Aðskilnaðarstefnan og stúdentaráð

Sigurlaug Gunnlaugsdóttir skrifaði fróðlega grein sem birtist í Mogganum 16. mars síðast liðinn. Þar bendir hún meðal annars á að íslenskir háskólastúdentar hafi verið lítið virkir í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Stúdentaráð Háskóla Íslands hafi ályktað árið 1988 að það væri ekki hlutverk þess að hafa afskipti af stjórnmálum og síst í samstöðu með "hryðjuverkahópum" sem Afríska þjóðarráðinu. Fangelsaður leiðtogi Afríska þjóðarráðsins var Nelson Mandela. Glæpur hans var að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni með friðsömum hætti.

Það er skemmtilegt þegar dregin eru upp gömul lík úr djúpinu. Þau geta stundum sagt okkur eitthvað um samtíðina og varpað ljósi á sögu þeirra manna sem komu við sögu þá, og nú. Það var auðvitað Vaka sem vildi ekki ganga til liðs við baráttuna gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.

Hverjir skyldu hafa setið í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku félag lýðræðissinnaðra stúdenta árið 1988? Ætli nöfn þessarra manna séu eitthvað kunnugleg í dag?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Davíðsson

Sæl Sigurlaug

Ég var sjálfur í HÍ á þessum tíma en var ekki þáttakandi í stúdentapólítíkinni nema sem kjósandi. Ég hefði viljað rifja þessa tíma betur upp hverjir voru hvar o.s.frv. en nöfn stúdentaráðsliða liggja ekki á lausu (þ.e. á netinu). Sveinn Andri, Sigurjón Árnason, Guðlaugur Þór og Jónas Fr. Jónsson voru þarna allir á einhverjum tímapunkti. Íslensku þjóðfélagi verður kannski best lýst sem einhverskonar ættbálka klíkuþjóðfélagi þar sem tengslanet mennta-, háskóla og flokka eru mikilvægustu tengslin sem menn mynda og sennilega mikilvægari en ættartengsl. Ekki þar fyrir, að svona er þetta einnig í meira og minna mæli í öðrum samfélögum í kringum okkur.

Árni Davíðsson, 14.4.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband