Maður er öruggari á hjólinu en í sófanum

Þetta er flókið vandamál en aukin hreyfing er örugglega mikilvæg til að halda aftur af þyngdaraukningu. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM.is) hafa ítrekað bent á að hjólreiðar hafa mikil áhrif  á lýðheilsu. Besta leiðin til að fá daglega hreyfingu er að láta hreyfinguna vera hluta af daglegum lífsstíl eins og t.d. að hjóla eða ganga í vinnuna.

Í greininni Hjólreiðar, áhrif á heilsufar fjallar Morten Lange um það efni og vísar m.a. í fjölmargar heimildir.

Mersikkerpacykelensoffa

Danir hafa líka gert sér grein fyrir þessu og stofnunin Folkesundhed Kobenhavn hefur m.a. gefið út plakat sem segir að maður sé öruggari á hjólinu en í sófanum.

Danir hafa líka skilið að það á ekki að hvetja til hjólreiða með áherslu á hugsanlegar hættur sem þeim geta fylgt. Hefur einhver séð hvatt til fótbolta og ástundun íþrótta með því að tíunda fyrst að menn geta mögulega slasað sig við þessa iðju? Þó slasast hundruð íslendinga í fótbolta og í öðrum íþróttum árlega.

Tölur eru á reiki en á Íslandi er oft talað um að nokkur hundruð manns deyi árlega úr hjarta og æðasjúkdómum og er helsta orsökin reykingar annarsvegar og hreyfingarleysi og offita hinsvegar. Ef við segjum að 100 deyi árlega fyrir aldur fram vegna hreyfingarleysis og offitu, sem er örugglega vanmat, þá hafa síðastliðinn 13 ár dáið um 1300 manns af þessum orsökum.  Á sama tíma hefur engin hjólreiðamaður dáið í umferðinni.

 


mbl.is Faraldur offitu hefur lagst þungt á þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég tek undir þetta. Hjólreiðar hafa bjargað mér frá þunglyndi eftir að arfgeng slitgigt bannaði mér að fara í boltaíþróttir og víðavangshlaup. Ég hjóla allt árið og hef ekki fengið neitt kvef og aðrar pestir í mörg ár.

Úrsúla Jünemann, 11.10.2010 kl. 16:28

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég gerði einmitt þetta, stóð upp úr sófanum og hjólaði af mér 35 kg.  Heilsan ekki verið betri síðustu 15 árin, að ég tali nú ekki um líðanina  

Hjóla-Hrönn, 11.10.2010 kl. 17:44

3 identicon

Iss, amma mín sko hún hjólaði af sér 135 kg. Þetta hafði svo mikil meðaltalsáhrif í sveitinni, svona lýðheilsulega séð, að enginn hreyfði sig í tvö og hálft ár. Fólk fór á bílnum á kamarinn sko.

Orsi- (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband