Það sem er oft áhugaverðara í fréttum er það sem er ekki sagt og það er líka athyglisvert að fjölmiðlamenn spurja sjaldan eða aldrei gagnrýninna spurninga.
Hér ræðir Sigurður Hannesson aðeins um Reykjavík og er það líklega partur af komandi sveitarstjórnarkosninum. Það sem Sigurður sleppir að segja er að skatttekjur á íbúa eru líklega hærri í sumum nágarannasveitarfélögum Reykjavíkur eins og t.d. Garðabæ og Seltjarnarnesi en þjónusta þó lakari þegar á heildina er litið. Þá sleppir hann að segja frá því að Garðabær hefur líka tekið innviðargjald og það án nokkurar Borgarlínu. Hækkar ekki innviðargjaldið í Garðabæ líka byggingarkostnað? Hálfsannleikurinn er að jafnaði bestur er það ekki.
http://www.si.is/frettasafn/innvidagjald-reykjarvikurborgar-haekkar-byggingarkostnad
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/01/24/gjoldin_3_65_milljonir_a_einbylishus/
"Við gerum þetta nú til dæmis þegar í Urriðaholtinu. Við semjum við landeigendur um að leggja eitthvað til uppbyggingar í hverfinu. Það eru frjálsir samningar, segir Gunnar.
Innviðagjöld í Urriðaholti séu um 790 þúsund á íbúð í fjölbýli, um 1.244 þúsund fyrir raðhús og 3,65 milljónir fyrir einbýli."
Skattarnir aldrei meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2018 | 11:05 (breytt kl. 15:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær ætlar Mogginn að vera með umfjöllun um þetta efni sem er í jafnvægi og tekur á öllum sjónarmiðum?
Sennilega aldrei.
Púðarnir ekki á réttum stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 25.1.2018 | 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi umfjöllun um púðana er tilkomin vegna sveitarstjórnarkosninganna núna í vor og er partur af baráttu Olafs Guðmundssonar tæknistjóra Eurorapp fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn. Hér og í hinum greinunum er rætt um hraðahindranir eins og þær séu eingöngu í Reykjavík en ekki öðrum sveitarfélögum. Þetta er gamalkunnugt ráð. Mogginn er hér í hlutverki sínu sem kosningavél Sjálfstæðisflokksins. Það eru auðvitað alveg jafn margar hraðahindranir í öðrum sveitarfélögum í sambærilegum götum og strætópúðarnir eru líka notaðir þar.
Enn hér er málum snúið á haus eins og svo oft í málflutningi þeirra sem vilja að einkabílinn njóti forgangs fram yfir alla aðra samgöngumáta. Afhverju eru hraðahindranir settar? Þær eru aðallega settar af tveimur ástæðum.
Í fyrsta lagi vegna þess að íbúar biðja um þær vegna þess að þeir vilja ekki að óábyrgir bílstjórar sem aka of hratt drepi börnin þeirra á næstu gangbraut.
Í öðru lagi eru þær oft settar að áliti lögreglan sem neitar að samþykkja lægri hámarkshraða nema að það séu settar hraðahindranir.
Í þessari frétt er líka notað myndefni frá stað í Ánanaustum sem er með þriðju ástæðuna. Hraðahindranirnar í Ánanaustum voru settar til að koma í veg fyrir kappakstur og spyrnur að nóttu til sem olli bæði hættu og hávaðatruflun hjá íbúum í nágrenninu.
Ef bílstjórar mundu aka undir hámarkshraða og af ábyrgð mundi ekki þurfa neinar hraðahindranir. Málum er að því leyti snúið á haus að í stað þess að agnúast út í orsökina sem er of hraður akstur er sjónum beint að afleiðingunum sem eru hraðahindranirnar. Ef þær væru ekki væri afleiðingin ekki skemmdir á bílum sem aka of hratt í hraðahindranir heldur látnir og alvarlega slasaðir vegfarendur. Í þessari umfjöllun sem og margri annarri er ekki minnst á ábyrgð bílstjóra.
Það er svo sem hægt að fækka hraðahindrunum með endurhönnun og þrengingu gatna og væri það að mínum dómi oft betri kostur en vissulega mun dýrari. Síðan gæti ríkið auðvitað girt sig í brók og haft alvöru umferðareftirlit. Ríkið vill það hinsvegar ekki. Síðustu ráðherrar samgöngumála hafa allir staðið gegn hækkun sekta og ekki viljað leggj aaukið fé í umferðareftirlit og því er það rekið sem fjársvelt afgangstærð.
Skapa hættu og hafa lítinn tilgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2018 | 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólafur Guðmundsson er sjálfstæðismaður og rekur nú harðan áróður gegn meirihlutanum í borginni í aðdraganda kosninga vegna umferðarmála.
Þessar strætópúðar eru víða notaðir í öðrum sveitarfélögum. Í fljótu bragði man ég eftir svona hindrunum á Seltjarnarnesi og Kópavogi og eru þær betri fyrir bæði strætó og einkabíla heldur en venjulegar hraðahindranir. Þær gefa góða raun í að hægja á umferð og auka öryggi skólabarna og annarra sem fara yfir götur. Það er rétt að margir ökumenn sveigja á milli þeirra en það virðist litlu máli skipta. Að strætópúðarnir valdi auknum útblæstri eða aftanákeyrslum meira en aðrar hraðahindranir er alveg ósannað og fjarskalega ólíklegt. Þvert á móti þá virðast þær betri en flestar aðrar hraðahindranir fyrir alla vegfarendur, nema kannski Ólaf.
Hraðahindranir eru settar niður vegna þess að bílstjórar aka hraðar en leyfilegur hámarkshraði. Þær eru nær alltaf settar niður að kröfu íbúa í grenndinni sem vilja ekki að óábyrgir bílstjórar keyri niður börnin þeirra eða aðra gangandi vegfarendur.
Það er alveg rétt að fræðilega séð væri hægt að halda ökuhraða ökumanna innan marka með auknu hraðaeftirliti en ríkið vill ekki leggja lögreglunni til fjármagn til að sinna hraðaeftirliti þannig að það er tómt mál um að tala að nefna það sem lausn. Það væri náttúrlega hægt að taka þennan kaleik af lögreglunni og láta það í hendurnar á eftirliti sem mundi vinna vinnuna sína og ná árangri með færanlegum hraðamyndavélum en það er ekki pólítískur vilji til þess. Áhugi stjórnvalda á að framfylgja umferðarlögum á landinu virðist satt að segja næsta lítill. Því til sönnunar má benda á að sektir eru hlægilega lágar fyrir flest umferðarlagabrot og hafa ekki hækkað áratugum saman. Lögreglan hefur ítrekað tjáð sig um lágar sektir og sagt að það taki því ekki að standa í þessu sektar veseni fyrir klink.
Sveigja á milli hraðahindrana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.1.2018 | 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Stefnt er að því að ljúka deiliskipulagi í Vetrarmýri í Garðabæ á næstu mánuðum og hefja þar framkvæmdir við fjölnota íþróttahús með yfirbyggðum knattspyrnuvelli í ár."
Það eru nefnilega kosningar í nánd og það þarf að eyða og spenna í þágu spriklara á kostnað skattborgara. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru það veitingahús fyrir golfara sem var kosningamálið.
Nú rísa frjálshyggjumenn uppá afturlappirnar - NOT. Er það bara eyðsla í hjólastíga, almenningssamgöngur og sund sem er þyrnir í augum frjálshyggjumanna? Einhvernveginn finnst mér þeir ekki sjálfum sér samkvæmir.
Vilja byrja sem fyrst í Hnoðraholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.1.2018 | 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grein Frosta er að því leyti gölluð að hann heldur bara fram kostnaðinum við Borgarlínuna en reiknar ekki með kostnaðinum við þá miklu uppbyggingu gatnakerfisins sem Borgarlínan leysir af hólmi að töluverðu leyti næstu 20-30 ár.
Kostnaður sem hefur verið áætlaður fyrir Borgarlínuna eru um 70 milljarðar miðað við hraðvagnakerfi um 58 km í allt. 150 milljarðarnir miðast við ef allt kerfið yrði léttlestarkerfi sem sveitarfélögin eru nú þegar búin að afskrifa. Líklegast er að fyrsti áfanginn verði kannski á bililnu 25-30 milljarðar og mundi falla til á nokkrum árum.
Samsvarandi kostnaður sem hefur verið nefndur fyrir allar fyrirhugaðar stórar framkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu er um 150 milljarðar eða meira. Tafatími í umferðinni yrði samt meiri án Borgarlínu þrátt fyrir tvöfaldan kostnað. Frosti nefnir náttúrlega ekki að kostnaður er um helmingi hærri fyrir vegaframkvæmdirnar heldur en fyrir Borgarlínu. Það virðist reyndar vera sameiginlegt hjá flestum sem agnúast út í kostnað við Borgarlínuna að þeir virðast alveg sáttir við að eyða tvöfalt hærri upphæð í fleiri vegi og gatnamót.
Hvor leiðin sem verður valin þá dreifast útgjöldin á kannski 20-30 ár. Væntanlega verður farin blönduð leið og við eyðum kannski 70 milljarða í Borgarlínu og aðra 70 milljarða í vegaframkvæmdir á næstu 20-30 árum.
Svo sleppir hann auðvitað að fjalla um einkaneysluna sem sparast við að velja Borgarlínu fremur en ýtrustu vegaframkvæmdir næstu 20-30 ár. Þar eru bílarnir og bílastæðin kannski svipað háar upphæðir. Ef maður ætti að giska hleypur sú upphæð kannski á hundruð milljarða króna hvort um sig á þessu tímabili.
Fljótlegt dæmi: Ef annað hvert heimili sparar einn bíl í 30 ár eru það um:
3 bílar m.v. 10 ára afskriftartíma/2 (annað hvert heimili) = 1,5 bílar á heimili * 4 milljóna verð bíls = 6 milljónir fyrir bíla + 6 milljónir fyrir stæði. Samtals um 12 milljónir kr á heimili yfir þetta 30 ára tímabil. Þessar 1-2 milljónir (sem virðist ofáætlun um helming hjá Frosta) er bara klink miðað við þessar 12 milljónir sem sparast í einkaneyslu á heimili.
Ekki á leið í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 8.1.2018 | 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það stendur til að fara í framkvæmdir við Skeiðholt í Mosfellsbæ eins og sagt er frá á heimasíðu Mosfellsbæjar. Framkvæmdinni er lýst svona:
FÆRSLA SKEIÐHOLTS, GATNAGERÐ, LAGNIR OG HLJÓÐVEGGUR
Um er að ræða færslu á núverandi götu Skeiðholts í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru rif og fræsing núverandi götu, gatnagerð fyrir nýrri götu, gerð bílastæðagötu, stígagerð, lagning regnvatnslagna, aðlögun annarra veitna og gerð hljóðveggja meðfram Skeiðholti.
Nú eru komin tilboð í verkið og er greint frá þeim á heimasíðu Mosfellsbæjar. Eftirfarandi tilboð bárust:
Gleipnir ehf 135.293.490 kr
Stéttarfélagið ehf 131.027.750 kr
Steinmótun ehf 161.687.200 kr
Kostnaðaráætlun 117.684.700 kr
Breyting á skipulagi Skeiðholts var auglýst fyrr á árinu hérna.
Ég gerði athugasemd við skipulagið vegna þess að mér fannst skynsamlegra að byggja litlar íbúðir á svæðinu. Athugasemdin er í meðfygljandi pdf skjali.
Ég taldi að framkvæmdin væri óskynsamleg. Þótt hún nái því markmiði að auka umferðaröryggi sóar hún dýrmætu byggingarlandi og býr til óvistlegt umhverfi sem er fáum til gagns. Tekjur bæjarins af þessu landi yrðu 0 kr. en kostnaður talsverður við gerð og viðhald svæðisins.
Ég legg til að hætt verði við framkomið skipulag og að skipulag við Skeiðholt verði endurskoðað í heild sinni með það að markmiði að meðfram götunni verði komið fyrir þéttri byggð með litlum íbúðum sem henta þeim hópum sem nú eiga erfiðast uppdráttar á fasteignamarkaði. Svæðið í heild sinni er um 243 m á lengd og um 24 m á breidd, nema við Markholt þar sem breiddin er 38 m. Flatarmál er tæpir 6.000 m2 með þvergötunum. Á þessu svæði væri auðveldlega hægt að byggja nokkuð margar litlar íbúðir. Svæðið er í göngufjarlægð við alla nauðsynlega þjónustu eins og verslanir, leikskóla og skóla og liggur vel við öflugum almenningssamgöngum. Það væri því hægt að gera mjög hógværar bílastæðakröfur og bílastæðin ættu auðvitað að vera seld eða leigð sér frá íbúðunum. Gestastæði gætu verið með
gjaldskyldu. Tekjur bæjarins af íbúðunum yrðu umtalsverðar. Umhverfið yrði mun vistlegra og meira spennandi.
Það var ekki tekið tillit til minna athugasemda og búið að bjóða út framkvæmdina og tilboð komin.
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2017 | 00:10 (breytt kl. 00:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta ekki einum of mikil viðkvæmni?
Fólk gengur fram hjá kjöt og fiskborðum og kaupir í matinn og eldar. Er það frábrugðið þessu?
Hræið fyrir allra augum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 8.5.2017 | 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sundabraut er eðlileg þróun í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr eða síðar þarf að gera ráð fyrir ytri leið norður fyrir og suður fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Það er líka ágætis hugmynd að þetta verðí einkaframkvæmd.
Hinsvegar held ég að á þessum timapunkti sé hugmyndin andvana fædd. Sundabraut á að liggja allt norður á Kjalarnes á fjórum brúm og kosta um 60 milljarða samkvæmt lauslegum hugmyndum. Hætt er við að hún muni kosta mun meira en það og þar af mun fyrsta brúin yfir í Grafarvog verða dýrust. Hvernig á að fá einkaframtakið til að byggja óhagkvæmar og óþarfar brýr við núverandi umferð þegar nóg er að byggja þá fyrstu til að hala inn aurinn? Hver ætlar síðan að borga fyrir að keyra yfir brúnna þegar ókeypis verður að keyra Gullinbrú/Vesturlandsveg? Hætt er við að gera þurfi sérstaka samninga við einkaframtakið og að það verði bæði belti og axlabönd til að tryggja hagnað þeirra og að áhættan muni í raun liggja á hinu opinbera og almenningi af framkvæmdinni.
Gjaldtaka yrði að vera á hverri brú til að tryggja tekjur af hverjum áfanga því varla vilja Grafarvogsbúar kosta framkvæmdir norður eftir með háu gjaldi á fyrstu brúnni. Til að tryggja næga umferð má síðan líka ekki auka þjónustu á Vesturlandsvegi til að fá fleiri til að velja gjaldaleiðina um Sundabraut.
Sundabraut verður varla byggð fyrr en búið er að taka ákvörðun um uppbyggingu á Geldinganesi og Álfsnesi en það er ekki alveg í pípunum. Álfsnes á síðan áfram að verða leikvöllur Sorpu í sorpvinnslu og er stór hluti Álfsnes óbyggilegur af þeim sökum eins og fyrri sorphaugar á Geirsnefi og í Gufunesvogi.
Til í viðræður um gerð Sundabrautar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 21.3.2016 | 13:03 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skilgreiningin á umferðarslysi er þessi:
Umferðarslys er það óhapp sem a.m.k. eitt ökutæki á hreyfingu á aðild að og á sér stað á opinberum vegi, einkavegi eða svæði sem opið er almennri umferð.
Það þýðir að fall gangandi vegfarenda eins og þetta eða önnur föll í hálku eru ekki skráð sem umferðarslys. Mikill fjöldi slysa verður við fall. Sennilega má telja þau í hundruðum á hverju ári en þar sem þau eru ekki skráð sem umferðaslys eru þetta slys sem við höfum litla hugmynd um. Af sama meiði eru íþróttaslys og önnur slys við hreyfingu sem eru líka lítið þekkt stærð.
Flest þessara slysa eru ekki alvarleg sem slik en mörg þeirra mundu þó geta fallið i flokk mikilla meiðsla samkvæmt skilgreiningunni yfir áverka í umferðarslysum. Einkum þó beinbrotin.
Skilgreing á miklum meiðslum ef umferðarslys:
Beinbrot, heilahristingur, innvortis meiðsl, kramin líffæri, alvarlegir skurðir og rifnir vefir, alvarlegt lost (taugaáfall) sem þarfnast læknismeðferðar og sérhver önnur alvarleg meiðsl sem hafa í för með sér nauðsynlega dvöl á sjúkrahúsi.
Eitthvað óþekkt hlutfall af þessum slysum eru raunverulega alvarleg og jafnvel banaslys. Á tíu ára tímabili eftir árið 2000 eru skráð tvö andlát í banameinaskrá Landlæknis þar sem ástæðan var fall í hálku. Það hlýtur að teljast vera lágmark því líklegt er að svona banamein séu frekar vanskráð heldur en hitt einkum þegar eldra fólk á í hlut. Fallið er þá kannski frumorsök en banamein er skráð sem einhver fylgikvilli beinbrots eða höfuðáverka.
Á bráðamóttöku eftir fall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.3.2016 | 11:06 (breytt kl. 11:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt