Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018
Skemmtileg grein um bíla í pressunni.
Þar sem ég hef áður skrifað um bifreiðaeign og aðallega fólksbílaflotann velti ég því fyrir mér hvort hugtök séu notuð í greininni eins og þau eru skilgreind í umfjöllun Samgöngustofu. Það skiptir máli að menn noti skilgreind hugtök með réttum hætti og finnst mér ýmislegt ekki ganga upp í talnefninu m.v. uppgefnar tölur hjá Samgöngustofu.
Ökutæki er mun viðfeðmara hugtak en bifreið. Er ekki átt við bifreiðar þarna? Um síðustu áramót voru 244.842 bifreiðar í umferð, bifreiðar á skrá voru 298.588. Er átt við bifreiðar í umferð? Fólksbifreiðar í umferð voru síðan 213.855 en á skrá voru 257.100, þannig að varla er átt við fólksbifreiðar.
Hvað varðar meðalaldur bíla kemur ekki fram hvort það er meðalaldur bíla á skrá eða í umferð og hvort það eru fólksbifreiðar eða allar bifreiðar. Það er um tveggja ára munur á meðalaldri fólksbíla í umferð og fólksbíla á skrá.
Með flotans er þá átt við flotans í umferð eða á skrá og er átt við bifreiðar eða fólksbifreiðar?
Úrvinnslusjóður áætlar að allt að 12 þúsund ökutækjum verði skilað til förgunar í ár. Það yrði metfjöldi. Fyrra metárið var 2017. Þá var um 9.500 ökutækjum skilað til förgunar, sem var tæplega 50% aukning frá árinu 2016.
Eftir efnahagshrunið jókst hvatinn til að halda gömlum bílum lengur gangandi. Með auknum kaupmætti og meira framboði notaðra bíla, þ.m.t. bílaleigubíla, virðist sem margir hafi nýtt tækifærið í ár og látið farga gömlum bílum.
Tölur Úrvinnslusjóðs benda til að meðalaldur bíla sem fara til förgunar hafi náði hámarki 2016. Guðlaugur G. Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir styttast í að gjald sem bílaeigendur greiða fyrir förgunina verði hækkað.
Um 245 þúsund ökutæki voru skráð hér á landi um síðustu áramót. Förgun 12 þúsund ökutækja samsvarar því 5% flotans, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Með fyrirvara um að ég er bara búin að sjá Mbl útgáfu blaðsins hefði verið gaman að sjá umfjöllun um úrvínnslukerfi bifreiða, uppbyggingu úrvinnslugjalds, önnur úrvinnslugjöld á bifreiðum, fyrirhugaða hækkun á úrvinnslugjaldi (ef það stendur til), tölur um bifreiðaeign, hlutfall bifreiða á skrá sem er í umferð, muninn á meðalaldri bifreiða á skrá og í umferð og vangaveltur um hversvegna aðeins 82% bifreiða á skrá er í umferð.
Blogg um fréttir | 27.11.2018 | 15:56 (breytt 4.1.2019 kl. 12:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum koma staðreyndir upp á yfirborðið um kostnað við bílastæði. Eitt dæmi er þegar Reykjavíkurborg kostaði 300 milljónir samkvæmt fjárhagsáætlun til að byggja bílastæðið við HR á verðlagi ársins 2009. Hér er annað dæmi. Hvert stæði kostar um 9-10 milljónir króna eða um andvirði tveggja venjulegra bíla en andvirði eins bifreiðahlunnindabíls. Leigugjaldið fyrir kvöld- og næturstæði verður á bilinu 12-15 þúsund á mánuði, dagpassinn á 18-20 þúsund og sólarhringspassa líklega á 25 þúsund krónur. Leiga á sérmerktu stæði verður á bilinu 60 til 70 þúsund á mánuði.
Þetta eru auðvitað dýr stæði en þó ekki svo mikið dýrari en önnur stæði. Oft er talað um að í venjulegum hálfniðurgröfnum bílakjallara sé verðið á stæðinu um 5-6 milljónir, í bílahúsi ofanjarðar um 4-5 milljónir og í stæði á yfirborði um 0,8-1,0 milljónir. Þetta er bara byggingakostnaður en landverð er ekki reiknað inn í stæði sem taka pláss á yfirborði, sem á við um bílastæði á yfirborði, bílastæðahús og oft niðurgrafna kjallara líka.
Hvað mundi nú gerast ef öll bílastæði væru verðlögð miðað við kostnað við byggingu og viðhald og þjónustu við þau svo ekki sé minnst á landverð fyrir stæði á yfirborði? Sennilega er meðgjöfin með hverju "ókeypis" bílastæði allnokkur. Það verð er ívilnunin (eða niðurgreiðslan) með þessum ferðamáta sem bílaeigendur njóta umfram aðra ferðamáta.
Hér kemur fram að við áætlun húsaleigu sé algengt að nota margfaldarann 120-160. Margfeldið vísar til hlutfalls leiguverðs af stofnkostnaði fasteignarinnar. Ég eftirlæt lesendum að gera þennan útreikning og átta sig á hvað er raunverulegt leigugjald fyrir hvert bílastæði á mánuði hvort heldur er í langtímaleigu eða skammtímaleigu. Skammtímaleigan er auðvitað höfð hærri eins og í stöðumæli enda hefur leiguverðið þar líka það hlutverk að tryggja umsetningu í stæðinu þannig að það losni og verði aðgengilegt fyrir aðra bílaeigendur sem þurfa að sækja þjónustu í nágrenni stæðisins.
Að hafa rétta verðlagningu á gæðum eins og bílastæðum skiptir verulegu máli. Ef bílastæði hefðu verið verðlögð frá upphafi miðað við kostnað og landnotkun hefði þróun þéttbýlis á Íslandi orðið önnur en hún varð. Að skaffa ókeypis bílastæði í óhóflegu magni hefur kostað þjóðfélagið gríðarlega fjármuni og haft skemmandi áhrif á þróun og skipulag byggðar. Krafan um þessa ófjárfestingu heldur þó áfram í nýrri íbúðabyggð og hún er rekin áfram af ótta skipulagsyfirvalda og almennings við bílastæðaskort. Þar væri ekkert að óttast ef bílastæðin væru verðlögð eftir kostnaði. Það yrði ekki skortur því eftirspurnin eftir stæðunum er minni ef þau eru rétt verðlögð.
Það ætti að vera gjaldskylda í öllum opnum bílastæðum í öllu þéttbýli. Sala á íbúðum og bílastæðum ætti að vera aðgreind og bílastæði ætti mun oftar að vera skipulögð innan hverfis frekar en innan hverrar lóðar til að fá samnýtingu stæða fyrir íbúðir og þjónustu. Sala á þeirri þjónustu sem bílastæði eru ætti að vera eins og sala á hverri annarri þjónustu sem fólki stendur til boða þó oft gæti hún verið rekin af húsfélögum eða húsnæðisfélögum.
Virðingarleysi landans fyrir bílastæðum má sennilega að miklu leyti skýra með því að hann lítur á bílastæði sem gæði sem honum á að standa til boða frítt. Þar gildir að virðing fæst með verði.
Mynd. Stæðin við HR kostuðu skattborgara a.m.k. 300 milljónir.
Mynd. Sjaldan launar þó kálfurinn ofeldið. Af "bílastæði" HR.
Mynd. Virðingar leysi landans. Virðing fæst með verði. Frá sundlaug Kópavogs.
Bílastæðin á 60-70 þúsund kr. á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 23.11.2018 | 09:46 (breytt kl. 09:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Akureyri er eitt af þremur (bráðum 4) sveitarfélögum sem eru með bílastæðasamþykkt. Akureyri gerði hinsvegar þau mistök að hafa ekki gjaldskyldu í stæðunum heldur tímaskífu með þeim árangri að of mikið er ekið í litlum bæ. Því fylgja slæm loftgæði á veturna.
Megnið af bænum er með um 10 min. hjólaradíus.
Lítil loftgæði á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 21.11.2018 | 09:38 (breytt kl. 09:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu