Til að svona dagur heppnist með almennri þátttöku fólks er mikilvægt að margir ólíkir aðilar komi að honum. Til dæmis sveitarfélög, stjórnmálaflokkar, stéttarfélög, íþróttafélög, skólar, hagsmunasamtök, fyrirtæki o.fl. Enda er það svo að hagsmunirnir sem um er að ræða eru miklu meiri en svo að þeir eigi aðeins að vera á snærum eins fyrirtækis sem sinnir almenningssamgöngum. Mörg sveitarfélög landsins hafa nú samþykkt svokallaða staðardagskrá 21 en það er eins konar forskrift hvers sveitarfélags að sjálfbærri þróun á nýrri öld. Þessi sveitarfélög ættu skilyrðislaust að standa fyrir bíllausum degi hjá sér, með samstöðu ólíkra aðila, því það er í ágætu samræmi við staðardagskrá þeirra.
Hver er þá kjarninn í bíllausum degi? Hvaða spurningu á fólk að spyrja sig þegar hann ber á góma? Hún er að mínu áliti þessi: Get ég bætt þau lífsskilyrði sem ég og aðrir borgarar búa við með því að skilja einkabílinn eftir heima, þegar kostur er? Ef svarið við þessari spurningu er játandi ættir þú lesandi góður skilyrðislaust að skilja bílinn eftir heima reglega eða a.m.k. stöku sinnum.
Ef grannt er skoðað held ég að meirihluti fólks geti svarað spurningunni að ofan játandi. Hvers vegna er þá ekki meira um það að menn skilji bílinn eftir heima? Ég hef spurt fólk að þessu endrum og sinnum og fæ oftast sömu svör: "Veðrið á Íslandi er svo vont. Það rignir svo mikið. Það er alltaf rok. Það er svo mikið af brekkum. Það eru ekki hjólastígar. Leiðakerfið hjá strætó hentar mér ekki. Strætó stoppar svo langt frá." Ég man ekki til þess að nokkur maður hafi sagt: "Ég nenni því ekki, ég er svo latur." En það er því miður alltof oft ástæðan fyrir því að fólk notar bíl til að komast allra sinna ferða. Já, allra sinna ferða. Mörg okkar hafa ekki frá 17 ára afmælisdeginum ferðast öðruvísi en í bíl. Út í sjoppu hvað þá meira. Ef þú, lesandi góður, hefur ekki ferðast öðruvísi en í bíl í heilt ár ættir þú að fara að hugsa þinn gang.
Áhrif bílsins á heilsu, líkamsástand og umhverfi okkar láta ekki á sér standa. Hlutfall of þungra barna og fullorðinna hefur aukist mikið undangengna áratugi eins og nýleg könnun sýnir. Ég fór til útlanda í fyrra eftir margra ára hlé og varð fyrir nokkru áfalli á Kastrup því Íslendingarnir í vélinni heim voru áberandi feitari heldur en aðrir farþegar á flugvellinum. Þarna var fólkið komið sem ekki sést í sundi. Þetta hefur líka áhrif á umhverfi okkar allra. Þeir sem ekki nota bíl að staðaldri, s.s. börn, unglingar og gamalmenni búa við bíl-ástand. Loftmengun jafnast á við margar erlendar stórborgir og telst heilsuspillandi við umferðargötur. Hávaði frá umferð veldur ónæði og er á sumum stöðum yfir viðmiðunarmörkum og hefur áhrif á líðan fólks. Æ stærri hluti borgarinnar er undirlagður umferðarmannvirkjum sem skera í sundur aðra umferð og eru lýti á umhverfinu. Beinn kostnaður við umferðarslys og samfélagskostnaður sem af slysum hlýst er himinhár og eru þá ótaldar mannlegar þjáningar. Kostnaður við gerð mannvirkja fyrir bíla mun hlaupa á tugmilljörðum á næstu tveimur áratugum bara til að halda umferðarástandi í horfinu. Ef menn efast um þessa lýsingu ættu þeir að fara í gönguferð við Miklubraut, standa þar í strætóskýli eða fara yfir eina af hinum ágætu göngubrúm sem byggðar hafa verið.
Ég hvet alla til að nota það tækifæri sem bíllaus dagur er til að velja aðra ferðakosti heldur en einkabílinn. Ég held að flestir sem melta þetta með sér sjái að þeir geti farið margra sinna ferða án þess að vera á bíl. Gangandi, hjólandi, í strætó eða í bíl með öðrum. Afsakanirnar að ofan ættu að vera tamari fíklum heldur en fullorðnum, sjálfstæðum einstaklingum.
Birt í Mogganum 20. september 2001.
Meginflokkur: Birtar blaðagreinar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 8.1.2009 | 23:50 (breytt kl. 23:51) | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.