Þessar ráðstafanir í kringum kirkjugarðinn í Fossvogi virðast að mörgu leyti til bóta miðað við ástandið sem hefur verið þarna. Óheft umferð hefur verið um allan kirkjugarðinn og hefur þetta meira minnt á bíladaga en hátíð ljóss og friðar.
Hins vegar líst mér ekki á að hleypa umferð á eina göngustíginn milli Reykjavíkur og Kópavogs vestan Kringlumýrarbrautar. Hann er mjög vinsæl göngu- og hjólaleið og ætti að vera það líka á aðfangadag.
Það vekur athygli að lögreglan eða yfirvöld gera þetta ár eftir ár án þess að spyrja kóng eða prest hvað þá almenning eða þá sem nota göngustíginn sbr. tilkynningu lögreglunnar: "Suðurhlíð verður opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni."
Með þessu er lögreglan að vísa gangandi og hjólandi útí hafsauga og torvelda þeim að heimsækja kirkjugarðinn þennan dag, a.m.k. ef þeir koma úr Kópavogi.
Stígurinn sem verður lagður undir bílaumferð er sýndur hér með rauðum lit á kortinu.
![]() |
Bílaumferð takmörkuð í Fossvogskirkjugarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 23.12.2010 | 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það má benda á að aðrar leiðir eru í boði fyrir ökumenn heldur en þessir þjóðvegir.
Þannig geta menn ekið Mosfellsheiði, Nesjavallaleið eða Suðurstrandarleið-Krýsuvík frá Suðurlandi. Frá Suðurnesjum geta menn ekið Suðurstrandarleið-Krýsuvík og frá Vesturlandi Hvalfjörð-Kjósarskarð-Mosfellsheiði.
Gjaldfrjálst val er því til staðar fyrir allar leiðirnar og manni sýnist að hugmyndir um upphæð veggjalda sem nefndar hafa verið séu í takti við það að það verði þrátt fyrir allt ódýrari að aka þjóðvegina og borga veggjöld heldur en að taka krókinn.
Til viðbótar má líka benda á að það er hægt að taka strætó eða rútu á alla þessa staði og þá losna við fyrirhuguð veggjöld. Það er sjálfsagt að slípa til almenningssamgöngurnar til þessara staða. Samræma kerfin enn betur við strætó á höfuðborgarsvæðinu og endurskoða og lækka gjaldskrár fyrir reglubundna notkun.
![]() |
Lífeyrissjóðirnir bentu ríkinu á aðra leið í fjármögnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 14.12.2010 | 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta "fréttaskubb" um vegatolla hjá RÚV nú um helgina er merkilegt. Ef menn muna var verkefnið upphaflega sett þannig upp að Lífeyrissjóðirnir ætluðu að lána ríkinu til framkvæmdanna og síðan átti að greiða upp lánin með veggjöldum. Leggja átti veggjöldin á á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi, Reykjanesbraut og í Vaðlaheiðargöngum, og var markmiðið að hleypa af stað framkvæmdum til að koma "hjólum atvinnulífisins" á skrið eftir hrun.
Ef menn líta enn lengra aftur var mikil umræða um tvöföldun helstu þjóðvega út frá höfuðborginni fyrir nokkrum árum og var ýmist rætt um svo kallaða 2+2 vegi eða 2+1 veg með vegriði á milli. Margir vildu leggja 2+2 vegi og lýstu frati á 2+1. Mig grunar að það hafi helst verið íbúar sem ætluðu að keyra þessa vegi og bílaþrýstihópar sem vildu 2+2 en kannski er það misminni. Flestir verkfræðingar sem tjáðu sig sögðu að 2+1 væri alveg nóg og myndi alveg anna umferð næstu áratugi og þá var reyndar ekki reiknað með hruni í þeim áætlunum heldur áframhaldandi vexti.
Nú er sú staða komin upp eftir hrun að engin þörf virðist fyrir 2+2 vegi á þessum leiðum. Eftir slysið á Hafnarfjarðarvegi hefur líka sú krafa komið upp að hafa vegrið á eyjunni milli gagnstæðra akreina á 2+2 vegum þrátt fyrir að hún sé tug metra á breidd. 2+1 vegur virðist því vera alveg nægjanlegur til að anna umferð, uppfylla kröfur um öryggi og tekur auk þess minna pláss heldur en 2+2 vegur. Það virðist því einhlítt að það eigi að byggja slíka vegi frekar. Meira að segja bílaþrýstihópar vilja núna 2+1 og jafnvel þeir sem hygðust nota vegina líka. Kannski vegna þess að nú eiga þeir að borga fyrir þá sjálfir en ekki senda reikninginn á almenning í landinu!
Stjórnvöld vilja núna byggja 2+2 vegi að því er virðist til að réttlæta veggjöld til að borga fyrir framkvæmdirnar en 2+1 vegir dygðu sjálfsagt verr sem réttlæting. Sennilega er það líka rétt mat hjá samgönguráðherra að ef ekki verður af gjaldtöku verður ekki hægt að ráðast í framkvæmdirnar og "koma hjólum atvinnulífsins af stað". Samtök iðnaðarins taka afstöðu með og hoppa hæð sína í loft upp yfir fyrirhuguðum veggjöldum, uhumm eða framkvæmdum.
Þá verða menn bara að spyrja sig.
Hvort viljum við framkvæma eitthvað sem strangt til tekið er óþarflega mikið í lagt og koma framkvæmdum af stað eða sleppa þessum framkvæmdum í bili og gera 2+1 veg síðar?
Svo gætum við gert það sem er skynsamlegast í stöðunni. Tekið upp veggjöld og byggt ódýrari lausn eins og 2+1 veg að mestu en 2+2 veg þar sem það þarf, t.d. til að klára Reykjanesbrautina. Þá væri hægt að leggja á lægri veggjöld sem væru ekki eins íþyngjandi fyrir notendur, framkvæma það sem þörf er fyrir og koma atvinnulífinu á rekspöl.
![]() |
Mótmælir vegtollum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 13.12.2010 | 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í sumarfríinu fór ég með Sprett litla vestur á firði. Þar fékk hann að spretta úr spori í fjörðunum fyrir vestan á milli Flateyrar, Þingeyrar og Ísafjarðar í nokkur skipti. Hann er annars ansi sérlundaður af því hann vill bara vera á malbiki. Það er ekki vandamál fyrir vestan því það er komið malbik alla leið til Reykjavíkur og milli allra þéttbýlisstaða alla leið til Þingeyrar. Ef maður ætlar sunnar væri sennilega hægt að taka rútuna á Brjánslæk og Baldur þaðan til Stykkishólms. Myndin af Spretti er tekinn við upplýsingaskilti um Gisla sögu á Gemlufallsheiði, "þaðan sem öll vötn falla til Dýrafjarðar".
Norðanverðir Vestfirðir eru paradís hjólreiðamanna. Lítil umferð, góðir vegir, skemmtileg jarðgöng, brattar heiðar, alveg frábær náttúra, umhverfi, þjónusta og fólk eins og best verður á kosið. Fyrir fjallahjólafólk eru síðan margar skemmtilegar, torfærar leiðir um fjöll og firnindi.
Kvika myndin hérna er tekin á leiðinni upp Breiðadal úr Önundarfirði á leiðinni í Vestfjarðargöng til Ísafjarðar.
Seinni myndin er tekin í miðjum göngunum. Hávaðinn sem heyrist er frá loftræsikerfinu sem eru gríðarstórar og hávaðasamar viftur í loftinu.
Það er dimmt í göngunum þannig að menn verða að hafa ljós bæði að framan og aftan.
Hjólreiðar | 10.11.2010 | 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bíll með bílstjóra er um 1-2 tonn að þyngd og með vél frá 75-200 kw og ekur á stofnbrautum á um 60-90 km/klst (þótt meðalhraðinn innanbæjar sé á bilinu 30-40 km klst).
Maður á reiðhjóli vegur oftast um 75-100 kg, fæturnir hans afkasta um 75-200 w (sem er einn þúsundasti af afli bílsins) og hámarkshraði hans á jafnsléttu er um 30 km klst (en meðalhraði um 10-25 km/klst eftir einstaklingum).
Reiðhjólið slítur örugglega innan við einum þúsundasta af sliti bíls vegna þessa. Það er, það þarf sennilega yfir þúsund reiðhjól á nagladekkjum til að slíta sömu þyngd af malbiki og einn bíll á nagladekkjum. Áhrifin eru þó sennilega meiri því þarna er áhrif hraða bílsins á stofnbrautum ekki tekin með.
1 á móti þúsund virðist reyndar vera ágætis mælikvarði á samanburði milli reiðhjóla og bíla hvað varðar lýðheilsuáhrif, mengun, umhverfisáhrif og slysahættu.
- Fyrir hverja þúsund einstaklinga sem bílar drepa í umferðinni drepa reiðhjól einn.
- Fyrir hvern reiðhjólamann sem deyr í umferðinni vegna slysa deyja 1.000 einstaklingar vegna offitu og hreyfingarleysis.
- Umhverfisáhrif bíla eru sennilega yfir þúsundföld á við reiðhjól m.v. notkun auðlinda.
![]() |
Nagladekk víða uppseld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 8.11.2010 | 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta eru mjög jákvæðar fréttir en það þarf að segja betur frá í fréttum, ræða við höfunda og geta heimilda.
Hvað heitir skýrslan? Hver eru þessi samgönguyfirvöld? Hvar getur maður náð í skýrsluna á netinu? Hverjir eru höfundar? Afhverju er ekki tekið viðtal við þá?
Oft eru frásagnir fjölmiðla ekki nógu vandaðar og niðurstaða frétta ekki í samræmi við efni skýrslna. Þessvegna þarf nauðsynlega að geta heimilda.
![]() |
Fleiri fara gangandi og hjólandi en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.11.2010 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir sem eiga nokkur börn kannast við sokkaraunir þegar sokkarnir aðskiljast á leiðinni úr og í þvott. Þá sitja menn uppi með staka sokka og engin veit hvort hinn sokkurinn sé týndur, ónýtur eða á leiðinni í þvottinum.
Þetta er búið að vera höfuðverkur á mínu heimili enda mörg börn sem renna þar í gegn mishirðusöm og sokkarnir ganga í arf frá þeim eldri til þeirra yngri.
Eitt kvöld um daginn fann ég samt einfalt ráð við því. Maður sorterar bara saman skylda sokka í teygjur og getur þá auðveldlega borið huldusokka úr þvottinum saman við fyrirliggjandi sokkasafn. Mér hentaði að setja saman dökka sokka, hvíta sokka, einlita sokka, röndótta sokka og sokka með mynd.
Einfalt og árangursríkt.
Bloggar | 6.11.2010 | 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessar biðraðir voru komnar í þenslunni fyrir hrun líka. Munið þið eftir því að Davíð Oddson hellti sér yfir fólk í biðröðunum á þeim tíma og sagði eitthvað á þá leið að ef eitthvað væri ókeypis þá kæmi fólk og stæði í biðröð eftir því. Eftir hrun hafa biðraðirnar lengst um allan helming þannig að fólk er greinilegra orðið óforskammaðara á mælikvarða DÓ.
Ég held að það sé eitthvað annað sem ræður lengri biðröðum og það sé fyrst og fremst bág staða þess fólks, sem bíður í biðröðinni. Hitt er svo annað mál að biðraðir eftir mat eru ekki rétta leiðin til að aðstoða fólk.
Vandinn er fyrst og fremst sá að það hefur verið "bannað" fram að þessu að ákvarða lágmarksframfærslu. Skýringin á því er sennilega sú að þá mundi koma í ljós, að hvorki lágmarkslaun né bætur duga til framfærslu við venjulegar aðstæður fólks á landinu. Hvað þá við þær óvenjulegu aðstæður sem ríkja eftir hrun.
Það þarf að setja lágmarksframfærsluviðmið og síðan að sjá til þess að allir geti verið yfir þessu viðmiði í tekjur m.v. fjölskylduaðstæður. Til þess eru fjölþættar leiðir. Ég fjallaði um þær og þessa stöðu mála í bloggfærslu árið 2007.
Ef síðan þrátt fyrir allt vantar upp á ætti að úthluta matarmiðum til kaupa á mat í verslunum og í skólanum fyrir krakkana. Til þess þarf einhver einn aðili að hafa yfirsýn yfir aðstæður þess fólks sem þarf á aðstoð að halda. Það er hin brotalömin í íslensku velferðarkerfi, að það er allt of brotakennt og á forræði allt of margra aðila.
![]() |
Deila á matargjafir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2010 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú hef ég ekki sett inn myndir af hjólaleiðum í langan tíma. Skýringin er sú að myndavélin mín hefur orðið fyrir hnjaski vegna hristings á "Spretti" bláa Trek 2200 hjólinu mínu.
Það er með svo mjóum dekkjum að hristingur nær greiðlega upp í stýrið þar sem myndaveĺin er fest. Myndavélafestingin er líka heimasmíðuð og dempar ekkert. Myndavélin hefur hreinlega hrists í frumeindir sínar og skrúfurnar dottið úr. Á Gary Fisher fjallahjólinu mínu dempa dekkin miklu betur ójöfnur þannig að þetta gerðist ekki á því.
Það má líka segja að ég hafi verið búin að taka upp flestar leiðirnar sem ég fer úr og í vinnu þannig að þetta væri vísast bara endurtekið efni.
En ég ætla samt að setja inn efni síðar sem ég tek með því að halda á myndavélinni þó það verði ekki skrásetning á leiðinni sem farinn var eins og fyrri myndir voru.
Hjólreiðar | 3.11.2010 | 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er flókið vandamál en aukin hreyfing er örugglega mikilvæg til að halda aftur af þyngdaraukningu. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM.is) hafa ítrekað bent á að hjólreiðar hafa mikil áhrif á lýðheilsu. Besta leiðin til að fá daglega hreyfingu er að láta hreyfinguna vera hluta af daglegum lífsstíl eins og t.d. að hjóla eða ganga í vinnuna.
Í greininni Hjólreiðar, áhrif á heilsufar fjallar Morten Lange um það efni og vísar m.a. í fjölmargar heimildir.
Danir hafa líka gert sér grein fyrir þessu og stofnunin Folkesundhed Kobenhavn hefur m.a. gefið út plakat sem segir að maður sé öruggari á hjólinu en í sófanum.
Danir hafa líka skilið að það á ekki að hvetja til hjólreiða með áherslu á hugsanlegar hættur sem þeim geta fylgt. Hefur einhver séð hvatt til fótbolta og ástundun íþrótta með því að tíunda fyrst að menn geta mögulega slasað sig við þessa iðju? Þó slasast hundruð íslendinga í fótbolta og í öðrum íþróttum árlega.
Tölur eru á reiki en á Íslandi er oft talað um að nokkur hundruð manns deyi árlega úr hjarta og æðasjúkdómum og er helsta orsökin reykingar annarsvegar og hreyfingarleysi og offita hinsvegar. Ef við segjum að 100 deyi árlega fyrir aldur fram vegna hreyfingarleysis og offitu, sem er örugglega vanmat, þá hafa síðastliðinn 13 ár dáið um 1300 manns af þessum orsökum. Á sama tíma hefur engin hjólreiðamaður dáið í umferðinni.
![]() |
Faraldur offitu hefur lagst þungt á þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 11.10.2010 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu