr ferðum. 7
- Hafa þægilega þjónustu. Að hitastig í vögnum sé þægilegt og hristingur og bílveiki sé lítil. 7
- Hafa hraðar ferðir. Ferðahraði hefur aukist frá því sem var. 8
- Hafa sem fæst skipti. Ef þarf að skipta oft um vagn virkar það letjandi. 6
- Hafa þjónustu á skiptistöðvum. Hægt að komast á klósett og kaupa lesefni og veitingar. 3
- Hafa góðar upplýsingar um ferðir. Tímatöflur og kort séu uppfærð og upplýsingar gefnar á rauntíma um ferðir vagna. 6
Annar hlutinn beinist að skipulagi sveitarfélaga. Hér á eftir er mín upptalning á ráðstöfunum með skýringum og einkunn fyrir ástandið í dag á skalanum 0-10.
- Hafa skipulag þannig að strætó komist auðveldlega um til að þjónusta hverfi og sveitarfélög. 8 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa og Breiðholt/Árbæ, 3 fyrir restina af hverfum höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa byggingar þannig að stutt sé í almenningssamgöngur. Ekki þurfi að ganga um "endalaus" bílastæðaflæmi til að komast að heimilum eða verslanamiðstöðvum. 7 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 3 fyrir restina af hverfum höfuðborgarsvæðisins og Kringluna, Smáralind og Háskóla Íslands.
- Hafa skipulag vegakerfis þannig að strætó komist greiða leið milli sveitarfélaga og milli heimila og vinnustaða. Hindra hringakstur og snúninga með því að hafa net vega. 8 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 4 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa skipulag þannig að fjarlægðir séu litlar milli heimila og vinnustaða/þjónustustaða. Hóflegar ferðaleiðir milli punkta og að hægt sé að sinna erindum á leið úr strætó og heimilis í heimahverfi. Kaupa í matinn og dagleg þjónusta. 8 fyrir svæði innan Hringbrautar/Snorrabrautar og fáein miðsvæði, 2 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Blönduð byggð heimila/þjónustu/vinnustaða. Þétta byggð raunverulega ekki byggja úthverfi í miðborg. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið allt utan fáeinna bletta.
- Hafa færri hraðahindranir fyrir strætó. Hoss í vögnum er óþægilegt. Nota umferðareftirlit til að stjórna ökuhraða. 2 fyrir höfuðborgarsvæðið.
Þriðji hlutinn beinist að ráðstöfunum sem færa strætó samkeppnisforskot miðað við umferð einkabíla. Hér á eftir er mín upptalning á ráðstöfunum með skýringum og einkunn fyrir ástandið í dag á skalanum 0-10.
- Hafa forgangsakreinar fyrir strætó/leigubíla/reiðhjól. Skapar greiðari umferð fyrir þessi farartæki heldur en einkabíla. 4 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Láta notendur bílastæða borga fyrir notkunina. 700.000 bílastæði höfuðborgarsvæðisins eru sannarlega ekki ókeypis. "There is no free lunch" eins og frjálshyggjumenn segja! 8 fyrir Reykjavík miðbæ, 3 fyrir Landspítalann, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa gjaldskyldu á notkun vega. Notandi borgi í hlutfalli við notkun. 10 Hvalfjarðargöng, 0 höfuðborgarsvæðið allt.
- Minnka umferðarrýmd fyrir einkabílinn. Umferðarrýmd á höfuðborgarsvæðinu tekur öllu öðru fram á byggðu bóli vestan hafs og austan. Umferðarteppur eru óþekkt fyrirbæri í samanburði við aðrar borgir. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið allt.
- Fækka bílastæðum og taka gjöld til að koma á jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs. Hærri gjöld þýðir minni eftirspurn. 4 fyrir bílastæðasjóð, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Taka upp raunverulegt umferðareftirlit. Umferðareftirlit í dag er varla til hjá lögreglu. Sennilega rétt að reka það sem sjálfseignarstofnun sem fær lagaheimild til sektarálagningar fyrir öll umferðarlagabrot og ræki sig á sektum. 1 fyrir umferðareftirlit dagsins í dag.
150% fjölgun farþega strætó á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 24.7.2009 | 12:02 (breytt 30.12.2010 kl. 21:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Næsta þyrping verður föstudaginn 24. júlí 2009 kl. 17.00 fyrir framan MH.
Líka er búið að stofna facebook-hóp undir nafninu þyrping fyrir þá sem nota fésbókina.
Annars verða þyrpingar vikulega í allt sumar fyrir framan MH kl. 17.00.
Sagt er frá þessu á heimasíðu Fjallahjólaklúbbsins.
Hjólreiðar | 23.7.2009 | 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Critical mass eða Þyrping var haldinn síðastliðin föstudag og á að endurtaka leikinn á morgunn. Tilkynningu um þetta má m.a. lesa á vef Fjallahjólaklúbbsins:
Seinasta þyrping var vel heppnuð og mættu menn á hjólum og hjólabrettum og hjóluðu niður á Austurvöll í góðu veðri.
Á morgun föstudaginn 17. verður önnur þyrping mynduð fyrir utan MH klukkan 17.00.
Þeir sem mæta ákveða leiðina í sameiningu á staðnum.
Ég mætti síðasta föstudag og var með myndavélina á stýrinu.
Hjólað var eftir Hamrahlið, Kringlumýrarbraut, Bústaðavegi, Snorrabraut, Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti.
Hluti hópsins sat síðan áfram á Austurvelli. Einhverjir hlustuðu síðan á Megas og Senuþjófana í Hljómskálagarðinum áður en haldið var heim.
Hjólreiðar | 16.7.2009 | 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þeir sem nýta dauða tímann undir stýri til að tala í símann eða annað ættu frekar að gera þetta í strætó heldur en að leggja líf og limi samborgara sinna í hættu.
Í tvö skipti í fyrra svínaði bílstjóri fyrir mig sem var að blaðra í símann í akstri. Í annað skiptið var ég að beygja út úr hringtorgi þegar einn sveigði skælbrosandi fyrir mig með símann við eyrað og í hitt skiptið beygði brosandi bílstjóri til hægri inn í hliðargötu fyrir mig einnig hann í símanum.
Af þessu má læra þrennt.
- Maður er manns gaman, það er skemmtilegt að tala við annað fólk, líka í síma, samanber glaðlyndi bílstjóra með símann við eyrað.
- Athygli bílstjóra er ekki við aksturinn þegar þeir tala í símann.
- Hjólreiðamaður þarf að halda akreininni, í hringtorgi og þegar farið er fram hjá hliðargötum til hægri, til að halda athygli bílstjóra. Hjólreiðamaður við hliðina á bílstjóra er out of sight out of mind.
Vilja nýta dauða tímann undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 16.7.2009 | 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinkona mín í Stokkhólmi sendir mér stundum fréttir af því sem gerist þar í borg. Nýlega sendi hún mér þessa frétt af slysi í Stokkhólmi. Síðar sama dag birtist fréttaskýring um sama slys. Í slysinu lést hjólreiðamaður þegar steypubíll beygði til hægri á gatnamótum og ók á hann.
Það eru nokkur atriði þarna sem mér finnst þess virði að skoða hér.
Svona slys eru sennilega algengustu banaslysin á hjólreiðamönnum í flestum löndum. Svo kallaður "hægri krókur" á gatnamótum (right hook) þegar bíll tekur hægri beygju inn í hjólreiðamann, sem er til hægri við bílinn. Oftast eru það langir bílar, vörubílar og strætóar, sem valda banaslysunum. Bílstjórarnir sjá ekki allt svæðið á bakvið sig í baksýnispeglinum, hjólreiðamaðurinn getur verið í blinda blettinum.
Lausnin er fólgin í því að hjólreiðamaðurinn taki sér ríkjandi stöðu á akrein í röðinni með bílunum. Þá gerast ekki svona slys.
Hjólreiðamenn eiga ekki að taka framúr eða troðast fram í bílaröð til hægri við röðina! Það á að taka framúr vinstra megin eins og aðrir stjórnendur ökutækja eiga að gera.
Því miður hefur víða um lönd verið búin til hjólreiðamannvirki sem setja hjólreiðamenn einmitt í þá stöðu sem er hættulegust, til hægri við umferð sem getur beygt til hægri. Það er misráðin greiði við hjólreiðamenn og til umhugsunar fyrir þá sem hanna þessi mannvirki. Reynt hefur verið að ráða bót á þessu með því að setja fremri stöðvunarlínu fyrir hjólreiðamenn, fyrir framan stöðvunarlínu fyrir bíla, svo kallaðan "hjólakassa". Það hjálpar að vísu ekki þegar umferðin er á ferð, þá geta svona slys samt gerst. Einnig er stundum bönnuð hægri beygja en bílstjórar fara ekki alltaf eftir því.
Nú er óljóst um aðstæður þarna í Stokkhólmi á horni Ringgatan og Götgatan á Södermalm eyju. Eins er óvíst hvernig slysið bar að. Því get ég ekki fjallað um þetta slys í sjálfu sér. En þá kem ég að öðru atriði.
2. Lélegur fréttaflutningur af slysum.
Margir hafa tekið eftir því hjá íslenskum fjölmiðlum að fréttaflutningur af slysum er í skötulíki. Oft er sagt frá þeim strax, þegar ekkert er vitað um orsakir. Seinna, þegar orsakir hafa skýrst og draga má lærdóm af slysinu er áhugi fjölmiðla ekki lengur til staðar og engar fréttir fluttar. Fréttir af slysum þar sem hjólreiðamenn koma við sögu í árekstrum við bíla eru því alltaf eins:
Hjólreiðamaður oft barn fór í veg fyrir bíl. Var hjólreiðamaðurinn með hjálm? Ef hjálmurinn brotnaði bjargaði hann lífi viðkomandi. Búið.
Mjög sjaldan er spurt um hvað orsakaði slysið og hvað hefði getað komið í veg fyrir það.
Af umfjöllun Dagens Nyheter má nú samt sjá að íslenskir fjölmiðlar eru ekkert eyland. Umfjöllun DN er jafn léleg. Til að kóróna þetta tekur DN viðtal við konu í fréttaskýringu, sem hefur ekki hundsvit á hjólreiðum eða hvað veldur slysum á hjólreiðamönnum. Hún hefur hinsvegar einlægan áhuga á að reka áróður fyrir hjálmanotkun og gerir það skammlaust með því að lítilsvirða líf mannsins, sem hún segir sjálf að hjálmur hefði ekki getað bjargað.
Á tíu árum á árabilinu 1999-2008 létust 229 í umferðinni á Íslandi. Tuttugu þeirra voru gangandi vegfarendur sem bílstjórar óku á, 13 voru bifhjólamenn en afgangurinn bílstjórar og farþegar í bíl. Engin hjólreiðamaður lést á þessu tímabili. Hversu margir ökumenn, farþegar og gangandi hefðu bjargast hefðu þeir verið með hjálm? Er kannski ástæða fyrir þá sem vilja lögleiða hjálmanotkun að hvetja aðra vegfarenda hópa til að nota hjálm, fremur en hjólreiðamenn?
Það er athyglisvert að þeir sem vinna að slysavörnum hvetja gangandi til að koma í veg fyrir slysin með því t.d., að nota mannbrodda i hálku og endurskin í myrkri. Gangandi eru ekki hvattir til að vera með hjálm eða bílhelda brynju til að verja sig þegar slys verður. Afhverju beinist áróður slysavarna ekki að því að koma í veg fyrir slys á hjólreiðamönnum, fremur en að því, að hafa búnað til að verjast meiðslum þegar slys verða. Til þess þarf þrennt.
A. Að hafa vit á hjólreiðum og hvað veldur hjólreiðaslysum.
B. Kjark til að miðla flóknari upplýsingum til ólíkra hópa hjólreiðamanna.
C. Kjark til þess að miðla upplýsingum til þeirra sem aka á hjólreiðamenn, bílstjóra.
Ástæðan fyrir því að rekin er áróður fyrir notkun hjálma er sennilega sú að það er einfalt og þægilegt og það nægir að hafa ein skilaboð. Notið hjálm. Áróður fyrir hjálmanotkun kemur sennilega ekki í veg fyrir slys (nema með fækkun hjólreiðamanna) og ólíklegt er að hún minnki meiðsl hjólreiðamanna svo neinu nemi.
3. Öfgakennd og hatursfull umræða
Ef umræðan eftir slysið á vef DN er skoðuð, kemur í ljós að bílstjórar og hjólreiðamenn í Svíaríki talast varla við nema með skætingi og skítkasti. Menn fá útrás fyrir innibyrgða reiði og heitar tilfinningar. Þetta er samt ekki uppbyggileg umræða. Mér finnst við íslendingar í þessu sambandi standa framar Svíum. Kannski er það, að flestir íslenskir hjólreiðamenn eru jafnframt bílstjórar eða að nándin er meiri milli fólks á Íslandi. Þá eru flestir íslenskir bloggarar þátttakendur í blogg samfélaginu undir eigin nafni en fela sig ekki bak við dulnefni. Þetta er samt í mótsögn við þá ímynd sem maður hefur af Svíum.
Hjólreiðar | 13.7.2009 | 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég held að umferðaröryggi muni batna með því að hækka bílprófsaldurinn upp í 18 ár. Það mundi þýða færri slys og minna manntjón í umferðinni.
Ekki síður mundi það þýða betri fjárhag ungmenna, minni umferð, minni mengun og bættar almenningssamgöngur.
Þá má ekki gleyma bættri heilsu ungmenna sem fresta því um eitt ár að festast í hreyfingarleysi einkabílsins. Það er alltof algengt að fólk taki bílpróf 17 ára og hreyfi sig síðan ekki meir upp frá því með sjáanlegum árangri fyrir holdafarið.
Við höfum allt að vinna með því að hækka bílprófsaldurinn upp í 18 ár.
Börn með drápstæki á milli handanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 10.7.2009 | 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rakst á blogg hjá Kristni Guðjónssyni þar sem hann segir frá ferð sinni hringinn í kringum landið á hjóli. Hann var að ljúka henni.
Mjög skemmtilegt og fallegar myndir.
Hjólreiðar | 10.7.2009 | 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dularfull auglýsing hefur komið fram sem auglýsir Critical mass á föstudögum kl. 18 frá Menntaskólanum í Hamrahlíð:
Þyrping/Critical Mass verður mynduð á föstudaginn [10.júli 2009] kl. 18:00. Lagt verður af stað frá Menntaskólanum við Hamrahlíð fljótlega upp úr sex. Fyrir þá sem vita ekki hvað Þyrping er, þá er það hópur hjólreiðamanna sem hjóla um götur borgarinnar til að sýna fram á hjólreiðar eru samgönguleið jöfn bílum.
Þetta er alveg í takt við anda Critical mass sem leggur áherslu á að hver sem er getur staðið fyrir þyrpingu hjólreiðamanna. Augljóst er af plakati sem ég fékk sent að þetta á að vera vikulegur viðburður.
Hjólreiðar | 9.7.2009 | 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu