Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Gjaldtaka af bílastæðum.

Það væri líkast til einfalt mál að taka gjald á bílastæðinu við Geysi og láta það standa undir viðhaldi svæðisins. Það er ekki 100% í eigu ríkisins.

Það væri líka sanngjörn leið því auðvitað eiga þeir sem koma og skoða svæðið að standa undir rekstri þess. það er ekki hlutverk skattgreiðenda að niðurgreiða upplifun ferðamanna á Geysisvæðinu.

Ég hef frekar takmarkaða trú á náttúrupassa. Það er eðlilegra að það sé tekið gjald fyrir þjónustuna á hverju svæði fyrir sig og það gjald sé látið standa undir rekstrinum við bílastæði, klósett, sorphirðu, göngustíga og svo framvegis.


mbl.is Ekkert gjald án samþykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi fólksbíla og meðalaldur fólksbílaflotans

Í meðfylgjandi samantekt er fjallað um fjölda fólksbíla á landinu, fjölda fólksbíla á hverja 1.000 íbúa og meðalaldur fólksbílaflotans. Allt eru þetta hugtök sem stundum heyrast í almennri umræðu og eru hluti af opinberri tölfræði sem stundum er hent á lofti og borin saman við útlönd.

Á Íslandi eru tölur um fólksbílaeign miðaðar við fjölda skráðra fólksbíla. Evrópusambandið og aðildarlönd þess og kannski flest lönd gefa hinsvegar upp tölur um bílaeign sem fjölda bíla í umferð. Það gerir og ACEA, Samtök Evrópskra bílaframleiðanda.

Nauðsynlegt er að útskýra tvö lykilhugtök.

Bíll á skrá: er bíll sem hefur verið skráður í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu (Umferðarstofu) og hefur ekki verið afskráður. Fjöldi fólksbíla á skrá eru allir fólksbílar sem eru í ökutækjaskrá.

Bíll í umferð: er bíll sem er á ökutækjaskrá og er á númerum og má vera í umferð. Hægt er að taka bíl af númerum og er hann þá áfram í ökutækjaskrá en ekki þarf að greiða af honum tryggingar né flest opinber gjöld og hann er þá ekki talinn í umferð.

Í greininni er komist er að þeirri niðurstöðu að vegna þess að fólksbílaeign á Íslandi hefur verið miðuð við bíla á skrá en ekki bíla í umferð hefur fjöldi fólksbíla á Íslandi verið ofmetinn um að lágmarki 15%. Fjöldi fólksbíla var sennilega um 550 en ekki 646 á hverja 1.000 íbúa árið 2011. Af sömu ástæðu er meðalaldur fólksbílaflotans líklega ofmetin um u.þ.þ. 2 ár. Meðalaldur fólksbíla á skrá var 11,95 ár í lok árs 2012 en í könnun í september 2013 var meðalaldur fólksbíla í umferð áætlaður 8,94 ár. Samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu var meðalaldur fólksbíla  skrá 12,5 ár en meðalaldur fólksbíla í umferð 10,6 ár, þann 31. okt. 2013. Í samanburði við bílaeign í EB færist Ísland úr 2. sæti í 6. sæti hvað varðar fjölda fólksbíla á 1.000 íbúa (merkt 2. mynd að neðan). Í samanburði við meðalaldur fólksbíla í EB færist Ísland úr 2. sæti yfir hæstan meðalaldur fólksbíla niður í nálægt meðaltali yfir meðalaldur fólksbíla í EB (merkt 3. mynd að neðan).

Greinina geta menn skoðað með að hala hana niður og þar er vísað í heimildir.

Fjöldi fólksbíla á hverja 1.000 íbúa í Evrópu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Meðalaldur fólksbílaflotanna í EB

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband