Jafnræði samgöngumáta tryggt?

Þetta er gott framtak hjá Umhverfisráðuneytinu og vonandi á það eftir að stíga frekari skref í sömu átt.

Meðal annarra orða.

Veit einhver hvort skatturinn sé hættur að skattleggja samgöngustyrki eins og strætókort? Síðast þegar ég vissi var samgöngustyrkur fyrir hjól eða strætó (um 40.000 kr) skattlagður eins og venjulegar launatekjur meðan ökustyrkir uppá 2.500 km = 250.000 kr og bílastæði uppá ca. 40.000 - 200.000 kr á ári voru ekki skattlögð.

Bíleigandinn gat fengið allt að 400.000 kall skattfrjálst en þeir sem notuðu hjól eða strætó fengu í besta falli 40.000 kall sem var skattlagður.

Umhverfisráðuneytið og Fjármálaráðuneytið þurfa greinilega að tala saman. Mér finnst lágmark að hætt sé að skattleggja þennan smápening sem þeir sem nota vistvæna samgöngumáta geta fengið í örfáum fyrirtækjum og stofnunum.

Svo má spyrja sig. Er jafnræði samgöngumáta tryggt með þessu?


mbl.is Starfsfólki gefið strætókort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak hjá borginni

Landssamtök hjólreiðamanna hafa bent á að hjólreiðar á móti einstefnu getur verið góð leið til að bæta samgöngur hjólandi í borgum. Nánar um það í stefnumálum LHM.

Á vef Landssamtaka hjólreiðamanna var frétt um framkvæmdina í Suðurgötu þegar hún var samþykkt á sínum tíma. Þar eru líka teikningar af framkvæmdinni.


mbl.is Suðurgatan grænkar með haustinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguvika 16.-22. september

Samgönguvika hefst núna á fimmtudaginn 16. september. Atburðum er nánar lýst á vefnum. Í ár eru átta sveitarfélög komin á skrá yfir þáttakendur á Íslandi.

Samgönguvika er samevrópskt átak um bættar samgöngur í borgum. Hún stendur árlega frá 16. – 22. september og er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur. Fleiri en 2000 borgir og bæir í Evrópu taka þátt í Samgönguviku árið 2010.
 
Evrópsk Samgönguvika gengur út á að virkja íbúa til þess að nota almennings samgöngur, hjóla eða ganga. Einnig er vikan hvatning til yfirvalda um að stuðla að notkun þessara samgöngumáta og fjárfesta í nauðsynlegum aðbúnaði.
highway knot 01
 
Ég hef áður skrifað um atburð á samgönguviku en árið 2001 skrifaði ég í Moggan um Bíllausa daginn. Sú grein er hér á blogginu.

 

 

 

 

 


Holl hreyfing og ekki hættuleg

Það er rétt sem fram kemur að hjólreiðar eru holl hreyfing en það er tæpast hægt að kalla hana hættulega. Hreyfingarleysi er hættulegra en hjólreiðar og skiptir þá ekki máli hvort hjálmur er notaður eða ekki.

Í þeim löndum þar sem hjólreiðar eru öruggastar, Hollandi og Danmörku, er hjálmanotkun lítil í samanburði við lönd þar sem hjólreiðar eru óöruggari (1). Það er sennilega eitthvað allt annað en hjálmurinn sem skiptir mestu máli fyrir öryggi hjólreiðamanna. Til dæmis virðist fjöldi hjólreiðamanna skipta máli, aðstaða til hjólreiða og fræðsla til ökumanna.

Ef slysatölur á Íslandi eru skoðaðar er ekkert sem bendir til þess að það sé hættulegra að hjóla en að ganga eða aka bíl (2). Auðvelt er með hlíðsjón af þessum tölum (2) að færa rök fyrir því að hjólreiðar séu öruggari en bæði akstur og ganga. Þó birtast aldrei fyrirsagnir á sömu nótum um að akstur og ganga sé hættuleg hvað þá að mælt sé með hjálmanotkun við þessa iðju. Hjólreiðar eru líka hættuminni en þátttaka í mörgum íþróttum þar sem engar hlífar eða hjálmar eru notaðir (1).

Jákvæð áhrif hjólreiða eru það mikil fyrir heilsuna að hreyfingarleysi er mun hættulegra en að hjóla hvort heldur með eða án hjálms þegar tekið er tillit til slysa sem hjólreiðamenn verða fyrir (3). Niðurstöður rannsóknar í Danmörku benda sömuleiðis til þess að hreyfingarleysi sé hættulegra en hjólreiðar án hjálms (4) en sú rannsókn fór fram á gögnum sem eru fyrir tíma hjálma í hjólreiðum.

Það er auðvitað ekkert að því að hjólreiðamenn noti hjálm og það er skylda lögum samkvæmt fyrir ungmenni yngri en 15 ára. Hjálmur getur verndað höfuðið ef slys verðar og höfuðið rekst í og þannig getur hann gert gagn í þeim tilvikum. Í keppnishjólreiðum er hjálmanotkun skylda og í downhill og skyldum greinum eru notaðir sérstakir hjálmar og ýmsar aðrar hlífar enda er teflt á tæpasta vað á miklum hraða í þessum greinum og algengt að menn detti.

Mikilvægast fyrir öryggi hjólreiðamanna er að minnka líkur á að slys verði. Það verður best gert með því að fræða bílstjóra og hjólreiðamenn, fjölga hjólreiðamönnum þannig að ökumenn veiti þeim meiri athygli í umferðinni, og bæta aðstæður til hjólreiða.

(1) John Franklin: Þversagnir í öryggismálum hjólafólks.

(2) Umferðarslys á Íslandi árið 2009. Umferðarstofa. Bestu upplýsingar um slys eru upplýsingar um banaslys. Á tíu ára bili árin 2000-2009 létust 225 einstaklingar í umferðarslysum. Skipting þeirra eftir vegfarendahópum var þannig að samtals létust 113 ökumenn bifreiða, 77 farþegar í bifreið, 14 ökumenn bifhjóla, 17 gangandi vegfarendur og 4 aðrir. Engin reiðhjólamaður lést á þessu tímabili. Síðasti reiðhjólamaðurinn sem lést í slysi lést árið 1997. Nær allir þessir einstaklingar létust vegna þess að bílstjóri á bíl olli slysi með skelfilegum afleiðingum. Undantekningin eru þeir fáu ökumenn bifhjóla sem duttu sjálfir og biðu bana. 

(3) Morten Lange: Hjólreiðar áhrif á heilsufar.

(4) Lars Bo Andersen, PhD, DMSc; Peter Schnohr, MD; Marianne Schroll, PhD, DMSc; Hans Ole
Hein, MD. All-Cause Mortality Associated With Physical Activity During Leisure Time, Work, Sports, and Cycling to Work. Arch Intern Med. 2000;160:1621-1628.


mbl.is Hjólreiðar eru holl hreyfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólað í vinnuna í Mosfellsbæ úr Kópavogi

Hjólað úr Kópavogi í Mosfellsbæ um Nýbýlaveg, Fossvogsstíg, Bustaðaveg og Vesturlandsveg, föstudaginn 11. júní. Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd.

Hjólað úr Kópavogi í Mos

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 73 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur því 36 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

Ferðin tók 36 mín. Til samanburðar má nefna að það tekur um 20 mín með bíl á morgnanna að fara þessa 16 km. Leiðin liggur öll á móti umferðarstraumnum á morgnanna og er því hindrunarlaus á bíl. Með strætó tekur ferðin um 40 min á sumaráætlun strætó úr Hamraborg í Háholt í Mosfellsbæ. Til viðbótar kemur 10 min göngutúr eða 5 min hjólaferð upp í Hamraborg.

Þessi ferð:
Vegalengd: 15.8 km
Meðalhraði: 23.2 km/klst
Ferðatími: 36:11 mínútur
Hámarkshraði: 43.4 km/klst
Vindur: Lítill vindur
Úrkoma: Þurrt


Hjólað í sund í Mosó

Hérna um daginn bloggaði ég um að hjóla í Mosfellsbæ. Það kom fram að vegalengdir eru ekki farartálmi í Mosfellsbæ. Bærinn er þéttvaxinn og mátulega stór fyrir reiðhjól og göngu. Á kortinu að neðan er sýndur 6 mín hjólaradíus og 15 mín gönguradíus, sem eru um 1,6 km út frá miðbæ Mosfellsbæjar.

Mos1 6

Hérna á eftir fer lýsing á stuttri hjólaferð innan Mosfellsbæjar þar sem er hjólað úr Kjarna, Þverholti 2, sem er "miðbærinn" í Mosfellsbæ í sundlaugina í Lágafelli. Vegalengdin fram og tilbaka er um 4 km og tók ferðin fram og tilbaka um 10 mín á hjóli. Hafgola var og því mótvindur á leiðinni þangað en meðvindur til baka. Landinu hallar aðeins niður á við til Lágafellslaugar.

Leiðin er sýnd á kortinu að neðan. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd. Ef borið er saman fyrra kortið með 6 mínútna hjólaradíusinn og það síðara, sem sýnir ferðina í Lágafellslaug, sést að það er ágætt samræmi á milli þeirra. Í þessari ferð var ég sjónarmun fljótari en búast mætti við miðað við 6 mín. hjólaradíusinn. Ég hefði ekki verið fljótari á bíl.

Í Lágafellslaug

Ferðin aðra leið er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 10 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur því 5 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

Þessi ferð:

Fram og tilbaka úr Lágafellslaug.
Vegalengd: 3.9 km
Meðalhraði: 24,2 km/klst
Ferðatími: 10:30 mínútur
Hámarkshraði: 34 km/klst
Vindur: Með og mótvindur
Úrkoma: Þurrt


Afhverju ekki bílastæðagjöld?

Það er merkilegt að það eina sem ekki má skera niður eru niðurgreiðslur til bílaeigenda sem sækja háskóla. Þeir eiga áfram að njóta ókeypis bílastæða þótt stæðin kosti bæði peninga og pláss.

Það væri fróðlegt ef hagfræðideildir háskólanna mundu reikna út hverjar niðurgreiðslurnar eru með bílaeigendum. Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri um 20.000 kr. á önn á bíl, bara fyrir bílastæðin. Háskólarnir ætla að hækka skráningargjöld á önn um þá sömu upphæð. Við byggingu HR kom í ljós hvað þessar niðurgreiðslur eru háar. Þar kostaði Reykjavíkurborg bílastæði fyrir 300 milljónir  og sérstakan veg fyrir 500 milljónir (skv fjárhagsáætlun en ekki endanleg niðurstaða). Samtals var lífsstíll bílaeigenda við HR niðurgreiddur um 800 milljónir af almannafé. Strætóleiðin sem var búinn til fyrir HR er hugsanlega niðurgreidd um 5 milljónir á ári (ágiskun sennileg er það lægra). Lífsstíll þeirra sem nota einkabíl við HR var því niðurgreiddur um sömu upphæð og fer í almenningssamgöngur við skólann næstu 160 ár.

Vel farið með peninga háskólanna?

Háskólar á Íslandi eru einu háskólarnir í hinum vestræna heimi sem ekki taka gjöld fyrir bílastæði. Hvergi nokkur staðar vestan hafs né austan þekkist það að háskólar líti á það sem sitt helsta hlutverk að niðurgreiða lífsstíl háskólafólks sem notar einkabíl.

Ríkið ætti alls ekki að heimila hækkun skráningargjalda til háskóla sem sýna af sér það ábyrgðarleysi í fjármálum að niðurgreiða þennan samgöngumáta með þessum hætti, umfram alla aðra samgöngumáta.

Ökustyrkir

Útaf hruninu gæti verið búið að svipta flesta starfsmenn háskólana yfirborgunum sínum í formi ökustyrkja fyrir akstur sem þeir ekki inntu af hendi fyrir vinnuveitenda. Skatturinn lætur óátalið að launþegar fái 2.500 km skattfrjálsan ökustyrk á ári, sem yfirborganir. Það eru um 2.500 km * 90 kr/km = 225.000 kr í niðurgreiðslur með rekstri einkabíls, sem er skattfrjáls á ári. Ef launþegi væri á vinnustað með samgöngusamning og fengi 40.000 kr fyrir árskort með strætó yrði hann hinsvegar að borga tekjuskatt af því. Svo furða menn sig á ofnotkun einkabíla á Íslandi.

Niðurgreiðslur hvetja til ofnotkunar

Ofnotkun einkabíla stafar að miklu leyti af gríðarlegum niðurgreiðslum hins opinbera og samfélagsins með rekstri einkabíla. Rekstur einkabíla er sennilega mest niðurgreidda fyrirbærið á Íslandi ef maður undanskilur mennta- heilbrigðis og tryggingakerfin.


mbl.is Vilja hærri skráningargjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílar og hjól - í sátt og samlyndi

Í bæklingnum Hjólreiðar - frábær ferðamáti sem Fjallahjólaklúbburinn gaf út í tengslum við Hjólað í vinnuna birtust margar góðar greinar. Þar á meðal ein sem útskýrir fyrir bílstjórum hegðun hjólreiðamanna og fræðir þá um hvernig þeir geta best hagað samskiptum við hjólreiðamenn í umferðinni og hvaða hættur ber að varast. Bæklinginn í heild má lesa frítt á heimasíðu Fjallahjólaklúbbsins í tenglinum hér að ofan.

Borgartun

 

 

 

 

 

 

 

Ekið framúr hjólreiðamanni sem er í víkjandi stöðu í Borgartúni.

Þar sem gott getur verið að dreifa þessari grein til bílstjóra og láta hana liggja frammi er hérna fyrir neðan birt pdf útgáfa af greininni sem menn geta prentað út eða dreift með öðrum hætti. Ef hún er send í tölvupósti ætti að geta heimildar:

Hjólhesturinn 19. árg. 2. tbl. maí 2010. Hjólreiðar - frábær ferðamáti. Bílar og hjól - í sátt og samlyndi. Árni Davíðsson 2010


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hjólað úr Mosfellsbæ í Hafnarfjörð um Vatnsenda

Hjólað frá Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ til Setbergslands í Hafnarfirði um Vatnsenda í Kópavogi. Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd.

Mos Hafnarfjordur

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 105 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur því 53 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

 

Þessi ferð:
Vegalengd: 21.2 km
Meðalhraði: 25,7 km/klst
Ferðatími: 49:30 mínútur
Hámarkshraði: 50.6 km/klst
Vindur: Með og mótvindur
Úrkoma: Þurrt


Tími til kominn að líta á sofandiakstur líkt og ölvunarakstur

Ef maður er syfjaður á maður einfaldlega ekki að keyra. Sofandiakstur veldur sennilega jafn mörgum slysum og ölvunarakstur og má hiklaust telja nokkur banaslys á ári orsökuð af sofandiakstri.

Ég er einn af þeim sem get dottað undir stýri á ákveðnum tímum dags. Ég geri þjóðfélaginu mikið gagn þegar ég hjóla eða tek strætó. Á hjólinu er ég vakandi en sef ágætlega og með góðri samvisku í strætó.


mbl.is Sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband