Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Jafnræði samgöngumáta tryggt?

Þetta er gott framtak hjá Umhverfisráðuneytinu og vonandi á það eftir að stíga frekari skref í sömu átt.

Meðal annarra orða.

Veit einhver hvort skatturinn sé hættur að skattleggja samgöngustyrki eins og strætókort? Síðast þegar ég vissi var samgöngustyrkur fyrir hjól eða strætó (um 40.000 kr) skattlagður eins og venjulegar launatekjur meðan ökustyrkir uppá 2.500 km = 250.000 kr og bílastæði uppá ca. 40.000 - 200.000 kr á ári voru ekki skattlögð.

Bíleigandinn gat fengið allt að 400.000 kall skattfrjálst en þeir sem notuðu hjól eða strætó fengu í besta falli 40.000 kall sem var skattlagður.

Umhverfisráðuneytið og Fjármálaráðuneytið þurfa greinilega að tala saman. Mér finnst lágmark að hætt sé að skattleggja þennan smápening sem þeir sem nota vistvæna samgöngumáta geta fengið í örfáum fyrirtækjum og stofnunum.

Svo má spyrja sig. Er jafnræði samgöngumáta tryggt með þessu?


mbl.is Starfsfólki gefið strætókort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak hjá borginni

Landssamtök hjólreiðamanna hafa bent á að hjólreiðar á móti einstefnu getur verið góð leið til að bæta samgöngur hjólandi í borgum. Nánar um það í stefnumálum LHM.

Á vef Landssamtaka hjólreiðamanna var frétt um framkvæmdina í Suðurgötu þegar hún var samþykkt á sínum tíma. Þar eru líka teikningar af framkvæmdinni.


mbl.is Suðurgatan grænkar með haustinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguvika 16.-22. september

Samgönguvika hefst núna á fimmtudaginn 16. september. Atburðum er nánar lýst á vefnum. Í ár eru átta sveitarfélög komin á skrá yfir þáttakendur á Íslandi.

Samgönguvika er samevrópskt átak um bættar samgöngur í borgum. Hún stendur árlega frá 16. – 22. september og er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur. Fleiri en 2000 borgir og bæir í Evrópu taka þátt í Samgönguviku árið 2010.
 
Evrópsk Samgönguvika gengur út á að virkja íbúa til þess að nota almennings samgöngur, hjóla eða ganga. Einnig er vikan hvatning til yfirvalda um að stuðla að notkun þessara samgöngumáta og fjárfesta í nauðsynlegum aðbúnaði.
highway knot 01
 
Ég hef áður skrifað um atburð á samgönguviku en árið 2001 skrifaði ég í Moggan um Bíllausa daginn. Sú grein er hér á blogginu.

 

 

 

 

 


Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband