Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Ég bloggaði fyrir nokkru um hraða mismunandi samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefur Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur endurtekið umferðarkannanir eins og greint er frá í frétt Samgönguskrifstofunnar innan sviðsins. Niðurstaðan var að ferðahraði hafi aukist í samkvæmt könnun á aksturshraða og umferð hefur minnkað samkvæmt sniðtalningu.
Hver er þá skynsamleg áhersla í samgöngumálum til að gera umferð greiðari?
Á að eyða 15 milljörðum í mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut - Miklubraut eða á að fækka bílum á götunum með því að gera aðra samgöngumáta meira aðlaðandi, t.d. með:
- stofnbrautum fyrir reiðhjól
- forgangsakreinum fyrir strætó
- samgöngusamningum á vinnustöðum
- auka jafnræði samgöngumáta í peningalegu og skattalegu tilliti
Er ekki skynsamlegt að fækka bílum með því að gera aðra samgöngumáta meira aðlaðandi og skapa þar með meira pláss fyrir þá sem áfram nota einkabílinn? Líkur benda til að það sé mun ódýrari kostur og skapi mun fallegra borgarumhverfi en ofuráhersla á stærri umferðarmannvirki. Gleymum því ekki að umferðarteppurnar skapast ekki af þeim sem ganga, hjóla eða taka strætó. Síðast þegar ég vissi voru þetta allt einkabílar í umferðarteppunum.
Besti vinur einkabílsins er ekki bílstjóri í einkabíl heldur sá sem gengur eða hjólar.
Ferðatími styttist á milli hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 10.12.2009 | 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eins og menn muna fór meirihlutinn í Kópavogi með fyrrverandi bæjarstjóra Gunnar Birgisson í broddi fylkingar út í það að byggja vatnsveitu í landi Kópavogs í Heiðmörk.
Það var partur í þeirri fléttu að flytja hesthúsin úr Glaðheimum. Til að geta komið hesthúsahverfinu á nýtt svæði á vatnsverndarsvæði þeirra Garðbæinga þurfti að létta af vatnsvernd og leggja niður vatnsból Garðabæjar við Dýjakróka við Vífilstaðavatn. Í samningum við Garðabæ var samið um sölu á vatni til Garðabæjar til næstu 40 ára á verði sem var langt undir kostnaði við vatnsöflun Kópavogs. Gera má ráð fyrir að verð við vatnsöflun í Kópavogi sé vel yfir 10 kr/tonnið, sennileg ágiskun er 12-16 kr/tonnið. Þetta vatn selur Kópavogur síðan Garðabæ á 5 kr/tonnið og hluta af þessu vatni selja Garðbæingar síðan Álftnesingum á 18 kr/tonnið.
Vatnsgjald sem íbúarnir borga í fasteignagjöldum er þjónustugjald og óheimilt að hafa þetta gjald hærra en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna. Í þessu tilviki virðist þó sem á Kópavogsbúar greiði fyrir vatnsnotkun Garðbæinga með vatnsgjaldi sínu. Hvernig getur það staðist lög?
Þeir sem niðurgreiða þetta dæmi eru skattgreiðendur í Kópavogi sem með þessu fá en og aftur að njóta fjármálasnilli Gunnars og meirihluta sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks.
Árið 2007 skrifaði ég grein um Glaðheimamálið og fleira. Útkomunni úr því hefur ekki verið gerð fullnægjandi skil en það virðist ljóst að bærinn hefur lagt í um 5 milljarða kostnað við að koma hesthúsunum burt. Hinsvegar hefur hann ekki fengið þá rúmlega 6 milljarða sem byggingaraðilarnir ætluðu að greiða fyrir landið. Þarna átti að rísa gríðarlegt byggingarmagn með um 100.000 bíla umferð á sólarhring á Reykjanesbraut.
Og hestarnir? Þeir eru en í Glaðheimum!
Vatnið margfaldast í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 8.12.2009 | 09:56 (breytt kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér er til umfjöllunar í dómssal mjög alvarlegt slys sem varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Það varpar ljósi á starfsemi tryggingafélaganna sem eins og menn muna voru búnir að safna digrum bótasjóðum fyrir hrun.
Í fréttinni segir: VÍS hafi greitt stúlkunni fullar bætur miðað við lágmarkstekjuviðmið skaðabótalaga að frádregnum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Tryggingafélagið tryggir ökutækið miðað við útreikninga tryggingastærðfræðings og greiðir bætur en dregur frá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Spyrja má hvort í útreikningum stærðfræðingsins sé tekið tillit til þess að útgreiðsla tryggingafélagsins verður lægri vegna þess að TR stendur skil á hluta fjárhæðarinnar sem sá er fyrir tjóninu varð fær í bætur.
Eru tryggingafélögin helst bótaþegar Tryggingastofnunar ríkisins? Hverjir sömdu frumvarpið sem síðar varð að lögum um vátryggingarstarfsemi? Hversvegna gátu tryggingafélögin safnað bótasjóðum sem urðu langtum stærri en samanlagðar bætur fyrir öll þau tjón sem þau mundu nokkurn tímann greiða? Voru bótasjóðirnir notaðir til að útiloka samkeppni þegar erlend tryggingafélög reyndu að hasla sér völl á 10 áratugnum? Hvernig stóð á því að fjárglæframönnum og útrásarvíkingum tókst að læsa klónum í bótasjóð Sjóvá Almennra og tapa honum öllum og meira til í áhættufjárfestingum í Asíu án þess að Fjármálaeftirlitið hindraði það?
Er ekki komin tími til þess að lögum um vátryggingastarfsemi verði breytt og tryggt að bótasjóðir tryggingafélaganna vaxi ekki aftur í þá stærð að þau verði úr takti við hugsanlega útgreiðslu bóta? Eiga tryggingafélögin ekki að hætta að vera á spena Tryggingastofnunar ríkisins?
Bótakröfu vegna alvarlegs slyss hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.12.2009 | 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er alltof algengt að bílstjórar sýni börnunum okkar og sínum alltof litla tillitsemi í umferðinni. Akstri á að haga eftir aðstæðum og þar sem er myrkur og mikið af gangandi fólki þarf að taka tillit til þess. Aka hægar og líta vel eftir gangandi og hjólandi vegfarendum. Það eru bílstjórar bakvið stýrið á þeim bílum sem slasa og drepa fólk. Liggur mönnum svona lífið á að komast í ræktina?
Menn komast ekkert hraðar áfram þótt þeir hamist og hemli á 50 m fresti. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar mældi meðalhraða bíls á sex leiðum á morgnana og síðdegis í október 2008. Meðalhraði bíls á þessum sex leiðum var um 32 km/klst. Meðalhraði reiðhjóls er á bilinu 15-25 km/klst í Reykjavík. Þá er ekki verið að reyna neitt sérstaklega mikið á sig.
Barnið sem þú sérð ganga á gangstéttinni er barnið þitt. Ætlar þú að aka á barnið þitt í dag?
Maðurinn sem er á leiðinni yfir gangbrautina er bróðir þinn. Ætlar þú að aka á bróðir þinn í dag?
Konan á hjólin framan við þig er systir þín. Ætlar þú að aka á systur þína í dag?
Skjaldborg um gönguleiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 2.12.2009 | 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi bloggfærsla er skrifuð á Ubuntu Linux. Ókeypis stýrikerfi sem er mjög stöðugt, öruggt og hefur aðgang að miklu magni ókeypis hugbúnaðar.
Maður fær sjálfvirkar öryggisuppfærslur og hægt er að stilla á sjálfvirka uppfærslu stýrikerfisins þannig að maður getur alltaf verið með nýjustu útgáfu stýrikerfisins með öllum nýjustu viðbótum og reklum.
Aðgangur er að miklu magni ókeypis hugbúnaðar sem maður velur af netinu í gegnum pakkakerfi sem gerir alla uppsetningu mjög einfalda.
Mynd af skjáborðinu þegar þessi færsla er skrifuð:
Rannsaka svartan skjá dauðans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | 1.12.2009 | 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu