Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Niðurgreiðslum hætt?

Það væri fróðlegt að sjá útreikninga Isavia á kostnaði við stæðin. Þessi gjöld virðast há en eru kannski eðlileg miðað kostnað. Nýtingarhlutfall hlýtur þó að hafa mikil áhrif. Nýtingarhlutfall stæðanna við flugstöðina virðist hátt einkum við langtímastæðin og mun hærra en í öðrum gjaldskyldum stæðum á Íslandi. Það gæti verið að gjöld séu oftekin við flugstöðina allavega ef miðað er við að þau eru ekki í bílastæðahúsum og ef við horfum til langs nýtingartíma. Miðað við skipulagsáform við flugvöllinn gæti þó þurft að færa bílastæði fljótlega og verður þvi afskriftartíminn styttri en ella.

það eru líka tíðindi að starfsmenn þurfi að greiða fyrir bílastæði. Þetta er það sem koma skal.

Við sitjum enn uppi með að nánast öll bílastæði landsmanna eru niðurgreidd, bæði þau sem notendur þurfa ekki að greiða fyrir og þau sem er gjaldskylda í. Það eru sennilega bara stæðin við flugstöðina og stæðin við Höfðatorg, sem standa undir sér.


mbl.is Bílastæðagjöld tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærri vextir?

Afnám verðtryggingar, eða miklar skorður við því að venjulegir húsnæðiskaupendur taki verðtryggð lán, mun að óbreyttu líklega þýða hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði. Það mundi líklega taka mörg ár að skapa þannig trú og jafnvægi í efnahagslífinu að óverðtryggðir vextir verði viðunandi. Allan þann tíma yrði að vera ábyrg og hófleg efnahagstefna. Fram að þessu hefur það ekki gengið upp á Íslandi. Hafa menn meiri trú á því núna?

Persónulega held ég að það væri æskilegast að afnema verðtryggingu, hafa ábyrga efnahagstefnu, stöðugleika, lága vexti o.s.frv. Ég er bara ekki sérlega trúaður á íslenskt samfélag að þessu leyti.

Ég hef áður fjallað aðeins um þetta:

Ekki við öðru að búast

Tími til kominn að fasteignaverð lækki

 


mbl.is Framsókn hefur „miklar áhyggjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Það er tími til komin. Svona lítur þetta út dagsdaglega.

Bílar 1

 

 

 

 

Bílar 2

 

 

 

 

Bílar 3

 

 

 

 

 

 

Bílar 4


mbl.is Kópavogur skoðar bílastæðagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband