Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Vestfjarðargöng

Sprettur Trek 2200 Í sumarfríinu fór ég með Sprett litla vestur á firði. Þar fékk hann að spretta úr spori í fjörðunum fyrir vestan á milli Flateyrar, Þingeyrar og Ísafjarðar í nokkur skipti. Hann er annars ansi sérlundaður af því hann vill bara vera á malbiki. Það er ekki vandamál fyrir vestan því það er komið malbik alla leið til Reykjavíkur og milli allra þéttbýlisstaða alla leið til Þingeyrar. Ef maður ætlar sunnar væri sennilega hægt að taka rútuna á Brjánslæk og Baldur þaðan til Stykkishólms. Myndin af Spretti er tekinn við upplýsingaskilti um Gisla sögu á Gemlufallsheiði, "þaðan sem öll vötn falla til Dýrafjarðar".

Norðanverðir Vestfirðir eru paradís hjólreiðamanna. Lítil umferð, góðir vegir, skemmtileg jarðgöng, brattar heiðar, alveg frábær náttúra, umhverfi, þjónusta og fólk eins og best verður á kosið. Fyrir fjallahjólafólk eru síðan margar skemmtilegar, torfærar leiðir um fjöll og firnindi.

 Kvika myndin hérna er tekin á leiðinni upp Breiðadal úr Önundarfirði á leiðinni í Vestfjarðargöng til Ísafjarðar.

Seinni myndin er tekin í miðjum göngunum. Hávaðinn sem heyrist er frá loftræsikerfinu sem eru gríðarstórar og hávaðasamar viftur í loftinu.

 

Það er dimmt í göngunum þannig að menn verða að hafa ljós bæði að framan og aftan.

 


Nagladekk undir reiðhjól eru nauðsynleg að vetrarlagi

Það gildir allt annað um nagladekk undir hjól heldur en undir bíla. Það er vegna þess að bíll er miklu þyngri, aflmeiri og fer miklu hraðar en maður á reiðhjóli.

Bíll með bílstjóra er um 1-2 tonn að þyngd og með vél frá 75-200 kw og ekur á stofnbrautum á um 60-90 km/klst (þótt meðalhraðinn innanbæjar sé á bilinu 30-40 km klst).

Maður á reiðhjóli vegur oftast um 75-100 kg, fæturnir hans afkasta um 75-200 w (sem er einn þúsundasti af afli bílsins) og hámarkshraði hans á jafnsléttu er um 30 km klst (en meðalhraði um 10-25 km/klst eftir einstaklingum).

Reiðhjólið slítur örugglega innan við einum þúsundasta af sliti bíls vegna þessa. Það er, það þarf sennilega yfir þúsund reiðhjól á nagladekkjum til að slíta sömu þyngd af malbiki og einn bíll á nagladekkjum. Áhrifin eru þó sennilega meiri því þarna er áhrif hraða bílsins á stofnbrautum ekki tekin með.

1 á móti þúsund virðist reyndar vera ágætis mælikvarði á samanburði milli reiðhjóla og bíla hvað varðar lýðheilsuáhrif, mengun, umhverfisáhrif og slysahættu.
  • Fyrir hverja þúsund einstaklinga sem bílar drepa í umferðinni drepa reiðhjól einn.
  • Fyrir hvern reiðhjólamann sem deyr í umferðinni vegna slysa deyja 1.000 einstaklingar vegna offitu og hreyfingarleysis.
  • Umhverfisáhrif bíla eru sennilega yfir þúsundföld á við reiðhjól m.v. notkun auðlinda.

mbl.is Nagladekk víða uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæðar fréttir en

Þetta eru mjög jákvæðar fréttir en það þarf að segja betur frá í fréttum, ræða við höfunda og geta heimilda.

Hvað heitir skýrslan? Hver eru þessi samgönguyfirvöld? Hvar getur maður náð í skýrsluna á netinu? Hverjir eru höfundar? Afhverju er ekki tekið viðtal við þá? 

Oft eru frásagnir fjölmiðla ekki nógu vandaðar og niðurstaða frétta ekki í samræmi við efni skýrslna. Þessvegna þarf nauðsynlega að geta heimilda.


mbl.is Fleiri fara gangandi og hjólandi en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sokkaraunir

Sokkar1

Þeir sem eiga nokkur börn kannast við sokkaraunir þegar sokkarnir aðskiljast á leiðinni úr og í þvott. Þá sitja menn uppi með staka sokka og engin veit hvort hinn sokkurinn sé týndur, ónýtur eða á leiðinni í þvottinum.

Þetta er búið að vera höfuðverkur á mínu heimili enda mörg börn sem renna þar í gegn mishirðusöm og sokkarnir ganga í arf frá þeim eldri til þeirra yngri.

Sokkar2

Eitt kvöld um daginn fann ég samt einfalt ráð við því. Maður sorterar bara saman skylda sokka í teygjur og getur þá auðveldlega borið huldusokka úr þvottinum saman við fyrirliggjandi sokkasafn. Mér hentaði að setja saman dökka sokka, hvíta sokka, einlita sokka, röndótta sokka og sokka með mynd.

Einfalt og árangursríkt.


Merki um að laun og bætur duga ekki til framfærslu

Þessar biðraðir voru komnar í þenslunni fyrir hrun líka. Munið þið eftir því að Davíð Oddson hellti sér yfir fólk í biðröðunum á þeim tíma og sagði eitthvað á þá leið að ef eitthvað væri ókeypis þá kæmi fólk og stæði í biðröð eftir því. Eftir hrun hafa biðraðirnar lengst um allan helming þannig að fólk er greinilegra orðið óforskammaðara á mælikvarða DÓ.

Ég held að það sé eitthvað annað sem ræður lengri biðröðum og það sé fyrst og fremst bág staða þess fólks, sem bíður í biðröðinni. Hitt er svo annað mál að biðraðir eftir mat eru ekki rétta leiðin til að aðstoða fólk.

Vandinn er fyrst og fremst sá að það hefur verið "bannað" fram að þessu að ákvarða lágmarksframfærslu. Skýringin á því er sennilega sú að þá mundi koma í ljós, að hvorki lágmarkslaun né bætur duga til framfærslu við venjulegar aðstæður fólks á landinu. Hvað þá við þær óvenjulegu aðstæður sem ríkja eftir hrun.

Það þarf að setja lágmarksframfærsluviðmið og síðan að sjá til þess að allir geti verið yfir þessu viðmiði í tekjur m.v. fjölskylduaðstæður. Til þess eru fjölþættar leiðir. Ég fjallaði um þær og þessa stöðu mála í bloggfærslu árið 2007.

Ef síðan þrátt fyrir allt vantar upp á ætti að úthluta matarmiðum til kaupa á mat í verslunum og í skólanum fyrir krakkana. Til þess þarf einhver einn aðili að hafa yfirsýn yfir aðstæður þess fólks sem þarf á aðstoð að halda. Það er hin brotalömin í íslensku velferðarkerfi, að það er allt of brotakennt og á forræði allt of margra aðila.


mbl.is Deila á matargjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Shaken camera syndrome

Nú hef ég ekki sett inn myndir af hjólaleiðum í langan tíma. Skýringin er sú að myndavélin mín hefur orðið fyrir hnjaski vegna hristings á "Spretti" bláa Trek 2200 hjólinu mínu.

Sprettur Trek 2200

Það er með svo mjóum dekkjum að hristingur nær greiðlega upp í stýrið þar sem myndaveĺin er fest. Myndavélafestingin er líka heimasmíðuð og dempar ekkert. Myndavélin hefur hreinlega hrists í frumeindir sínar og skrúfurnar dottið úr. Á Gary Fisher fjallahjólinu mínu dempa dekkin miklu betur ójöfnur þannig að þetta gerðist ekki á því.

Myndavelafesting

 

Það má líka segja að ég hafi verið búin að taka upp flestar leiðirnar sem ég fer úr og í vinnu þannig að þetta væri vísast bara endurtekið efni. 

Lausar skrúfur 1

 

 

En ég ætla samt að setja inn efni síðar sem ég tek með því að halda á myndavélinni þó það verði ekki skrásetning á leiðinni sem farinn var eins og fyrri myndir voru.

 

Lausar skrúfur 2


Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband