Á 10. áratugnum var ég að vinna á Sauðárkróki í smá tíma.
Bærinn er fallegur og stendur undir háum bakka svipað og á Akureyri. Sauðkrækingar hafa ekki byggt uppi á Nöfunum, eins og landið uppi heitir víst, eins og Akureyringar sem hafa fært bæinn upp á bakkann. Þess í stað hafa þeir byggt hverfi suður af bænum en á milli stendur Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra og stærstu íþróttamannvirkin. Á milli liggur gata og gatnamót þar sem Sauðkrækingar voru með asatíð fjórum sinnum á sólarhring þegar ég var þar þegar þeir flykktust á milli í bílunum sínum.
Vonandi er þetta allt breytt núna því þegar málið er skoðað kemur í ljós að Sauðárkrókur er samanþjappaður bær og stutt á milli allra staða. Alveg kjörinn til að hjóla eða ganga milli vinnu og heimilis.
Á kortinu hér að neðan hefur verið dreginn hringur með radíus (geisla) 1,6 km. Hjólreiðamaður er um 6 min. að hjóla þann radíus eftir götum eða stígum. Gangandi vegfarandi er um 15 min að ganga það sama. Allur Sauðárkrókur rúmast innan smá hrings þar sem tekur um 6 min að hjóla inn að miðju. Vegalengdir eru greinilega ekki farartálmi innan Sauðárkróks.
Hafgolan getur verið leiðinleg á Króknum en því gætu íbúar breytt með því að setja upp grænu húfuna, þ.e. með því að auka trjá- og runnagróður í bænum.
Hjólað í vinnuna er frábært tækifæri
Nú er tækifærið fyrir íbúa á Króknum að taka þátt í Hjólað í vinnuna. Bæta heilsuna og taka upp hollari lífsstíl og gera umhverfi bæjarins betra með smá mannlífi.
Færri bílar í umferðinni þýða minni hættu fyrir börnin á leið í skólann og meiri tækifæri fyrir fólk til að hittast.
Nánar á vef verkefnisins:
http://hjoladivinnuna.is/
Hjólreiðar | 6.5.2010 | 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vegalengdir eru stuttar í Mosfellsbæ
Strætó er góður valkostur
Þjónusta strætó við Mosfellsbæingar er mjög góð. Á annatíma er leið 15 á kortersfresti og leið vagnsins liggur meðfram helstu skiptistöðvum og stórum vinnustöðum í Reykjavík. Ef þú vinnur niðri í bæ, eða átt heima niðrí bæ og vinnur í Mosfellsbæ, getur þú tekið strætó og verið með í Hjólað í vinnunna og lagt þínum vinnustað lið og jafnframt sparað bensín og aukið hreyfingu þína.
Leið 15 er t.d. ekki nema 27 min. niður á Landsspítala frá Kjarna í Mosfellsbæ. Ennþá fljótari er maður ef skipt er yfir í leið 6 í Ártúni en þá tekur þessi ferð 22 min.
http://www.straeto.is/leidakerfi/leid15/
http://www.straeto.is/media/leidarkerfi/kort/kort12008/G15.pdf
Hjólað í vinnuna er frábært tækifæri
Hjólreiðar | 4.5.2010 | 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjálfstæðismenn settu Ármann í fyrsta sæti og Gunnar í þriðja sætið. Hvað segir þetta okkur um þennan flokk og kjósendur hans? Ég hef skrifað um ástandið í Kópavogi í fyrri færslum og fjallað þar mest um þátt Gunnars.
Ármann er maðurinn sem fannst það vera málefnalegt sjónarmið í fjármálum sveitarstjórnar að tryggja hesthúsaeigendum Land Cruiser með því að borga þeim einbýlishúsaverð fyrir gömul hesthús. Hestarnir eru ennþá í hesthúsunum og eigendur þeirra vilja ekki borga Kópavogi leigu þótt þeir hafi selt hesthúsin sín á einbýlishúsaverði. Samkvæmt kjaftasögum á hann að hafa notið auglýsingasamninga við ráðherra sjálfstæðismanna þegar hann var með auglýsingafyrirtækið sitt Nonna og Manna.
Sjálfstæðismenn vilja að við fáum áfram að njóta starfskrafta þessarra manna.
Nei takk segi ég. Það er bara alls ekki gott að búa við spillingu í Kópavogi.
Fyrri færslur:
Niðurgreiða Kópavogsbúar vatn fyrir Garðbæinga
![]() |
Rannsóknarnefnd fari yfir stjórnsýslu í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.4.2010 | 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. "
Er árið ennþá 2007. Hvað merkir þetta bull; endurhverf viðskipti", handveð", skuldatryggingu vegna 8 milljarðar króna láns"? Ég er viss um að það sé til íslenska yfir þetta. Það hefði einhver þurft að segja Guðrúnu að það yrði henni ekki til framdráttar að skrifa þennan texta. Hún virðist gjörspillt og ekki vill maður sjá hana komast til áhrifa í borginni með þetta á bakinu og fyrirtæki sem heitir Miðbæjareignir".
Mbl.is hefði síðan átt að búa til frétt þar sem bakgrunnur málsins er útlistaður og bullið þýtt yfir á mannamál úr þessu fjármálamandarín ársins 2007.
![]() |
Segir sig af lista Framsóknarflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 27.4.2010 | 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um daginn þegar ég fór niður í bæ ætlaði ég á gleðskap i klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins vegna þess að endurbótum á efri hæð hússins var lokið. Því miður var hætt við og gleymdist að láta mig vita.
Úr því ég var komin niður í bæ ákvað ég að kíkja á kaffihús. Fór austurúr eftir Vesturgötu og niður í Kvosina. Þar rakst ég á Gísla hjólamann sem stofnaði ÍFHK með Magnúsi Bergssyni. Hann var á leiðinni í klúbbhúsið að gera við. Við spjölluðum saman um færðina og hjólreiðarnar nokkra stund. Héldum síðan í gagnstæða átt.
Hélt áfram í grænt te í Mál og Menningu á Skólavörðustíg. Þar hitti ég fyrir gamla (ehh. unga) bekkjarsystur úr líffræðinni með dóttur sinni. Þær voru á bæjarrölti. Hef ekki hitt hana lengi.
Það er svona. Þegar maður heldur að eitthvað sé misheppnað þá gerist eitthvað skemmtilegt og óvænt. Það er að vísu meiri líkur á að hitta lifandi fólk sem maður getur átt samskipti við því nær sem maður er miðbænum. Þótt oft geti verið gaman að spjalla við bílstjóra á ljósum þegar maður er á hjóli eru alltof fáir sem gefa sig á tal við mann þannig. Maður kann ekki alveg við að banka á gluggann hjá þeim en kannski ætti maður að gera það?
Ég fer oftar um austurhluta borgarinnar á leið til og frá Mosfellsbæ og heim á Kársnes. Oft hef ég veifað hjólreiðamönnum hinum megin á Vesturlandsveginum en það er óhægt um vik að hjóla yfir fjórar akreinar og miðeyju til að tala við fólk á leiðina í gagnstæða átt. Kannski dálítið "nöttað" líka. Það eru örugglega einhverjir á sömu leið og ég en þeir eru líka á svipuðum hraða þannig að líkurnar á að sjá þá eru ekki miklar. Það gerðist samt um daginn að ég hitti konu á Stórhöfða (þ.e. götunni ekki veðurathugunarstöðinni) sem var að koma frá MATÍS sem er nýflutt á Vínlandsleið. Það var hálfgerður stormur og ég með þennan fína meðvind þannig að ég náði henni. Við fylgðumst að þar til leiðir skildu í Elliðaárdal. Það var mjög skemmtilegt að ræða við þessa ágætu hjólakonu.
Það er um að gera þegar maður er á ferð, að spjalla við þá sem maður hittir. Það gerir lífið svo miklu skemmtilegra. Maður á að minnsta kosti að nikka, veifa eða segja góðan daginn við samferðamenn sína sem maður hittir á förnum vegi.
Hjólreiðar | 13.4.2010 | 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og oft þegar fjölmiðlar fjalla um niðurstöðu úr vísindarannsóknum er umfjöllunin mjög skrítinn. Ef maður borðar sem svarar tveimur dökkum súkkulaði molum á dag minnkar hættan á hjartaáfalli eða heilablóðfalli um heil 39%! Þvílíkt undralyf ef satt væri. Ég efast um að lyfjaiðnaðurinn gæti ná viðlíka árangri.
Hvað gerist ef maður borðar fjóra dökka mola á dag? Eða 10 bláber? Eða 7 jarðarber? Finnst mönnum líklegt að það sé orsakasamband á milli tveggja suðusúkkulaði mola og að líkur á hjartaáfalli sé 39% minni? Ég held það sé mjög ólíklegt. Ég held að fólk sem borðar tvo dökka mola á dag sé mjög óvenjulegt og hófstillt fólk og hugsanlega geti verið einhver tenging milli þannig fólks og minni hættu á áföllum í hjarta eða heila en að suðusúkkulaðið orsaki þetta held ég að sé bara bull.
En ef menn vilja fara eftir þessu með páskaeggið þá skuli menn gæta þess að fá sér suðusúkkulaði páskaegg og ekki éta meira en sem nemur 2 molum eða 6 g. á dag. Páskaegg sem er 250 g. dugar þá í 41 dag. Menn klára það þá bara um hvítasunnuna.
![]() |
Páskaegg góð fyrir heilsuna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 31.3.2010 | 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ja, ekki svo nýr kannski nema í tenglum hjá mér hérna til hægri.
Bjössi heitir hann og er með bloggið Hjóladagbók 2009/2010 . Hann lýsir blogginu sínu svona:
Á þessari síðu er ætlunin að færa dagbók um reynslu hjólreiðamannsins af því að hjóla til og frá vinnu frá 1. september 2009 - 31. ágúst 2010.Markmiðið er að tíunda hvaðeina sem drífur á daga á meðan á ferð stendur, hvað kemur á óvart, hvar mætti bæta aðstöðu hjólreiðamannsins og hvað er gott, og að þessar upplýsingar geti nýst fyrir skipulag eða stefnumótun sem snertir hjólreiðar innan borgarinnar Reykjavíkur.
Hjólreiðar | 14.3.2010 | 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er neikvætt eigið fé um 19,3 milljarða fín staða? Mér finnst þessi orð segja allt sem segja þarf um þennan viðskiptajöfur.
Ég ætla að vona að hann komi aldrei aftur að stjórn fyrirtækis á Íslandi því hann er greinilega algjörlega óhæfur til að bera ábyrgð á rekstri fyrirtækis. Þeir sem lána þessum manni krónu eru greinilega líka óhæfir til að vera bankamenn.
Fyrirtækið er algjörlega gjaldþrota og ætti að fara beina leið í gjaldþrot.
![]() |
Eykt skuldar 44 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 11.3.2010 | 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hjólaði niður í bæ á laugardaginn að klukkuna að ganga 7. Þá var ekki búið að ryðja göngustíginn í Fossvogi og enga aðra stíga heldur þannig að færðin var frekar þung.
Ef það er rutt er snjórinn enginn hindrun þegar maður hjólar. Í desember kom púðursnjór í frosti og það var ævintýralegt að hjóla í honum. Eins og að líða um á hvítu teppi. Snjórinn þennan dag var hinsvegar þungur og blautur og byrjaður að frjósa.
Ferð sem venjulega tekur um 45 minútur fram og tilbaka tók núna 92 minútur. Á stígnum náði maður rétt 10 km hraða og varð móður á jafnsléttu við það. Á götunum var færðin betri en varð að fara varlega útaf breytilegu færi. Ef maður fer af hörðu og lendir í krapa getur hjólið snögghemlað og skriðið út á hlið og þá getur maður misst stjórn á hjólinu ef hraðinn er mikill.
Myndbrot af ferðinni á stígnum í Fossvogi neðan við kirkjugarðinn.
Hérna er annað myndbrot tekið þegar hjólað er fram hjá kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallagarði.
Vegalengd: 16.95 km
Meðalhraði: 10.98
Ferðatími: 92.35
Hámarkshraði: 22.4
Vindur var hlutlaus, smá snjókoma og þæfingsfærð.
Hjólreiðar | 1.3.2010 | 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"you're not alone" eins og Bowie söng. Hjólreiðamenn hafa með sér samtök og mynda samfélag hjólreiðamanna. Þú, sem hjólreiðamaður ert þátttakandi í þessu samfélagi.
Ef þú vilt starfa að málefnum hjólreiðamanna skaltu mæta á "aðalfund" Landsamtaka hjólreiðamanna:
Ársþing LHM verður haldið fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi kl. 20:30 í klúbbhúsi ÍFHK Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Húsið opnar kl. 20:00.
Brekkustígur 2 staðsetning á korti ja.is.
LHM eru regnhlífasamtök hjólreiðafélaga á Íslandi og beita sér fyrir hagsmunum alls hjólreiðafólks.
Nánar um hlutverk og starf LHM á vef samtakanna.
Hjólreiðar | 23.2.2010 | 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu