Eldsneytisverð á Íslandi er um miðbik þess sem verðið er í Evrópu sbr. súluritið hér að neðan.
Margir bloggarar eru óánægðir með að ekki skuli tekið tillit til kaupmáttur á Íslandi í samanburði við Noreg. Þá er verið að bera saman við það land í evrópu sem er að öllum líkindum með mestan kaupmátt og hæst verðlag. Það má þó eins bera saman íslenskan kaupmátt við kaupmátt annarra þjóða í Evrópu.
Ef tekið væri tillit til kaupmáttar er eldsneytisverð á Íslandi líklega neðan við miðju landanna í Evrópu þrátt fyrir allt.
Eldsneytið misdýrt í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 12.6.2011 | 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til dæmis. Hver var meðalhraði bílana? Hver var akstursleiðin?
Er aksturslag, ökuhraði og akstursleið í samræmi við raunveruleikann?
Hvernig mundu þessir bílar standa sig við akstur í borgarumhverfi á höfuðborgarsvæðinu í daglegum akstri? Venjulegur bíll getur eytt um 70 L/100km á fyrsta kílómetranum eftir kalda ræsingu, þ.e. 0,7L/km.
Það er hætt við að sparaksturskeppnir þó fróðlegar séu ýti undir þá tilfinningu að allir bílar af þessum tegundum eyði eins og bílinn í sparaksturskeppninni en það er auðvitað langur vegur frá.
Ég hefði líka verið til í að sjá fleiri tegundir ökutækja í þessari keppni. Til dæmis reiðhjól, rafmagnshjól, rafmagnsvespu, bensínvespu.
Hvaða farartæki skyldi nú hafa vinningin í orkunýtni?
Yaris eyddi minnstu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 1.6.2011 | 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er gott mál hjá lögreglunni að hún reynir að framfylgja landslögum. Meira af þessu. Það er ekki eins og vanti bílastæði á þessu landi.
Það drepur engan að leggja löglega og ganga 2-3 mín. á áfangastað. Frekar að það sé hollt og gott fyrir viðkomandi.
Hvergi næði til að leggja ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 1.6.2011 | 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vill vekja athygli á nýjum tengli hér til hliðar á bloggsíðuna Cycleville Stockholm.
Alltaf gaman að vita hvað frændur vorir svíar eru að bedrífa í hjólamálum og Cycleville er með skemmtilegri pólítískum bloggum í þeim ranni. Fjallar aðallega um samgönguhjólreiðar.
Birtir einnig viðtöl við svo kallaða "ambassadora" hjólreiða þ.e.við hjólreiðamenn sem segja frá eigin hjólreiðum.
Hjólreiðar | 23.5.2011 | 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er t.d. tekið tillit til mismunandi uppruna nemenda í framhaldsskólunum?
Sumir skólar geta valið úr nemendum eftir einkunnum og stöðu. Ef einkunnir og uppruni nemenda í MR er þannig er það ekki skólinn sem er bestur samkvæmt þeim mælikvörðum sem eru notaðir heldur nemendurnir.
Ef valið væri af handahófi inn í skólana mundi árangur MR verða sá sami?
MR bestur að mati Frjálsrar verslunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.5.2011 | 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Maður veltir því fyrir sér hvort umferðareftirlitið sé ekki betur komið hjá öðrum aðila en lögreglunni. Hún virðist ekki hafa mikinn áhuga á að sinna því.
Kannski ætti að færa umferðarbrot undan refsilöggjöfinni og setja þau upp sem gjaldskyld brot á sambærilegan hátt og stöðubrot. Þannig væri hægt að láta sérstakan aðila sinna umferðareftirliti. Til dæmis fyrirtæki á vegum sveitarfélaganna eins og stöðumælaverði eða verktaka sem fengi verkið eftir útboð. Frjálshyggjumenn ættu nú að geta fagnað því að geta einkavætt þetta verkefni.
Lögreglan gæti þá fengist við raunverulega glæpamenn í staðinn.
„Plastpokaskilti“ verða tekin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 13.5.2011 | 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eitthvað vantar upp á uppeldið hjá þeim sem láta svona. Nánast alltaf er fullt af stæðum í næsta nágrenni þar sem hægt er að leggja bílum.
Maður er ekki minni maður þótt maður leggi bílnum í stæði og labbi 100-200 m, þó það sé íslenskum smásálum um megn.
Óviðunandi ástand við íþróttavelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 11.5.2011 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vera duglegir ad skra leidirnar sinar.
Kortleggja hjólreiðar á vefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hjólreiðar | 4.5.2011 | 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slök hagstjórn er aðalmeinsemdin í efnahagsstjórn þjóðarinnar. Það væri án efa hægt að hafa stöðugleika og trausta hagstjórn ef stjórnvöld og Seðlabanki myndu ganga í takt og beita aga í hagstjórninni. Við gætum sem best haft sjálfstæða krónu eða evru innan EB ef aga og sjálfstjórn væri beitt, þó tækin sem beitt er við hagstjórnina séu ólík eftir því hvor leiðin er farin.
Því miður hafa bara komið stutt tímabil þar sem stjórnvöld hafa fylgt þessu. Eins hefur Seðlabankinn fram undir það síðasta verið beygður undir pólitíska duttlunga ríkjandi stjórnvalda. Skelfilegasta dæmið um þesskonar hagstjórn er bólan okkar fyrir hrun þar sem stjórnvöld réru öllum árum að því að skapa ójafnvægi og þenslu. Ef við líkjum efnahagsmálum þjóðarinnar þá við sjúkling með háan blóðþrýsting, gaf læknirinn (stjórnvöld) honum lakkrís, kólesteról og salt og skipuðu honum að hætta að hreyfa sig í staðinn fyrir að gefa sjúklingnum blóðþrýstingslækkandi og temja sér hollari lífsstíl. Um þetta fjallaði ég hér: Krónan - sökudólgur eða blóraböggull?
Hugtök eins og að tala ekki niður eða kjafta upp sýnir á hvaða villigötum menn geta verið. Þar sem traust hagstjórn er þarf ekki að tala niður eða kjafta upp. Þar eru verkin látin tala.
Verstir í augnablikinu eru þeir stjórnmálamenn sem tala af ábyrgðarleysi eins og til séu töframeðöl sem geti leyst öll vandamál í einni svipan. Leiðin fram undan verður löng, ströng og ekki án fórna eða þjáninga. Það er þó ekki þar með sagt að hún verði leiðinleg eða ástandið skelfilegt. Fram undan er verkefni sem þjóðin getur hlakkað til að leysa vel af hendi.
Segir slaka hagstjórn skaðvald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 15.4.2011 | 11:15 (breytt kl. 12:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólreiðamaðurinn eyðir eigin orku við að hjóla en orkuna fær hann úr matvælum upprunalega. Margir búa líka svo vel að hafa eigin orkubirgðir í formi fitu geymda í fitufrumum sem hægt er að grípa til sem orkugjafa við hjólreiðar.
Það er nokkuð erfitt að komast að því hvað maður hefur eytt nákvæmlega mikið af orku. Það er þó hægt að áætla það og það er sennilega alveg nógu góð nálgun. Á Orkusetri er reiknivél sem reiknar út hversu mikla orku maður hefur eytt við að hjóla ákveðna vegalengd og er það reiknað út frá líkamsþyngd. Reiknivélin getur líka áætlað hvað maður hefur sparað mikið eldsneyti, krónur og koltvísýring í útblæstri ef þessi vegalengd hefði verið farin á einkabílnum.
Þetta gerði ég fyrir árið 2010 og miðaði við 75 kg líkamsþyngd, VW Caddy 1,4 L, bensínverð 205 kr/L og 4.100 km hjólreiðar.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
Sparnaður á bíl, CO2: 815,9 kg Eldsneyti: 340,3 ltr Kostnaður: 69.761 kr
Kaloríubrennsla: 130.102 kal
Þessar 130 þús kcal jafngilda um 14,5 kg af hreinni fitu. Það má því segja að hjólið mitt eyði um 353 g af fitu/100 km. Þetta er ótrúlega lág eyðsla enda eru hjólreiðar orkunýtnasti samgöngumáti sem vitað er um.
Í reiknivélinni kemur þó ekki fram hvort að þyngd reiðhjólsins er bætt við líkamsþyngdina og þá hvaða þyngd er reiknað með fyrir reiðhjólið. Ef þyngd reiðhjólsins er ekki með má hiklaust bæta við um 15-20 kg í þyngd reiðhjóls, fatnaðar og farangurs. Maður er sjaldan útbúinn eins og í hjólreiðakeppni. Áhrif þyngdar eru mikil í reiknivélinni. Til dæmis mundi 100 kg þýða að eytt hefði verið um 173.469 kcal. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem eru þungir. Það þýðir að þeir eiga auðveldari með að létta sig því þeir þurfa að eyða mun meiri orku en léttari maður til að ferðast sömu vegalengd.
Þá má benda á að reiknivélin tekur aðeins tillit til kostnaðar við eldsneyti bílsins en ekki annars kostnaðar við rekstur hans. FÍB setur fram tölur um kostnað við bílaeign og hef ég áætlað út frá því að kostnaður við 4.000 km akstur sé um 115-152 þús kr. við rekstur misjafnt eftir bílum.
Verðflokkur bíls (kr) | 2.950.000 | 3.650.000 | 5.000.000 |
Þyngd bíls (kg) | 1.000 | 1.250 | 1.450 |
Eyðsla bíls (l/100 km) | 8 | 9 | 11 |
Akstur á ári (km) | 15.000 | 15.000 | 15.000 |
A: Kostnaður vegna notkunar (kr/km) | 26,8 | 29,4 | 36 |
C: Bílastæði og þrif (kr/km) | 1,97 | 1,97 | 1,97 |
Samtals kostnaður við notkun (kr/km) | 28,77 | 31,37 | 37,97 |
Akstur úr og í vinnu (km) | 4.000 | 4.000 | 4.000 |
Sparnaður á ári á notkun bíls m.v. 4.000 km akstur í vinnu kr. | 115.080 | 125.480 | 151.880 |
Heildarkostnaður á ári við að eiga bíl skv. FÍB kr. | 1.128.975 | 1.309.625 | 1.652.800 |
Mesti sparnaðurinn fyrir heimili kemur þó til ef menn losa sig við einn eða fleiri bíla af heimilinu og nota hjól, göngu, strætó og leigubíla á móti, því aðal kostnaðurinn við að eiga bíl er ekki notkunin sem slík heldur það að eiga bílinn eins og útreikningar FÍB sýna. Árskostnaðurinn við að eiga og reka þessa bíla í dæmi FÍB hér að ofan er 1,13 til 1.65 milljónir króna á ári.
Annað sem má benda á er að kostnaður við notkun er hærri ef ekið er stuttar vegalengdir t.d. í og úr vinnu. Í því sambandi má benda á að nýr 1,5 tonna bíl með 1,4 L vél getur skv. framleiðanda eytt allt að 0,7l/km (70L/100km) í köldu starti u.þ.b. fyrsta kílómetrann eftir ræsingu. Fyrsti kílómeterinn gæti því kostað tæpar 150 kr á vetrarmorgni. Það virðist mjög óskynsamlegt að aka stuttar vegalengdir og til mikils að vinna að draga úr því.
Þegar upp er staðið skiptir þetta þó litlu máli. Það er ekki hægt að setja ánægjuna í línurit.
Ég hjóla vegna þess að mér finnst það skemmtilegt og þægilegt. Allt hitt er bara góður bónus.
Hjólreiðar | 4.4.2011 | 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu